Sífellt fleiri leita réttar síns vegna flugfélaganna Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. janúar 2018 16:45 Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Mynd/samsett Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund í skaðabætur hvorum fyrir sig, auk vaxta, vegna tafa sem urðu í flugferð frá London til Keflavíkur undir lok árs 2016. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir skaðabótamál á hendur flugfélögunum hafa tvöfaldast í fjölda á milli ára og um sé að ræða vaxandi vanda. Farþegarnir tveir áttu flug með félaginu kl. 19.25 þann 19. desember 2016 frá London og var gert ráð fyrir lendingu á Keflavíkurflugvelli kl. 23.25. Fór svo að flugið tafðist um 219 mínútur og lenti vélin kl. 3.23 um nóttina. Í bréfi WOW air til farþeganna segir að óveður um morguninn hafi sett strik í reikninginn og haft keðjuverkandi áhrif á alla flugstarfsemi dagsins. Ísing hafi fest á flugvelli og flugvélum og snjókoma verið mikil. Var það mat flugfélagsins að vegna þessa væri það laust undan bótaskyldu. Héraðsdómur hafnaði sýknukröfu WOW air og dæmdi það til að greiða farþegunum fyrrgreinda upphæð, auk vaxta. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að sífellt fleiri leiti réttar síns vegna flugfélaganna. „Það hefur verið mjög vaxandi. Við tókum þetta saman í fyrra og þá kom í ljós að fjöldi mála á okkar borði hafði tvöfaldast.“ Samgöngustofa hefur ákvörðunarvald í slíkum málum og sér um að framfylgja alþjóðlegum reglugerðum sem settar hafa verið. „Við ráðleggjum fólki þó alltaf að hafa samband við flugrekanda fyrst til þess að finna lausn á sínum málum,“ segir Þórhildur. „Ef allt um þrýtur getur fólk sent okkur erindi og þá hefur Samgöngustofa heimildir til að taka ákvarðanir í málum.“Í upphaflegri útgáfu greinarinnar í Fréttablaðinu segir að um sé að ræða skaðabótamál og að vandamálið sé vaxandi. Þórhildur segir að málin séu hins vegar fjölbreytt sem berast á borð Samgöngustofu. Ástæður þess að fjöldi kvartana hefur aukist séu meðal annars að fleiri ferðast nú með flugfélögunum en einnig vegna þess að neytendur eru að verða meðvitaðri um rétt sinn. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Neytendur WOW Air Tengdar fréttir Gert að greiða skaðabætur eftir keðjuverkandi áhrif óveðurs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvorum um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016. 15. janúar 2018 17:39 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund í skaðabætur hvorum fyrir sig, auk vaxta, vegna tafa sem urðu í flugferð frá London til Keflavíkur undir lok árs 2016. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir skaðabótamál á hendur flugfélögunum hafa tvöfaldast í fjölda á milli ára og um sé að ræða vaxandi vanda. Farþegarnir tveir áttu flug með félaginu kl. 19.25 þann 19. desember 2016 frá London og var gert ráð fyrir lendingu á Keflavíkurflugvelli kl. 23.25. Fór svo að flugið tafðist um 219 mínútur og lenti vélin kl. 3.23 um nóttina. Í bréfi WOW air til farþeganna segir að óveður um morguninn hafi sett strik í reikninginn og haft keðjuverkandi áhrif á alla flugstarfsemi dagsins. Ísing hafi fest á flugvelli og flugvélum og snjókoma verið mikil. Var það mat flugfélagsins að vegna þessa væri það laust undan bótaskyldu. Héraðsdómur hafnaði sýknukröfu WOW air og dæmdi það til að greiða farþegunum fyrrgreinda upphæð, auk vaxta. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að sífellt fleiri leiti réttar síns vegna flugfélaganna. „Það hefur verið mjög vaxandi. Við tókum þetta saman í fyrra og þá kom í ljós að fjöldi mála á okkar borði hafði tvöfaldast.“ Samgöngustofa hefur ákvörðunarvald í slíkum málum og sér um að framfylgja alþjóðlegum reglugerðum sem settar hafa verið. „Við ráðleggjum fólki þó alltaf að hafa samband við flugrekanda fyrst til þess að finna lausn á sínum málum,“ segir Þórhildur. „Ef allt um þrýtur getur fólk sent okkur erindi og þá hefur Samgöngustofa heimildir til að taka ákvarðanir í málum.“Í upphaflegri útgáfu greinarinnar í Fréttablaðinu segir að um sé að ræða skaðabótamál og að vandamálið sé vaxandi. Þórhildur segir að málin séu hins vegar fjölbreytt sem berast á borð Samgöngustofu. Ástæður þess að fjöldi kvartana hefur aukist séu meðal annars að fleiri ferðast nú með flugfélögunum en einnig vegna þess að neytendur eru að verða meðvitaðri um rétt sinn.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Neytendur WOW Air Tengdar fréttir Gert að greiða skaðabætur eftir keðjuverkandi áhrif óveðurs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvorum um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016. 15. janúar 2018 17:39 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Gert að greiða skaðabætur eftir keðjuverkandi áhrif óveðurs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvorum um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016. 15. janúar 2018 17:39