Viðskipti innlent

Rúmlega 20 milljarðar á ári í stækkun Keflavíkurflugvallar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fjárfesta þarf mikið í stækkun Keflavíkurflugvallar á næstu árum
Fjárfesta þarf mikið í stækkun Keflavíkurflugvallar á næstu árum vísir/vilhelm

Isavia áætlar að fjárfesta fyrir um 90 milljarða króna í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2022. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannessonar, við fyrirspurn Píratans Smára McCarthy.

Í svari ráðherra er áætlaður kostnaður sundurliðaður eftir árum:

a. 2019 áætluð fjárfesting 21,5 milljarðar kr. 
b. 2020 áætluð fjárfesting 24,3 milljarðar kr. 
c. 2021 áætluð fjárfesting 24,9 milljarðar kr. 
d. 2022 áætluð fjárfesting 20,7 milljarðar kr.

Í svarinu er þó tekið fram að nauðsynlegt sé að hafa í huga að um sé að ræða áætlun og því verði að gera við hana fyrirvara. „Í fyrsta lagi um að ekki liggur fyrir endanleg staðfesting á að farið verði í þau verkefni sem áætluð hafa verið. Þá er vakin athygli á því að áætlaður kostnaður getur breyst við útboð,“ segir í svarinu.

Sjá einnig: Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð

Þá hafi Isavia ekki gengið frá neinum skuldbindingum vegna verklegra framkvæmda sem tengjast uppbyggingaráætluninni.

Yfirvofandi samruni Icelandair og WOW Air mun að öllum líkindum ekki hafa nein áhrif á stækkunaráform Isavia á Keflavíkurflugvelli. Aðstaðan þar er löngu sprungin að mati talsmanns félagsins.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.