Er tilboð? Heiðarleiki og markaðsmál Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 31. júlí 2018 11:26 Þegar þú heyrir orðið markaðsmál, er heiðarleiki það fyrsta sem þér dettur í hug? Nei, kannski ekki. Stundum hefur því verið haldið fram að markaðsmál snúist um að breyta skoðunum (ekki alltaf til hins betra) og sannfæringu frekar en sannleika. Á undanförnum árum, ef til vill í tengslum við samfélagsmiðla og aukið aðgengi neytenda að fyrirtækjunum sjálfum, hefur ljósi markaðsmála hins vegar í auknum mæli verið beint að heiðarleika. Þá kemur efnismarkaðssetning (e. Content marketing) sterk inn. Slík markaðssetning þarf ekki að vera flókin eða kostnaðarsöm, en hér verður að vera til staðar áhugi, ástríða og vilji til að vanda til verka. Áhersla á efnismarkaðssetning getur líka verið góður byrjunarpunktur fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga á að auka heiðarleika í samskiptum sínum við viðskiptavini. Sem hafa það að markmiði að byggja upp fyrirtækið sem trúverðugt og sem trausta uppsprettu upplýsinga og gæða. Án heiðarleika er lítið traust og heiðarleiki er afbragðsgrunnur til að byggja á.Sérstakt tilboð, bara fyrir þig Efnismarkaðssetning byggir á þeim grunni að fyrirtæki breyti því hvernig þau líta á samband sitt við viðskiptavini. Áhersla er lögð á að meta virði ekki einungis í gegnum kaup og sölu heldur einnig með því að skapa gagnkvæmt virði með samböndum innan og utan fyrirtækisins, arðbær langtímasambönd. Eitt af því sem efnismarkaðssetning getur gert er að færa áhersluna af sölumennsku og söludrifnum skilaboðum yfir í að deila upplýsingum, ráðum og að eiga raunverulegt samtal við viðskiptavini. Ekki að troða upp á viðskiptavini þína því sem þú heldur að þeir vilji heyra heldur að leggja vinnu í að skilgreina það og komast að því hvaða virði þú getur veitt þínum hóp – umfram t.d. vöruna.Ég kaupi bara af þeim því það stenst allt sem þau segja Hvað sem þú gerir, í auglýsingum, innri sem ytri markaðssetningu og ekki síst á samfélagsmiðlum, þá skaltu vera viss um tilganginn. Ef söludrifin áhersla í markaðsmálum snýst um koma á framfæri við markhópinn þinni vöru eða þjónustu þá leggur efnismarkaðssetning með heiðarleika að leiðarljósi áherslu á að tengja saman það sem fyrirtæki hafa fram að færa við viðskiptavini á dýpri hátt en aðeins í gegnum vöru, verð og afsláttarprósentur. Fyrir þau fyrirtæki sem hafa einlægan áhuga á viðskiptavinum sínum, metnað til að ná árangri og gera sér grein fyrir því að án viðskiptavina sinna væru þau ekkert, þá kemur árangurinn fljótlega í ljós. Ekki síst ef mistök eiga sér stað, viðurkenndu þau, bættu fyrir það sem fór úrskeiðis og lærðu af því. Alvöru svör, alvöru aðgerðir og engin froða.Ekkert rugl, bara alvöru fólk Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, vertu heiðarleg/ur með það sem þú hefur fram að færa og einnig ef þú gerir mistök. Þorðu að taka á móti ábendingum og gagnrýni, segðu frá og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til þá getur þú byggt upp samband við viðskiptavininn og sú tilfinning og tengingin við vörumerkið hefur jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og kaupir þína vöru. Það sama gildir um samskipti við viðskiptavin, vertu alvöru, hafðu trú á því sem þú hefur fram að færa og komdu heiðarlega fram. Ef þú gerir það ekki, kemur það á endanum í ljós og þá er ekki víst að þú fáir annan séns. Þetta er verkefni, en það er til mikils að vinna. Ósk Heiða Sveinsdóttir, markaðsstjóri