Gluggalausar vélar framtíðin Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júní 2018 06:40 Gluggalausa farrýmið má finna í Boeing 777-300ER flugvélum Emirates. Vísir/Getty Flugfélagið Emirates hefur svipt hulunni af gluggalausu fyrsta farrými um borð í nýjustu vél félagsins. Í stað þess að geta horft út um gluggann varpa litlar myndavélar utan á vélinni myndum á skjá þar sem glugginn væri alla jafna. Talsmenn Emirates segja að ekkert sé því til fyrirstöðu að fjarlægja alla glugga úr nýjum vélum flugfélagsins. Það muni létta þær, minnka loftmótstöðu og þannig gera þær sparneytnari. Forseti Emirates, Tim Clark, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að myndin sem birtist á gluggaskjánum sé mjög skýr - „betri en mannsaugað býður upp á,“ eins og hann orðar það. Sem fyrr segir eru gluggalaus farrými nú þegar komin í notkun hjá Emirates. Þau má finna um borð í nýjum Boeing 777-300ER vélum félagsins. Flugöryggissérfræðingar hafa sett spurningar við hina nýju tækni Emirates og benda á að áhafnarmeðlimir verði að geta séð út úr vélinni í neyðartilfellum. Það er til að mynda ástæðan fyrir því að farþegar eru beðnir um að draga frá öllum gluggum við flugtak og lendingu. Flugöryggismálastofnun Evrópu telur þó að gluggaskjáir Emirates uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til hefðbundinna glugga. Þó sé ýmsum spurningum ósvarað. Munu þeir ýta undir innilokunarkennd og óþægindi farþega á lengri flugferðum? Mun myndin flökta undir álagi eða jafnvel frjósa? Það muni aðeins framtíðin geta leitt í ljós. Hér að neðan má sjá spjall BBC við fyrrnefndan forseta Emirates, Tim Clark. Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Flugfélagið Emirates hefur svipt hulunni af gluggalausu fyrsta farrými um borð í nýjustu vél félagsins. Í stað þess að geta horft út um gluggann varpa litlar myndavélar utan á vélinni myndum á skjá þar sem glugginn væri alla jafna. Talsmenn Emirates segja að ekkert sé því til fyrirstöðu að fjarlægja alla glugga úr nýjum vélum flugfélagsins. Það muni létta þær, minnka loftmótstöðu og þannig gera þær sparneytnari. Forseti Emirates, Tim Clark, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að myndin sem birtist á gluggaskjánum sé mjög skýr - „betri en mannsaugað býður upp á,“ eins og hann orðar það. Sem fyrr segir eru gluggalaus farrými nú þegar komin í notkun hjá Emirates. Þau má finna um borð í nýjum Boeing 777-300ER vélum félagsins. Flugöryggissérfræðingar hafa sett spurningar við hina nýju tækni Emirates og benda á að áhafnarmeðlimir verði að geta séð út úr vélinni í neyðartilfellum. Það er til að mynda ástæðan fyrir því að farþegar eru beðnir um að draga frá öllum gluggum við flugtak og lendingu. Flugöryggismálastofnun Evrópu telur þó að gluggaskjáir Emirates uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til hefðbundinna glugga. Þó sé ýmsum spurningum ósvarað. Munu þeir ýta undir innilokunarkennd og óþægindi farþega á lengri flugferðum? Mun myndin flökta undir álagi eða jafnvel frjósa? Það muni aðeins framtíðin geta leitt í ljós. Hér að neðan má sjá spjall BBC við fyrrnefndan forseta Emirates, Tim Clark.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28