Fram hefði átt að fá vítakast eftir að Agnar Smári Jónsson skoraði sigurmark ÍBV i leik liðanna í gær. Markið tryggði Eyjamönnum deildarmeistaratitilinn á meðan Selfoss sat eftir með sárt ennið.
Eftir að Agnar Smári hafði skorað greip um sig ringulreið meðal leikmanna ÍBV. Það endaði með því að þeir voru átta inni á vellinum sem er ekki leyfilegt.
Þar sem svo margir leikmenn voru inni á vellinum og að þetta gerist á síðustu sekúndum leiksins, hefði Magnús Stefánsson átt að fá rautt spjald og Framarar víti.
Hefði Fram skorað af vítapunktinum hefði Selfoss orðið deildarmeistari. Betri útskýringu má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni.
Fram átti að fá vítakast eftir sigurmark ÍBV
Tengdar fréttir

Arnar: Alltaf einhverjir sem vilja eigna sér það sem við erum að gera
Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, var gífurlega sáttur með karakter sinna manna er liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í handbolta eftir dramatík gegn Fram í Safamýrinni.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 33-34 | Agnar tryggði ÍBV deildarmeistaratitilinn
ÍBV er deildarmeistari eftir að Agnar Smári Jónsson tryggði ÍBV sigur gegn Fram fjórum sekúndum fyrir leikslok.

Sjáðu markið sem tryggði ÍBV titilinn og vonbrigðin á Selfossi
Agnar Smári Jónsson tryggði Eyjamönnum fyrsta deildarmeistaratitilinn þeagr hann skoraði sigurmark ÍBV þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leik liðsins gegn Fram í Safamýrinni í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Víkingur 37-26 | Sigurinn dugði Selfyssingum ekki
Selfoss endar deildarkeppnina í 2. sæti og mætir Stjörnunni í úrslitakeppninni.

Grétar í beinni á Facebook eftir titilinn: „Varst ömurlegur en skorar sigurmarkið”
Grétar Þór Eyþórsson, hornamaður ÍBV, var í stuði eftir að liðið tryggði sér fyrsta deildarmeistaratitilinn í sögu félagsins í kvöld er liðið lagði Fram í Safamýrinni, 34-33.