Trackwell Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þú heyrir orðið markaðsmál, er heiðarleiki það fyrsta sem þér dettur í hug? Nei, kannski ekki. Stundum hefur því verið haldið fram að markaðsmál snúist um að breyta skoðunum (ekki alltaf til hins betra) og sannfæringu frekar en sannleika. Á undanförnum árum, ef til vill í tengslum við samfélagsmiðla og aukið aðgengi neytenda að fyrirtækjunum sjálfum, hefur ljósi markaðsmála hins vegar í auknum mæli verið beint að heiðarleika. Þá kemur efnismarkaðssetning (e. Content marketing) sterk inn. Slík markaðssetning þarf ekki að vera flókin eða kostnaðarsöm, en hér verður að vera til staðar áhugi, ástríða og vilji til að vanda til verka. Áhersla á efnismarkaðssetning getur líka verið góður byrjunarpunktur fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga á að auka heiðarleika í samskiptum sínum við viðskiptavini. Sem hafa það að markmiði að byggja upp fyrirtækið sem trúverðugt og sem trausta uppsprettu upplýsinga og gæða. Án heiðarleika er lítið traust og heiðarleiki er afbragðsgrunnur til að byggja á.Sérstakt tilboð, bara fyrir þig Efnismarkaðssetning byggir á þeim grunni að fyrirtæki breyti því hvernig þau líta á samband sitt við viðskiptavini. Áhersla er lögð á að meta virði ekki einungis í gegnum kaup og sölu heldur einnig með því að skapa gagnkvæmt virði með samböndum innan og utan fyrirtækisins, arðbær langtímasambönd. Eitt af því sem efnismarkaðssetning getur gert er að færa áhersluna af sölumennsku og söludrifnum skilaboðum yfir í að deila upplýsingum, ráðum og að eiga raunverulegt samtal við viðskiptavini. Ekki að troða upp á viðskiptavini þína því sem þú heldur að þeir vilji heyra heldur að leggja vinnu í að skilgreina það og komast að því hvaða virði þú getur veitt þínum hóp – umfram t.d. vöruna.Ég kaupi bara af þeim því það stenst allt sem þau segja Hvað sem þú gerir, í auglýsingum, innri sem ytri markaðssetningu og ekki síst á samfélagsmiðlum, þá skaltu vera viss um tilganginn. Ef söludrifin áhersla í markaðsmálum snýst um koma á framfæri við markhópinn þinni vöru eða þjónustu þá leggur efnismarkaðssetning með heiðarleika að leiðarljósi áherslu á að tengja saman það sem fyrirtæki hafa fram að færa við viðskiptavini á dýpri hátt en aðeins í gegnum vöru, verð og afsláttarprósentur. Fyrir þau fyrirtæki sem hafa einlægan áhuga á viðskiptavinum sínum, metnað til að ná árangri og gera sér grein fyrir því að án viðskiptavina sinna væru þau ekkert, þá kemur árangurinn fljótlega í ljós. Ekki síst ef mistök eiga sér stað, viðurkenndu þau, bættu fyrir það sem fór úrskeiðis og lærðu af því. Alvöru svör, alvöru aðgerðir og engin froða.Ekkert rugl, bara alvöru fólk Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, vertu heiðarleg/ur með það sem þú hefur fram að færa og einnig ef þú gerir mistök. Þorðu að taka á móti ábendingum og gagnrýni, segðu frá og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til þá getur þú byggt upp samband við viðskiptavininn og sú tilfinning og tengingin við vörumerkið hefur jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og kaupir þína vöru. Það sama gildir um samskipti við viðskiptavin, vertu alvöru, hafðu trú á því sem þú hefur fram að færa og komdu heiðarlega fram. Ef þú gerir það ekki, kemur það á endanum í ljós og þá er ekki víst að þú fáir annan séns. Þetta er verkefni, en það er til mikils að vinna. Ósk Heiða Sveinsdóttir, markaðsstjóri Trackwell
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun