Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2018 17:55 Fyrsti McDonald's staðurinn sem var opnaður á Íslandi í Skeifunni. Vísir/Vilhelm Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. Upplýsingarnar eru ekki hafðar eftir neinum en er sett í samhengi við vöxt í ferðamennsku og að fjárfestar horfi hýru auga til klakans. McDonald's hafði á sínum tíma fjögur útibú á Íslandi en því síðasta var lokað árið 2009. Segja má að hamborgarastaðurinn Metró hafi að einhverju leyti fyllt í skarðið en borgararnir þykja líkir þeim sem McDonald's býður upp á um heim allan. Eini viðmælandinn í frétt New York Post er Sigurður Hannesson, stærðfræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður ræðir við blaðamann um ferðamannasprengjuna og fer yfir tölulegar staðreyndir um vöxtinn undanfarin ár.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist enga hugmynd hafa um hvort hamborgararisinn sé á leiðinni til landsins á ný.Sigurður segir í samtali við Vísi að upplýsingar um hamborgararisann komi ekki frá honum. Hann hafi rætt við blaðamann New York Post fyrir um tveimur vikum en hafði ekki séð fréttina sem birtist í dag.Viðskiptablaðið spurðist fyrir um það fyrir tveimur árum hvort til stæði að opna McDonald's á Íslandi. Í skriflegu svari fyrirtækisins kom fram að engin áform væru uppi þess efnis. „Hjá McDonald’s tökum við ýmsa þætti til greina þegar við íhugum að opna á nýju markaðssvæði eða í nýju landi. Í augnablikinu höfum við engin áform um að opna veitingastaði á Íslandi,“ segir í svari talsmanns McDonald’s. Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. Upplýsingarnar eru ekki hafðar eftir neinum en er sett í samhengi við vöxt í ferðamennsku og að fjárfestar horfi hýru auga til klakans. McDonald's hafði á sínum tíma fjögur útibú á Íslandi en því síðasta var lokað árið 2009. Segja má að hamborgarastaðurinn Metró hafi að einhverju leyti fyllt í skarðið en borgararnir þykja líkir þeim sem McDonald's býður upp á um heim allan. Eini viðmælandinn í frétt New York Post er Sigurður Hannesson, stærðfræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður ræðir við blaðamann um ferðamannasprengjuna og fer yfir tölulegar staðreyndir um vöxtinn undanfarin ár.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist enga hugmynd hafa um hvort hamborgararisinn sé á leiðinni til landsins á ný.Sigurður segir í samtali við Vísi að upplýsingar um hamborgararisann komi ekki frá honum. Hann hafi rætt við blaðamann New York Post fyrir um tveimur vikum en hafði ekki séð fréttina sem birtist í dag.Viðskiptablaðið spurðist fyrir um það fyrir tveimur árum hvort til stæði að opna McDonald's á Íslandi. Í skriflegu svari fyrirtækisins kom fram að engin áform væru uppi þess efnis. „Hjá McDonald’s tökum við ýmsa þætti til greina þegar við íhugum að opna á nýju markaðssvæði eða í nýju landi. Í augnablikinu höfum við engin áform um að opna veitingastaði á Íslandi,“ segir í svari talsmanns McDonald’s.
Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira