Chris Harris slapp úr brennandi Alpine A110 í tökum á Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2018 10:14 Alpine A110 bíllinn alelda, en hann var gerónýtur aðeins á 4 mínútum. Þeir Chris Harris og Eddie Jordan, þáttastjórnendur Top Gear bílaþáttanna, sluppu betur en á horfðist er þeir óku hinum nýja sportbíl Alpine A110 á mánudaginn síðastliðinn við tökur á nýjum Top Gear þáttum. Á öskömmum tíma varð bíllinn alelda en áður hafði viðvörunarljós kviknað í mælaborði bílsins. Þegar Chris Harris opnaði hurð bílsins sleiktu eldtungur hendi hans og því lá mikið við að komast sem lengst fjarri brennandi bílnum sem brátt varð alelda og var gerónýtur á aðeins fjórum mínútum. Voru þeir kumpánar staddir á þekktri rallýleið í Mónakó er óhappið varð en þeir sluppu báðir heilir og höldnu frá hildarleiknum. Chris Harris var ekki skemmt við óhappið og kvaðst sár að sjá svo fallegan og góðan sportbíl fuðra upp, en í leiðinni mærði hann akstursgetu þessa nýja bíls og lýsti fjálglega gleðinni við að aka honum. Ekki liggur ljóst fyrir hvað olli brunanum en allar prófanir á bílnum hafa verið stöðvaðar uns fyrir liggur hvað olli brunanum. Það gæti því orðið eitthvað í að fleiri Alpine A110 bílar verði seldir á næstunni, en það er sportbílafyrirtækið Alpine sem breytir Renault-Nissan bílum sem stendur að smíði Alpine A110. Þar fer mjög snarpur bíll með 252 hestafla vél sem skilar honum í hundraðið á litlum 4,5 sekúndum, enda bíllinn er fremur smár og léttur. Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent
Þeir Chris Harris og Eddie Jordan, þáttastjórnendur Top Gear bílaþáttanna, sluppu betur en á horfðist er þeir óku hinum nýja sportbíl Alpine A110 á mánudaginn síðastliðinn við tökur á nýjum Top Gear þáttum. Á öskömmum tíma varð bíllinn alelda en áður hafði viðvörunarljós kviknað í mælaborði bílsins. Þegar Chris Harris opnaði hurð bílsins sleiktu eldtungur hendi hans og því lá mikið við að komast sem lengst fjarri brennandi bílnum sem brátt varð alelda og var gerónýtur á aðeins fjórum mínútum. Voru þeir kumpánar staddir á þekktri rallýleið í Mónakó er óhappið varð en þeir sluppu báðir heilir og höldnu frá hildarleiknum. Chris Harris var ekki skemmt við óhappið og kvaðst sár að sjá svo fallegan og góðan sportbíl fuðra upp, en í leiðinni mærði hann akstursgetu þessa nýja bíls og lýsti fjálglega gleðinni við að aka honum. Ekki liggur ljóst fyrir hvað olli brunanum en allar prófanir á bílnum hafa verið stöðvaðar uns fyrir liggur hvað olli brunanum. Það gæti því orðið eitthvað í að fleiri Alpine A110 bílar verði seldir á næstunni, en það er sportbílafyrirtækið Alpine sem breytir Renault-Nissan bílum sem stendur að smíði Alpine A110. Þar fer mjög snarpur bíll með 252 hestafla vél sem skilar honum í hundraðið á litlum 4,5 sekúndum, enda bíllinn er fremur smár og léttur.
Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent