Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 1. október 2018 17:05 Primera Air ætlar að sækja um greiðslustöðvun á morgun. Vísir/Getty Íslenskar ferðaskrifstofur sem hafa nýtt þjónustu Primera Air hafa flutt flugferðir sínar til annarra flugfélaga og engin röskun á því að verða á ferðum á vegum þeirra þrátt fyrir að félagið stefni nú í gjaldþrot. Stjórn Primera Air fullyrðir þetta í yfirlýsingu.Primera Air ætlar að sækja um greiðslustöðvun á morgun. Vélar á vegum samstæðunnar hafa flogið frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem er skráð í Lettlandi. Félagið hefur meðal annars flogið fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Heimsferðir eru hluti af Primera Travel Group sem Primera Air tilheyrir. Í yfirlýsingu frá stjórn Primera Air sem birtist á vef ferðaskrifstofunnar kemur fram að unnið verði með flugmálastjórnum Danmerkur og Lettlands til þess að þess að leysa úr málum farþega sem áttu bókað flug með félaginu. Upplýsingar um það verði birtar á vef félagsins. Öll flug fyrir íslenskar ferðaskrifstofur hafi verið flutt til annarra flugfélaga. Ferðaskrifstofur muni upplýsa farþega sína um það. Heimsferðir fullyrða að engin röskun verði á flugi ferðaskrifstofa frá Íslandi. „Heimsferðir hafa flutt alla samninga sína til Travel Service, og munu aðstoða farþega Primera Air til tryggja að allir komist á áfangastað og til landsins,“ segir í fréttinni. Travel Service er tékkneskt leiguflugfélag. Á vefsíðu félagsins kemur fram að það sé stærsta flugfélag Tékklands en það flýgur undir vörumerkinu Smartwings.Hætta núna til að lágmarka óþægindi viðskiptavina Um greiðslustöðvunin segir að hún sé mikil vonbrigði fyrir starfsfólk og viðskiptavini félagsins. Ástæðuna megi rekja til vandamála með flugvélaflota félagsins. „Í kjölfar þungbærra áfalla á síðsta ári, þegar félagið misst vél úr flota sínum vegna tæringar, sem hafði í för með sér viðbótarkostnað að upphæð 1,5 miljarðs króna. Og á þessu ári, í kjölfar mikilla seinkana á afhendingu véla frá Airbus til félagsins, sem kostaði félagið yfir 2 milljarða króna á árinu, þá var ljóst að félagið gat ekki haldið áfram nema með verulegri hlutafjáraukningu, til að mæta tapi, sem og fyrir framtíðaruppbyggingu félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Á næsta ári átti félagið að taka á móti tíu nýjum flugvélum frá Boeing. „Í ljósi erfiðra rekstraraðstæðna í flugrekstri í dag, hás olíuverðs, mjög lágs farmiðaverðs á öllum mörkuðum, og sem mun lækka enn frekar, þá tók stjórn félagins þá ákvörðun að hætta rekstri núna, á tímapunkti sem hægt er að lágmarka óþægindi til viðskiptavina. Einnig á sama tíma, er það ábyrgðarhluti að fara í svo stóra fjárfestingu í nýjum vélum eins og til stóð, ef ekki er hægt að fulltryggja það verkefni til enda, og til að koma í veg fyrir tjón birgja og leigusala,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Íslenskar ferðaskrifstofur sem hafa nýtt þjónustu Primera Air hafa flutt flugferðir sínar til annarra flugfélaga og engin röskun á því að verða á ferðum á vegum þeirra þrátt fyrir að félagið stefni nú í gjaldþrot. Stjórn Primera Air fullyrðir þetta í yfirlýsingu.Primera Air ætlar að sækja um greiðslustöðvun á morgun. Vélar á vegum samstæðunnar hafa flogið frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem er skráð í Lettlandi. Félagið hefur meðal annars flogið fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Heimsferðir eru hluti af Primera Travel Group sem Primera Air tilheyrir. Í yfirlýsingu frá stjórn Primera Air sem birtist á vef ferðaskrifstofunnar kemur fram að unnið verði með flugmálastjórnum Danmerkur og Lettlands til þess að þess að leysa úr málum farþega sem áttu bókað flug með félaginu. Upplýsingar um það verði birtar á vef félagsins. Öll flug fyrir íslenskar ferðaskrifstofur hafi verið flutt til annarra flugfélaga. Ferðaskrifstofur muni upplýsa farþega sína um það. Heimsferðir fullyrða að engin röskun verði á flugi ferðaskrifstofa frá Íslandi. „Heimsferðir hafa flutt alla samninga sína til Travel Service, og munu aðstoða farþega Primera Air til tryggja að allir komist á áfangastað og til landsins,“ segir í fréttinni. Travel Service er tékkneskt leiguflugfélag. Á vefsíðu félagsins kemur fram að það sé stærsta flugfélag Tékklands en það flýgur undir vörumerkinu Smartwings.Hætta núna til að lágmarka óþægindi viðskiptavina Um greiðslustöðvunin segir að hún sé mikil vonbrigði fyrir starfsfólk og viðskiptavini félagsins. Ástæðuna megi rekja til vandamála með flugvélaflota félagsins. „Í kjölfar þungbærra áfalla á síðsta ári, þegar félagið misst vél úr flota sínum vegna tæringar, sem hafði í för með sér viðbótarkostnað að upphæð 1,5 miljarðs króna. Og á þessu ári, í kjölfar mikilla seinkana á afhendingu véla frá Airbus til félagsins, sem kostaði félagið yfir 2 milljarða króna á árinu, þá var ljóst að félagið gat ekki haldið áfram nema með verulegri hlutafjáraukningu, til að mæta tapi, sem og fyrir framtíðaruppbyggingu félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Á næsta ári átti félagið að taka á móti tíu nýjum flugvélum frá Boeing. „Í ljósi erfiðra rekstraraðstæðna í flugrekstri í dag, hás olíuverðs, mjög lágs farmiðaverðs á öllum mörkuðum, og sem mun lækka enn frekar, þá tók stjórn félagins þá ákvörðun að hætta rekstri núna, á tímapunkti sem hægt er að lágmarka óþægindi til viðskiptavina. Einnig á sama tíma, er það ábyrgðarhluti að fara í svo stóra fjárfestingu í nýjum vélum eins og til stóð, ef ekki er hægt að fulltryggja það verkefni til enda, og til að koma í veg fyrir tjón birgja og leigusala,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06