Aukin þjónusta - hið lakara fyrir konur? Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 23. desember 2018 17:06 Í vikunni birti Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), grein undir eigin nafni þar sem hann fullyrðir að óþyrmilega hafi verið vegið að heilbrigðisþjónustu kvenna hér á landi vegna þess að samþykkt var á Alþingi að ljósmæður og hjúkrunarfræðingar fái leyfi til að ávísa hormónatengdum getnaðarvarnarlyfjum. Á það við um þær ljósmæður og/eða hjúkrunarfræðinga sem hafa sótt og staðist fræðilegt og klínískt námskeið um lyfjaávísanir og starfa á heilsugæslu eða þar sem kvenlækninga- og/eða fæðingarþjónusta er veitt. Með aðgerðinni telur hann að verið sé að „gefa afslátt af þekkingu, gæðum og öryggi þegar kemur að lyfjaávísunum.“ Nú neyðist konur til að að „sætta sig við að sækja lakari heilbrigðisþjónustu en læknar geta og hafa veitt.“ Hann fullyrðir að með breytingunni sé verið að innleiða sænskt kerfi sem hefur skilað lakari árangri og muni leiða til þess að fóstureyðingum fjölgi hér á landi. Sú fullyrðing byggir á tíðni fóstureyðinga í þessum tveimur löndum en ekki eru fleiri gögn tekin með í reikninginn sem gætu skýrt þennan mun. Má til dæmis nefna lifnaðarhætti og viðhorf sænskra kvenna til kynlífs, fóstureyðingarlöggjöfina þar í landi, sem og gríðarmikla fjölgun innflytjenda og hælisleitanda síðustu ár, svo fátt eitt sé nefnt. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa lengi talað fyrir því að fá auknar heimildir til að ávísa ákveðnum lyfjum þar sem þessar fagstéttir veita gjarnan ráðgjöf og sinna meðferð sem tengist þessum lyfjaávísunum. Má þar til dæmis nefna getnaðarvarnarráðgjöf eftir barnsburð og ráðgjöf varðandi brjóstasýkingu á meðan brjóstagjöf stendur yfir. Í þessum tilvikum eru ljósmæður og hjúkrunarfræðingar í beinu og reglulegu sambandi við skjólstæðinga sína á meðan heimaþjónusta ljósmæðra og heimavitjanir hjúkrunarfræðinga frá heilsugæslu standa yfir. Í stað að konur þurfi að bíða eftir tíma hjá heimilislækni í 2-3 vikur eða fara á læknavaktina til þess að fá ávísun læknis fyrir getnaðarvörn eða sýklalyfi gætu þessir fagaðilar afgreitt þessi tvö mál með persónulegri þjónustu á heimili konunnar, strax, með heimild til lyfjaávísunar. Hvað felur breytingin í sér? Í dag geta einungis læknar ávísað hormónatengdum getnaðarvörnum hér á landi. Bætist ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, sem hafa hlotið sérstaka menntun og þjálfun í ávísun slíkra lyfja, í hóp þeirra mun aðgengi að getnaðarvörnum aukast, ekki minnka. Konur þurfa ekki að „sætta sig við“ að fá ávísun á getnaðarvörn hjá ljósmóður eða hjúkrunarfræðingi heldur geta kosið það ef þær vilja. Þjónusta heimilislækna og sérfræðinga í fæðinga- og kvensjúkdómum mun áfram standa þeim til boða og munu þær áfram geta kosið þá þjónustu ef þær vilja. Að lokum segir Reynir það áhyggjuefni og að reynslan sýni að þar sem öðrum starfsstéttum hefur verið falin heimild til læknisverka án viðhlítandi sambærilegrar menntunar og þjálfunar hefur kostnaður skattborgaranna og samfélagsins að jafnaði vaxið. Þetta er einfaldlega rangt en í drögum að skýrslu OECD kemur fram að góð reynsla er af ýmsum útfærslum á víkkuðu starfsviði hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra og hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á öryggi og gæði þjónustunnar. Í skýrslunni kemur ítrekað fram að þjónustan sem hjúkrunarfræðingar veittu væri ekki síðri en sambærileg þjónusta lækna og stundum þótti hún jafnvel betri sökum þess hversu skilvirk og hagkvæm hún var. Í pistli sínum tjáir formaður Læknafélags Íslands ekki einungis vantraust í garð ýmissa heilbrigðisstétta heldur fullyrðir að óþyrmilega hafi verið vegið að heilbrigðisþjónustu kvenna hér á landi. Ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum er afar annt um velferð skjólstæðinga sinna og starfa í nánu sambandi við heimilis-, kvensjúkdóma- og fæðingarlækna. Samstarfið er að alla jafna mjög gott þar sem allir leggjast á eitt við að veita sem besta þjónustu fyrir skjólstæðinginn. Með pistli sínum sendir Reynir þau skilaboð út í samfélagið að öðrum heilbrigðisstéttum en læknum sé ekki treystandi á þessu sviði. Sem formaður félags lækna og forsvarsmaður þeirra er rödd hans sterk og hefur mikið vægi. Mikill miður er þegar aðilar sem eru í forsvari fyrir sínar fagstéttir sýna ekki virðingu gagnvart öðrum fagstéttum sem þeir eiga í nánu samstarfi við. Ég vona því af öllu hjarta að pistillinn hans Reynis lýsi hans persónulegu skoðun en sé ekki yfirlýsing af hálfu allra lækna á Íslandi.