Framkvæmdastjóri HB Granda neitar að áhöfn togara hafi verið sagt upp Sveinn Arnarsson skrifar 2. nóvember 2018 08:00 Koma þriggja nýrra skipa setur framtíð Helgu Maríu í mikla óvissu, segir Ægir Páll, nýr framkvæmdastjóri HB Granda. vísir/eyþór Skipverjum á Helgu Maríu, AK-16, togara í eigu HB Granda, hefur verið tjáð að þeim verði sagt upp á næstu vikum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Framkvæmdastjóri HB Granda, segir engan hafa fengið uppsagnarbréf enn þá en framtíðaráform um rekstur skipsins eru óráðin. Áhöfnin hélt út á þriðjudag til veiða en áður en skipið hélt til veiða var haldinn starfsmannafundur um borð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var starfsmönnum þar gert ljóst að skipið yrði aflagt á næstu vikum. Þegar Fréttablaðið náði tali af Ægi Páli Friðbertssyni, framkvæmdastjóra HB Granda, vildi hann ekki kannast við að mönnum hefði verið sagt upp á skipinu og að enginn hafi fengið uppsagnarbréf. „Af hverju ertu að spyrja? Það hefur engum mér vitanlega verið sagt upp enn þá á Helgu Maríu,“ segir Ægir Páll. Hann staðfesti hins vegar að starfsmannafundurinn hefði átt sér stað þar sem farið hefði verið yfir stöðuna með skipverjum. „Fundurinn á þriðjudaginn snerist um það að Grandi er búinn að taka í notkun á síðasta ári þrjú ný og afkastamikil ísfisksskip og í framhaldi af því munum við skoða rekstur þessa skips sem er elsta skipið í flotanum okkar.“ Ægir segir það munu svo koma í ljós hvort sjómönnum verði sagt upp eða ekki. Hann segir það ljóst að ekki sé búið að segja upp nokkrum manni. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um að setja skipið á sölu og ekki búið að taka ákvörðun um hvenær skipið verður stöðvað en framtíðarrekstur þess er til skoðunar. Hvort mönnum verður sagt upp eða ekki mun svo koma á daginn,“ segir Ægir. HB Grandi sagði einnig upp starfsfólki í vinnslu bæði á Akranesi og á Vopnafirði fyrir örfáum dögum. AFL starfsgreinafélag á Austurlandi sendi vegna þessa frá sér yfirlýsingu og harmaði uppsagnirnar eystra. Þar hafi flestir sem misst hafa vinnuna verið íbúar Bakkafjarðar af erlendu bergi brotnir. Akranes Birtist í Fréttablaðinu Brim Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir 12,3 milljarða salan á Ögurvík blásin af Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR), sem áður hét Brim, hefur tekið ákvörðun um að hætta við söluna á Ögurvík til HB Granda. 9. október 2018 10:32 Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda. 31. október 2018 18:21 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Skipverjum á Helgu Maríu, AK-16, togara í eigu HB Granda, hefur verið tjáð að þeim verði sagt upp á næstu vikum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Framkvæmdastjóri HB Granda, segir engan hafa fengið uppsagnarbréf enn þá en framtíðaráform um rekstur skipsins eru óráðin. Áhöfnin hélt út á þriðjudag til veiða en áður en skipið hélt til veiða var haldinn starfsmannafundur um borð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var starfsmönnum þar gert ljóst að skipið yrði aflagt á næstu vikum. Þegar Fréttablaðið náði tali af Ægi Páli Friðbertssyni, framkvæmdastjóra HB Granda, vildi hann ekki kannast við að mönnum hefði verið sagt upp á skipinu og að enginn hafi fengið uppsagnarbréf. „Af hverju ertu að spyrja? Það hefur engum mér vitanlega verið sagt upp enn þá á Helgu Maríu,“ segir Ægir Páll. Hann staðfesti hins vegar að starfsmannafundurinn hefði átt sér stað þar sem farið hefði verið yfir stöðuna með skipverjum. „Fundurinn á þriðjudaginn snerist um það að Grandi er búinn að taka í notkun á síðasta ári þrjú ný og afkastamikil ísfisksskip og í framhaldi af því munum við skoða rekstur þessa skips sem er elsta skipið í flotanum okkar.“ Ægir segir það munu svo koma í ljós hvort sjómönnum verði sagt upp eða ekki. Hann segir það ljóst að ekki sé búið að segja upp nokkrum manni. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um að setja skipið á sölu og ekki búið að taka ákvörðun um hvenær skipið verður stöðvað en framtíðarrekstur þess er til skoðunar. Hvort mönnum verður sagt upp eða ekki mun svo koma á daginn,“ segir Ægir. HB Grandi sagði einnig upp starfsfólki í vinnslu bæði á Akranesi og á Vopnafirði fyrir örfáum dögum. AFL starfsgreinafélag á Austurlandi sendi vegna þessa frá sér yfirlýsingu og harmaði uppsagnirnar eystra. Þar hafi flestir sem misst hafa vinnuna verið íbúar Bakkafjarðar af erlendu bergi brotnir.
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Brim Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir 12,3 milljarða salan á Ögurvík blásin af Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR), sem áður hét Brim, hefur tekið ákvörðun um að hætta við söluna á Ögurvík til HB Granda. 9. október 2018 10:32 Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda. 31. október 2018 18:21 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
12,3 milljarða salan á Ögurvík blásin af Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR), sem áður hét Brim, hefur tekið ákvörðun um að hætta við söluna á Ögurvík til HB Granda. 9. október 2018 10:32
Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23
HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda. 31. október 2018 18:21