Viðskipti innlent

Rúmlega 20 milljarðar á ári í stækkun Keflavíkurflugvallar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fjárfesta þarf mikið í stækkun Keflavíkurflugvallar á næstu árum
Fjárfesta þarf mikið í stækkun Keflavíkurflugvallar á næstu árum vísir/vilhelm
Isavia áætlar að fjárfesta fyrir um 90 milljarða króna í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2022. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannessonar, við fyrirspurn Píratans Smára McCarthy.

Í svari ráðherra er áætlaður kostnaður sundurliðaður eftir árum:

a. 2019 áætluð fjárfesting 21,5 milljarðar kr. 

b. 2020 áætluð fjárfesting 24,3 milljarðar kr. 

c. 2021 áætluð fjárfesting 24,9 milljarðar kr. 

d. 2022 áætluð fjárfesting 20,7 milljarðar kr.

Í svarinu er þó tekið fram að nauðsynlegt sé að hafa í huga að um sé að ræða áætlun og því verði að gera við hana fyrirvara. „Í fyrsta lagi um að ekki liggur fyrir endanleg staðfesting á að farið verði í þau verkefni sem áætluð hafa verið. Þá er vakin athygli á því að áætlaður kostnaður getur breyst við útboð,“ segir í svarinu.

Sjá einnig: Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð

Þá hafi Isavia ekki gengið frá neinum skuldbindingum vegna verklegra framkvæmda sem tengjast uppbyggingaráætluninni.

Yfirvofandi samruni Icelandair og WOW Air mun að öllum líkindum ekki hafa nein áhrif á stækkunaráform Isavia á Keflavíkurflugvelli. Aðstaðan þar er löngu sprungin að mati talsmanns félagsins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×