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Í vikunni birti Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), grein undir eigin nafni þar sem hann fullyrðir að óþyrmilega hafi verið vegið að heilbrigðisþjónustu kvenna hér á landi vegna þess að samþykkt var á Alþingi að ljósmæður og hjúkrunarfræðingar fái leyfi til að ávísa hormónatengdum getnaðarvarnarlyfjum. Á það við um þær ljósmæður og/eða hjúkrunarfræðinga sem hafa sótt og staðist fræðilegt og klínískt námskeið um lyfjaávísanir og starfa á heilsugæslu eða þar sem kvenlækninga- og/eða fæðingarþjónusta er veitt. Með aðgerðinni telur hann að verið sé að „gefa afslátt af þekkingu, gæðum og öryggi þegar kemur að lyfjaávísunum.“ Nú neyðist konur til að að „sætta sig við að sækja lakari heilbrigðisþjónustu en læknar geta og hafa veitt.“ Hann fullyrðir að með breytingunni sé verið að innleiða sænskt kerfi sem hefur skilað lakari árangri og muni leiða til þess að fóstureyðingum fjölgi hér á landi. Sú fullyrðing byggir á tíðni fóstureyðinga í þessum tveimur löndum en ekki eru fleiri gögn tekin með í reikninginn sem gætu skýrt þennan mun. Má til dæmis nefna lifnaðarhætti og viðhorf sænskra kvenna til kynlífs, fóstureyðingarlöggjöfina þar í landi, sem og gríðarmikla fjölgun innflytjenda og hælisleitanda síðustu ár, svo fátt eitt sé nefnt. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa lengi talað fyrir því að fá auknar heimildir til að ávísa ákveðnum lyfjum þar sem þessar fagstéttir veita gjarnan ráðgjöf og sinna meðferð sem tengist þessum lyfjaávísunum. Má þar til dæmis nefna getnaðarvarnarráðgjöf eftir barnsburð og ráðgjöf varðandi brjóstasýkingu á meðan brjóstagjöf stendur yfir. Í þessum tilvikum eru ljósmæður og hjúkrunarfræðingar í beinu og reglulegu sambandi við skjólstæðinga sína á meðan heimaþjónusta ljósmæðra og heimavitjanir hjúkrunarfræðinga frá heilsugæslu standa yfir. Í stað að konur þurfi að bíða eftir tíma hjá heimilislækni í 2-3 vikur eða fara á læknavaktina til þess að fá ávísun læknis fyrir getnaðarvörn eða sýklalyfi gætu þessir fagaðilar afgreitt þessi tvö mál með persónulegri þjónustu á heimili konunnar, strax, með heimild til lyfjaávísunar. Hvað felur breytingin í sér? Í dag geta einungis læknar ávísað hormónatengdum getnaðarvörnum hér á landi. Bætist ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, sem hafa hlotið sérstaka menntun og þjálfun í ávísun slíkra lyfja, í hóp þeirra mun aðgengi að getnaðarvörnum aukast, ekki minnka. Konur þurfa ekki að „sætta sig við“ að fá ávísun á getnaðarvörn hjá ljósmóður eða hjúkrunarfræðingi heldur geta kosið það ef þær vilja. Þjónusta heimilislækna og sérfræðinga í fæðinga- og kvensjúkdómum mun áfram standa þeim til boða og munu þær áfram geta kosið þá þjónustu ef þær vilja. Að lokum segir Reynir það áhyggjuefni og að reynslan sýni að þar sem öðrum starfsstéttum hefur verið falin heimild til læknisverka án viðhlítandi sambærilegrar menntunar og þjálfunar hefur kostnaður skattborgaranna og samfélagsins að jafnaði vaxið. Þetta er einfaldlega rangt en í drögum að skýrslu OECD kemur fram að góð reynsla er af ýmsum útfærslum á víkkuðu starfsviði hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra og hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á öryggi og gæði þjónustunnar. Í skýrslunni kemur ítrekað fram að þjónustan sem hjúkrunarfræðingar veittu væri ekki síðri en sambærileg þjónusta lækna og stundum þótti hún jafnvel betri sökum þess hversu skilvirk og hagkvæm hún var. Í pistli sínum tjáir formaður Læknafélags Íslands ekki einungis vantraust í garð ýmissa heilbrigðisstétta heldur fullyrðir að óþyrmilega hafi verið vegið að heilbrigðisþjónustu kvenna hér á landi. Ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum er afar annt um velferð skjólstæðinga sinna og starfa í nánu sambandi við heimilis-, kvensjúkdóma- og fæðingarlækna. Samstarfið er að alla jafna mjög gott þar sem allir leggjast á eitt við að veita sem besta þjónustu fyrir skjólstæðinginn. Með pistli sínum sendir Reynir þau skilaboð út í samfélagið að öðrum heilbrigðisstéttum en læknum sé ekki treystandi á þessu sviði. Sem formaður félags lækna og forsvarsmaður þeirra er rödd hans sterk og hefur mikið vægi. Mikill miður er þegar aðilar sem eru í forsvari fyrir sínar fagstéttir sýna ekki virðingu gagnvart öðrum fagstéttum sem þeir eiga í nánu samstarfi við. Ég vona því af öllu hjarta að pistillinn hans Reynis lýsi hans persónulegu skoðun en sé ekki yfirlýsing af hálfu allra lækna á Íslandi.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun