Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. nóvember 2018 11:09 Dagur B. Eggertsson kynnti áformin í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Skjáskot Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. Borgarstjóri kynnti verkefnið í morgun sem lýtur að uppbyggingu íbúða á sjö mismunandi reitum í borginni. Margvíslegar kröfur verða gerðar af hálfu Reykjavíkurborgar til félaganna sem munu reisa og reka íbúðirnar; þær þurfi að vera hagkvæmar, fólk á aldrinum 18-40 ára verður í forgangi við úthlutun íbúðanna og að leiguverð verði ekki hækkað nema með samþykki borgarinnar. Til þess að flýta fyrir uppbyggingunni mun borgin úthluta lóðunum á föstu verði, 45 þúsund krónur á fermetrann ofanjarðar auk gatnagerðargjalda - nema annað sé sérstaklega tekið fram. Reitirnir sem um ræðir eru eftirfarandi:Í Úlfarsárdal - 40 íbúðirÁ Kjalarnesi - 10 íbúðirÍ Gufunesi - 164 íbúðirÍ Bryggjuhverfinu - 163 íbúðirVið Sjómannaskólann - 40 íbúðirÁ Veðurstofureit - 50 íbúðirÍ Skerjafirði - 72 íbúðirSkjáskotDeiliskipulag þessara svæða er mislangt á veg komið en borgin segist leggja ríka áherslu á að framkvæmdir hefjist eins fljótt og kostur er og gangi hratt fyrir sig. Vinna við verkefnið fór formlega af stað fyrr á þessu ári þegar Reykjavíkurborg óskaði eftir hugmyndum fyrir uppbygginguna, sem svo voru metnar út frá fjölda mælikvarða. Má þar til að mynda nefna áætlað verð, hvort ætlunin væri að selja íbúðirnar eða leigja, áætlaður framkvæmdahraði, líftími bygginganna og svo framvegis. Hlutskörpustu hugmyndirnar og hóparnir á bakvið þau voru svo kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti jafnframt þær kröfur sem borgin mun gera til þeirra sem að uppbygginunni munu standa. Þannig verði sett skilyrði um eiginfjárhlutfall uppbyggingarhópanna, að fólk á aldrinum 18-40 verði í forgangi við úthlutun íbúðanna, kvaðir á endursölu íbúðanna til að minnsta kosti 5 til 7 ára, að boðið verði upp á langtímaleigusamninga og að leiguverð verði ekki hækkað nema að borgin gefi grænt ljós. Uppfært: 11:52.Í umræðum á Facebook-vegg Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, segir borgarstjóri að það hafi verið talið eðlilegt að leiguverðið muni þróast með vísitölu. Upptöku af fundinum má nálgast hér að neðan. Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Könnun MMR: Leigjendum fækkar en fjölgar í foreldrahúsum Unga fólkið streymir heim til mömmu og pabba. 31. október 2018 10:55 Dýrustu íbúðirnar á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08 Tvöfalt högg fyrir ungt fólk í leit að fyrstu íbúð Raunverð smærri íbúða er í sögulegu hámarki samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. 17. október 2018 15:30 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. Borgarstjóri kynnti verkefnið í morgun sem lýtur að uppbyggingu íbúða á sjö mismunandi reitum í borginni. Margvíslegar kröfur verða gerðar af hálfu Reykjavíkurborgar til félaganna sem munu reisa og reka íbúðirnar; þær þurfi að vera hagkvæmar, fólk á aldrinum 18-40 ára verður í forgangi við úthlutun íbúðanna og að leiguverð verði ekki hækkað nema með samþykki borgarinnar. Til þess að flýta fyrir uppbyggingunni mun borgin úthluta lóðunum á föstu verði, 45 þúsund krónur á fermetrann ofanjarðar auk gatnagerðargjalda - nema annað sé sérstaklega tekið fram. Reitirnir sem um ræðir eru eftirfarandi:Í Úlfarsárdal - 40 íbúðirÁ Kjalarnesi - 10 íbúðirÍ Gufunesi - 164 íbúðirÍ Bryggjuhverfinu - 163 íbúðirVið Sjómannaskólann - 40 íbúðirÁ Veðurstofureit - 50 íbúðirÍ Skerjafirði - 72 íbúðirSkjáskotDeiliskipulag þessara svæða er mislangt á veg komið en borgin segist leggja ríka áherslu á að framkvæmdir hefjist eins fljótt og kostur er og gangi hratt fyrir sig. Vinna við verkefnið fór formlega af stað fyrr á þessu ári þegar Reykjavíkurborg óskaði eftir hugmyndum fyrir uppbygginguna, sem svo voru metnar út frá fjölda mælikvarða. Má þar til að mynda nefna áætlað verð, hvort ætlunin væri að selja íbúðirnar eða leigja, áætlaður framkvæmdahraði, líftími bygginganna og svo framvegis. Hlutskörpustu hugmyndirnar og hóparnir á bakvið þau voru svo kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti jafnframt þær kröfur sem borgin mun gera til þeirra sem að uppbygginunni munu standa. Þannig verði sett skilyrði um eiginfjárhlutfall uppbyggingarhópanna, að fólk á aldrinum 18-40 verði í forgangi við úthlutun íbúðanna, kvaðir á endursölu íbúðanna til að minnsta kosti 5 til 7 ára, að boðið verði upp á langtímaleigusamninga og að leiguverð verði ekki hækkað nema að borgin gefi grænt ljós. Uppfært: 11:52.Í umræðum á Facebook-vegg Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, segir borgarstjóri að það hafi verið talið eðlilegt að leiguverðið muni þróast með vísitölu. Upptöku af fundinum má nálgast hér að neðan.
Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Könnun MMR: Leigjendum fækkar en fjölgar í foreldrahúsum Unga fólkið streymir heim til mömmu og pabba. 31. október 2018 10:55 Dýrustu íbúðirnar á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08 Tvöfalt högg fyrir ungt fólk í leit að fyrstu íbúð Raunverð smærri íbúða er í sögulegu hámarki samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. 17. október 2018 15:30 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Könnun MMR: Leigjendum fækkar en fjölgar í foreldrahúsum Unga fólkið streymir heim til mömmu og pabba. 31. október 2018 10:55
Dýrustu íbúðirnar á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08
Tvöfalt högg fyrir ungt fólk í leit að fyrstu íbúð Raunverð smærri íbúða er í sögulegu hámarki samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. 17. október 2018 15:30