NBA: Nýliði í svaka stuði þegar Utah Jazz tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2018 07:30 Donovan Mitchell. Vísir/AP Utah Jazz varð í nótt fjórða liðið úr Vesturdeildinni til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í ár en gríðarlega spenna er í baráttunni um fjögur síðustu sætin í lokaleikjum deildarkeppninnar. Philadelphia 76ers vann sinn fjórtánda leik í röð og verður því með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Nýliðinn Donovan Mitchell skoraði 28 stig fyrir Utah Jazz þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 112-97 sigri á Los Angeles Lakers. Þrátt fyrir að lítið sé eftir af deildarkeppninni þá er Utah liðið aðeins það fjórða úr Vesturdeildinni sem nær þessu takmarki. Fimm lið hafa unnið á bilinu 45 til 46 sigra í vetur og berjast því um síðustu fjögur sætin fram á lokadag en deildarkeppninni lýkur á miðvikudagskvöldið. Donovan Mitchell var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar en Joe Ingles bætti við 22 stigum og 10 stoðsendingum og Jae Crowder var með 18 stig. Josh Hart var með 25 stig fyrir Lakers liðið sem hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.J.J. Redick var stigahæstur með 18 stig þegar Philadelphia 76ers vann sinn fjórtánda leik í röð og jafnaði félagsmetið. Að þessu sinni vann liðið 109-97 sigur á Dallas Mavericks og tryggði sér með því heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ben Simmons bætti við 16 stigum, 9 stoðsendingum og 7 fráköstum og Robert Covington var með 15 stig og 10 fráköst. Sixers liðið hefur nú unnið 50 af 80 leikjum sínum en fyrir tveimur árum vann liðið aðeins 10 af 82 leikjum. Þetta er fyrsti 50 sigra tímabil félagsins frá því veturinn 2000-01 þegar Allen Iverson leiddi liðið alla leið inn í lokaúrslitin. Eina Sixers liðið sem hefur unnið fjórtán leiki í röð var liðið með Dr. J og Moses Malone tímabilið 1982-83 en það lið varð meistari. Klay Thompson skoraði 22 af 34 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum þeagr Golden State Warriors vann 117-100 útisigur á Phoenix Suns. Þetta var fimmtándi leikurinn í röð sem Golden State vinnur Phoenix. Kevin Durant var með 17 stig og 9 stoðsendingar.Taurean Prince var með 33 stig þegar Atlanta Hawks vann 112-106 sigur á Boston Celtics en tapið skipti ekki máli því Boston er búið að tryggja sér annað sætið í Austurdeildinni. Brad Stevens, þjálfari Boston, frysti þá Al Horford, Jayson Tatum, Jaylen Brown og Terry Rozier alla á bekknum í fjórða leikhlutanum en þetta var þriðja tap Celtics liðsins í síðustu fjórum leikjum. Jayson Tatum var stigahæstur með 19 stig en Rozier vantaði aðeins 1 stoðsendingu og 2 fráköst í þrennuna.C.J. Miles skoraði 22 stig og OG Anunoby var með 21 stig þegar besta liðið í Austurdeildinni, Toronto Raptors, vann sinn 58. leik á tímabilinu og bætti með því félagsmetið. Liðið var þegar búið að tryggja sér efsta sætið í Austurdeildinni og þeir DeMar DeRozan og Jonas Valanciunas fengu báðir frí í þessum 112-101 sigri á Orlando Magic.Domantas Sabonis skoraði 30 stig og bætti við 27 stigum þegar Indiana Pacers vann 123-117 sigur á Charlotte Hornets. Lance Stephenson var síðan með 10 fráköst, 10 stoðsendingar og 8 stig í sjöunda sigri Indiana í síðustu níu leikjum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Golden State Warriors 100-117 Los Angeles Lakers - Utah Jazz 97-112 Toronto Raptors - Orlando Magic 112-101 Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 130-117 Boston Celtics - Atlanta Hawks 106-112 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 117-123 Philadelphia 76ers - Dallas Mavericks 109-97 NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Sjá meira
