Telur ólíklegt að Icelandair og WOW verði rekin sem tvö félög til frambúðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2018 11:15 Flugfélögin tvö verða áfram rekin undir sömu vörumerkjum að því er fram kom í tilkynningu um kaupin. Vísir/Vilhelm Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og reynslubolti í fluggeiranum telur ólíklegt að Icelandair og WOW Air verði rekin sem tvö mismunandi vörumerki til frambúðar í kjölfar samruna félaganna. Sem kunnugt er var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air á mánudaginn í síðustu viku en í tilkynningu um kaupin kom meðal annars fram að gert væri ráð fyrir að félögin yrðu áfram rekin undir sömu vörumerkjum.Ýmsir hafa talið líklegt að Icelandair muni fylgja straumum og stefnum í flugheiminum með því að reka Wow áfram sem lággjaldaflugfélag sem geri það að verkum að Icelandair geti einblínt á að auka þjónustu og ná þannig til kúnna sem vilji greiða meira fyrir flug.Heimurinn telur Icelandair vera lággjaldaflugfélagJón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Jón Karl, sem var gestur á Sprengisandi ásamt Kristrúnu Frostadóttur, aðalhagfræðingu Kviku í morgun, er hins vegar efins um þetta. „Ímynd Icelandair út í þessum stóra heimi er lággjaldaflugfélag,“ segir Jón Karl sem á árum áður var forstjóri Icelandair Group. „Það eru bara Íslendingar sem halda að þetta sé lúxusfélag,“ skaut Kristrún þá inn um Icelandair. „Ég held ef ég á að vera alveg hreinskilinn, að það að halda úti tveimur vörumerkjum á markaði sem erfitt er að komast inn á til lengri tíma litið væri ekkert rosalega gáfulegt,“ sagði Jón Karl. Hann vildi þó ekki spá fyrir um hvenær félögin yrðu látin renna saman í eitt eða hvort sú þróun gæti verið hæg eða hröð. Það væri þó ýmsum vandkvæðum bundið að ætla sér að reka tvö flugfélög.„Til lengri tíma litið held ég að það verði ekki niðurstaðan að það verði rekin tvö mismunandi vörumerki. Ég held að það verði bara alltof dýrt að koma því á framfæri á þessum mörkuðum þar sem auglýsingapláss og vitneskja kostar bara meiri peninga,“ sagði Jón Karl.Aðallega í samkeppni við erlend flugfélög Jón Karl og Kristrún fóru um víðan völl í viðtalinu um stöðu Icelandair og WOW. Voru þau bæði tiltöluleg jákvæð í garð samrunans, ekki síst með tilliti til þess að staða WOW air virðist hafa verið orðin þröng undir það síðasta. Horfa þyrfti til þess að stór hluti starfsemi félaganna snerist um samkeppni við erlend flugfélög. „Stóra spurningin snýr kannski að því hvort við viljum vera með eitt sterkt innlent félag sem getur staðið upp í erlendri samkeppni sem fyrst og fremst þetta félag er og þessi bæði félög eru,“ sagði Kristrún. „Eða hvort viljum að þau séu bæði í erlendri samkeppni og innbyrðis samkeppni?“ Hlusta má á viðtalið við þau hér fyrir ofan og neðan en það er í tveimur hlutum. Fréttir af flugi Icelandair Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15 Vilja auka hlutafé um 960 milljónir til að fjármagna kaupin Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á WOW Air. 9. nóvember 2018 09:56 Rúmlega 20 milljarðar á ári í stækkun Keflavíkurflugvallar Isavia áætlar að fjárfesta fyrir um 90 milljarða króna í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2022. 8. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og reynslubolti í fluggeiranum telur ólíklegt að Icelandair og WOW Air verði rekin sem tvö mismunandi vörumerki til frambúðar í kjölfar samruna félaganna. Sem kunnugt er var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air á mánudaginn í síðustu viku en í tilkynningu um kaupin kom meðal annars fram að gert væri ráð fyrir að félögin yrðu áfram rekin undir sömu vörumerkjum.Ýmsir hafa talið líklegt að Icelandair muni fylgja straumum og stefnum í flugheiminum með því að reka Wow áfram sem lággjaldaflugfélag sem geri það að verkum að Icelandair geti einblínt á að auka þjónustu og ná þannig til kúnna sem vilji greiða meira fyrir flug.Heimurinn telur Icelandair vera lággjaldaflugfélagJón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Jón Karl, sem var gestur á Sprengisandi ásamt Kristrúnu Frostadóttur, aðalhagfræðingu Kviku í morgun, er hins vegar efins um þetta. „Ímynd Icelandair út í þessum stóra heimi er lággjaldaflugfélag,“ segir Jón Karl sem á árum áður var forstjóri Icelandair Group. „Það eru bara Íslendingar sem halda að þetta sé lúxusfélag,“ skaut Kristrún þá inn um Icelandair. „Ég held ef ég á að vera alveg hreinskilinn, að það að halda úti tveimur vörumerkjum á markaði sem erfitt er að komast inn á til lengri tíma litið væri ekkert rosalega gáfulegt,“ sagði Jón Karl. Hann vildi þó ekki spá fyrir um hvenær félögin yrðu látin renna saman í eitt eða hvort sú þróun gæti verið hæg eða hröð. Það væri þó ýmsum vandkvæðum bundið að ætla sér að reka tvö flugfélög.„Til lengri tíma litið held ég að það verði ekki niðurstaðan að það verði rekin tvö mismunandi vörumerki. Ég held að það verði bara alltof dýrt að koma því á framfæri á þessum mörkuðum þar sem auglýsingapláss og vitneskja kostar bara meiri peninga,“ sagði Jón Karl.Aðallega í samkeppni við erlend flugfélög Jón Karl og Kristrún fóru um víðan völl í viðtalinu um stöðu Icelandair og WOW. Voru þau bæði tiltöluleg jákvæð í garð samrunans, ekki síst með tilliti til þess að staða WOW air virðist hafa verið orðin þröng undir það síðasta. Horfa þyrfti til þess að stór hluti starfsemi félaganna snerist um samkeppni við erlend flugfélög. „Stóra spurningin snýr kannski að því hvort við viljum vera með eitt sterkt innlent félag sem getur staðið upp í erlendri samkeppni sem fyrst og fremst þetta félag er og þessi bæði félög eru,“ sagði Kristrún. „Eða hvort viljum að þau séu bæði í erlendri samkeppni og innbyrðis samkeppni?“ Hlusta má á viðtalið við þau hér fyrir ofan og neðan en það er í tveimur hlutum.
Fréttir af flugi Icelandair Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15 Vilja auka hlutafé um 960 milljónir til að fjármagna kaupin Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á WOW Air. 9. nóvember 2018 09:56 Rúmlega 20 milljarðar á ári í stækkun Keflavíkurflugvallar Isavia áætlar að fjárfesta fyrir um 90 milljarða króna í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2022. 8. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15
Vilja auka hlutafé um 960 milljónir til að fjármagna kaupin Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á WOW Air. 9. nóvember 2018 09:56
Rúmlega 20 milljarðar á ári í stækkun Keflavíkurflugvallar Isavia áætlar að fjárfesta fyrir um 90 milljarða króna í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2022. 8. nóvember 2018 13:50