Grikkland fór með sigur af hólmi gegn Makedóníu í æsispennandi leik í undankeppni EM 2020.
Bæði lið spiluðu í vikunni en Grikkland tapaði fyrir okkur Íslendingum heldur sannfærandi á meðan Makendóna bar sigurorð á Tyrklandi og því þurfi Grikkland nauðsynlega á sigri að halda.
Leikurinn var jafn og æsispennandi frá upphafi til enda en í fyrri hálfleiknum var Makedónía yfirleitt með forystuna og var staðan 13-12 fyrir Makedóníu í hálfleiknum.
Liðsmenn Makedóníu virtust ætla að sigla fram úr Grikklandi í byrjun seinni hálfleiksins en þá fóru Grikkirnir af stað fyrir alvöru.
Liðsmenn Grikkja minnkuðu hægt og rólega forskot Makedóníu og komust yfir á lokasprettinum og unnu að lokum sigur 28-26.
Þessi úrslit eru frábær fyrir okkur Íslendinga en þau þýða að Ísland er eitt á toppi riðilsins með fjögur stig á meðan Grikkland og Makedónía deila öðru sæti með tvö stig og er Tyrkland á botninum með engin stig.
Grikkir komu til baka og sigruðu Makedóníu
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