Utah Jazz varð í nótt fjórða liðið úr Vesturdeildinni til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í ár en gríðarlega spenna er í baráttunni um fjögur síðustu sætin í lokaleikjum deildarkeppninnar. Philadelphia 76ers vann sinn fjórtánda leik í röð og verður því með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Nýliðinn Donovan Mitchell skoraði 28 stig fyrir Utah Jazz þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 112-97 sigri á Los Angeles Lakers. Þrátt fyrir að lítið sé eftir af deildarkeppninni þá er Utah liðið aðeins það fjórða úr Vesturdeildinni sem nær þessu takmarki. Fimm lið hafa unnið á bilinu 45 til 46 sigra í vetur og berjast því um síðustu fjögur sætin fram á lokadag en deildarkeppninni lýkur á miðvikudagskvöldið. Donovan Mitchell var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar en Joe Ingles bætti við 22 stigum og 10 stoðsendingum og Jae Crowder var með 18 stig. Josh Hart var með 25 stig fyrir Lakers liðið sem hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.J.J. Redick var stigahæstur með 18 stig þegar Philadelphia 76ers vann sinn fjórtánda leik í röð og jafnaði félagsmetið. Að þessu sinni vann liðið 109-97 sigur á Dallas Mavericks og tryggði sér með því heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ben Simmons bætti við 16 stigum, 9 stoðsendingum og 7 fráköstum og Robert Covington var með 15 stig og 10 fráköst. Sixers liðið hefur nú unnið 50 af 80 leikjum sínum en fyrir tveimur árum vann liðið aðeins 10 af 82 leikjum. Þetta er fyrsti 50 sigra tímabil félagsins frá því veturinn 2000-01 þegar Allen Iverson leiddi liðið alla leið inn í lokaúrslitin. Eina Sixers liðið sem hefur unnið fjórtán leiki í röð var liðið með Dr. J og Moses Malone tímabilið 1982-83 en það lið varð meistari. Klay Thompson skoraði 22 af 34 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum þeagr Golden State Warriors vann 117-100 útisigur á Phoenix Suns. Þetta var fimmtándi leikurinn í röð sem Golden State vinnur Phoenix. Kevin Durant var með 17 stig og 9 stoðsendingar.Taurean Prince var með 33 stig þegar Atlanta Hawks vann 112-106 sigur á Boston Celtics en tapið skipti ekki máli því Boston er búið að tryggja sér annað sætið í Austurdeildinni. Brad Stevens, þjálfari Boston, frysti þá Al Horford, Jayson Tatum, Jaylen Brown og Terry Rozier alla á bekknum í fjórða leikhlutanum en þetta var þriðja tap Celtics liðsins í síðustu fjórum leikjum. Jayson Tatum var stigahæstur með 19 stig en Rozier vantaði aðeins 1 stoðsendingu og 2 fráköst í þrennuna.C.J. Miles skoraði 22 stig og OG Anunoby var með 21 stig þegar besta liðið í Austurdeildinni, Toronto Raptors, vann sinn 58. leik á tímabilinu og bætti með því félagsmetið. Liðið var þegar búið að tryggja sér efsta sætið í Austurdeildinni og þeir DeMar DeRozan og Jonas Valanciunas fengu báðir frí í þessum 112-101 sigri á Orlando Magic.Domantas Sabonis skoraði 30 stig og bætti við 27 stigum þegar Indiana Pacers vann 123-117 sigur á Charlotte Hornets. Lance Stephenson var síðan með 10 fráköst, 10 stoðsendingar og 8 stig í sjöunda sigri Indiana í síðustu níu leikjum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Golden State Warriors 100-117 Los Angeles Lakers - Utah Jazz 97-112 Toronto Raptors - Orlando Magic 112-101 Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 130-117 Boston Celtics - Atlanta Hawks 106-112 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 117-123 Philadelphia 76ers - Dallas Mavericks 109-97
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Sjá meira