Verð til ferðamanna komið að þolmörkum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. janúar 2018 08:30 Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa þurft að glíma við miklar innlendar kostnaðarhækkanir og gengsstyrkingu. Vísir/Pjetur Ferðaþjónustufyrirtæki hefðu þurft að hækka verð um 66 prósent í evrum til þess að geta haft sömu framlegð í íslenskum krónum árið 2017 og árið 2012. Miklar innlendar kostnaðarhækkanir og gengisstyrking krónunnar á umliðnum árum hafa haft víðtæk áhrif á rekstur fyrirtækja í atvinnugreininni. Er verð komið að þolmörkum og ólíklegt að unnt sé að hækka það enn frekar. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Alexanders Eðvardssonar, meðeiganda á skatta- og lögfræðisviði KPMG, á málstofu sem Íslenski ferðaklasinn og KPMG buðu til um samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu í gærmorgun. Alexander benti meðal annars á að innlendir kostnaðarliðir ferðaþjónustufyrirtækja hefðu hækkað verulega á milli áranna 2012 og 2017. Þannig hefði vísitala neysluverðs hækkað um 11,5 prósent, launavísitala um 44,3 prósent og byggingarvísitala um 15,9 prósent. Á sama tíma hefði gengi krónunnar styrkst gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum viðskiptalanda Íslands. Nam styrkingin gagnvart breska pundinu til dæmis 32,3 prósentum. Hann tók tilbúið dæmi um fyrirtæki sem seldi þjónustu á föstu verði í evrum og tæki á sig innlendar kostnaðarhækkanir. Afleiðingin yrði sú að hlutfall rekstrarhagnaðar fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) af rekstrartekjum færi úr 20 prósentum árið 2012 og yrði neikvæð um 39 prósent árið 2017. Ef fyrirtækið héldi hins vegar söluverði í krónum óbreyttu öll sex árin, þá myndi söluverð þjónustunnar í evrum hækka um 35 prósent, samkvæmt útreikningum Alexanders.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Markaðir Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki hefðu þurft að hækka verð um 66 prósent í evrum til þess að geta haft sömu framlegð í íslenskum krónum árið 2017 og árið 2012. Miklar innlendar kostnaðarhækkanir og gengisstyrking krónunnar á umliðnum árum hafa haft víðtæk áhrif á rekstur fyrirtækja í atvinnugreininni. Er verð komið að þolmörkum og ólíklegt að unnt sé að hækka það enn frekar. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Alexanders Eðvardssonar, meðeiganda á skatta- og lögfræðisviði KPMG, á málstofu sem Íslenski ferðaklasinn og KPMG buðu til um samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu í gærmorgun. Alexander benti meðal annars á að innlendir kostnaðarliðir ferðaþjónustufyrirtækja hefðu hækkað verulega á milli áranna 2012 og 2017. Þannig hefði vísitala neysluverðs hækkað um 11,5 prósent, launavísitala um 44,3 prósent og byggingarvísitala um 15,9 prósent. Á sama tíma hefði gengi krónunnar styrkst gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum viðskiptalanda Íslands. Nam styrkingin gagnvart breska pundinu til dæmis 32,3 prósentum. Hann tók tilbúið dæmi um fyrirtæki sem seldi þjónustu á föstu verði í evrum og tæki á sig innlendar kostnaðarhækkanir. Afleiðingin yrði sú að hlutfall rekstrarhagnaðar fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) af rekstrartekjum færi úr 20 prósentum árið 2012 og yrði neikvæð um 39 prósent árið 2017. Ef fyrirtækið héldi hins vegar söluverði í krónum óbreyttu öll sex árin, þá myndi söluverð þjónustunnar í evrum hækka um 35 prósent, samkvæmt útreikningum Alexanders.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Markaðir Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent