Aukin þjónusta - hið lakara fyrir konur? Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 23. desember 2018 17:06 Í vikunni birti Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), grein undir eigin nafni þar sem hann fullyrðir að óþyrmilega hafi verið vegið að heilbrigðisþjónustu kvenna hér á landi vegna þess að samþykkt var á Alþingi að ljósmæður og hjúkrunarfræðingar fái leyfi til að ávísa hormónatengdum getnaðarvarnarlyfjum. Á það við um þær ljósmæður og/eða hjúkrunarfræðinga sem hafa sótt og staðist fræðilegt og klínískt námskeið um lyfjaávísanir og starfa á heilsugæslu eða þar sem kvenlækninga- og/eða fæðingarþjónusta er veitt. Með aðgerðinni telur hann að verið sé að „gefa afslátt af þekkingu, gæðum og öryggi þegar kemur að lyfjaávísunum.“ Nú neyðist konur til að að „sætta sig við að sækja lakari heilbrigðisþjónustu en læknar geta og hafa veitt.“ Hann fullyrðir að með breytingunni sé verið að innleiða sænskt kerfi sem hefur skilað lakari árangri og muni leiða til þess að fóstureyðingum fjölgi hér á landi. Sú fullyrðing byggir á tíðni fóstureyðinga í þessum tveimur löndum en ekki eru fleiri gögn tekin með í reikninginn sem gætu skýrt þennan mun. Má til dæmis nefna lifnaðarhætti og viðhorf sænskra kvenna til kynlífs, fóstureyðingarlöggjöfina þar í landi, sem og gríðarmikla fjölgun innflytjenda og hælisleitanda síðustu ár, svo fátt eitt sé nefnt. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa lengi talað fyrir því að fá auknar heimildir til að ávísa ákveðnum lyfjum þar sem þessar fagstéttir veita gjarnan ráðgjöf og sinna meðferð sem tengist þessum lyfjaávísunum. Má þar til dæmis nefna getnaðarvarnarráðgjöf eftir barnsburð og ráðgjöf varðandi brjóstasýkingu á meðan brjóstagjöf stendur yfir. Í þessum tilvikum eru ljósmæður og hjúkrunarfræðingar í beinu og reglulegu sambandi við skjólstæðinga sína á meðan heimaþjónusta ljósmæðra og heimavitjanir hjúkrunarfræðinga frá heilsugæslu standa yfir. Í stað að konur þurfi að bíða eftir tíma hjá heimilislækni í 2-3 vikur eða fara á læknavaktina til þess að fá ávísun læknis fyrir getnaðarvörn eða sýklalyfi gætu þessir fagaðilar afgreitt þessi tvö mál með persónulegri þjónustu á heimili konunnar, strax, með heimild til lyfjaávísunar. Hvað felur breytingin í sér? Í dag geta einungis læknar ávísað hormónatengdum getnaðarvörnum hér á landi. Bætist ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, sem hafa hlotið sérstaka menntun og þjálfun í ávísun slíkra lyfja, í hóp þeirra mun aðgengi að getnaðarvörnum aukast, ekki minnka. Konur þurfa ekki að „sætta sig við“ að fá ávísun á getnaðarvörn hjá ljósmóður eða hjúkrunarfræðingi heldur geta kosið það ef þær vilja. Þjónusta heimilislækna og sérfræðinga í fæðinga- og kvensjúkdómum mun áfram standa þeim til boða og munu þær áfram geta kosið þá þjónustu ef þær vilja. Að lokum segir Reynir það áhyggjuefni og að reynslan sýni að þar sem öðrum starfsstéttum hefur verið falin heimild til læknisverka án viðhlítandi sambærilegrar menntunar og þjálfunar hefur kostnaður skattborgaranna og samfélagsins að jafnaði vaxið. Þetta er einfaldlega rangt en í drögum að skýrslu OECD kemur fram að góð reynsla er af ýmsum útfærslum á víkkuðu starfsviði hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra og hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á öryggi og gæði þjónustunnar. Í skýrslunni kemur ítrekað fram að þjónustan sem hjúkrunarfræðingar veittu væri ekki síðri en sambærileg þjónusta lækna og stundum þótti hún jafnvel betri sökum þess hversu skilvirk og hagkvæm hún var. Í pistli sínum tjáir formaður Læknafélags Íslands ekki einungis vantraust í garð ýmissa heilbrigðisstétta heldur fullyrðir að óþyrmilega hafi verið vegið að heilbrigðisþjónustu kvenna hér á landi. Ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum er afar annt um velferð skjólstæðinga sinna og starfa í nánu sambandi við heimilis-, kvensjúkdóma- og fæðingarlækna. Samstarfið er að alla jafna mjög gott þar sem allir leggjast á eitt við að veita sem besta þjónustu fyrir skjólstæðinginn. Með pistli sínum sendir Reynir þau skilaboð út í samfélagið að öðrum heilbrigðisstéttum en læknum sé ekki treystandi á þessu sviði. Sem formaður félags lækna og forsvarsmaður þeirra er rödd hans sterk og hefur mikið vægi. Mikill miður er þegar aðilar sem eru í forsvari fyrir sínar fagstéttir sýna ekki virðingu gagnvart öðrum fagstéttum sem þeir eiga í nánu samstarfi við. Ég vona því af öllu hjarta að pistillinn hans Reynis lýsi hans persónulegu skoðun en sé ekki yfirlýsing af hálfu allra lækna á Íslandi.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni birti Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), grein undir eigin nafni þar sem hann fullyrðir að óþyrmilega hafi verið vegið að heilbrigðisþjónustu kvenna hér á landi vegna þess að samþykkt var á Alþingi að ljósmæður og hjúkrunarfræðingar fái leyfi til að ávísa hormónatengdum getnaðarvarnarlyfjum. Á það við um þær ljósmæður og/eða hjúkrunarfræðinga sem hafa sótt og staðist fræðilegt og klínískt námskeið um lyfjaávísanir og starfa á heilsugæslu eða þar sem kvenlækninga- og/eða fæðingarþjónusta er veitt. Með aðgerðinni telur hann að verið sé að „gefa afslátt af þekkingu, gæðum og öryggi þegar kemur að lyfjaávísunum.“ Nú neyðist konur til að að „sætta sig við að sækja lakari heilbrigðisþjónustu en læknar geta og hafa veitt.“ Hann fullyrðir að með breytingunni sé verið að innleiða sænskt kerfi sem hefur skilað lakari árangri og muni leiða til þess að fóstureyðingum fjölgi hér á landi. Sú fullyrðing byggir á tíðni fóstureyðinga í þessum tveimur löndum en ekki eru fleiri gögn tekin með í reikninginn sem gætu skýrt þennan mun. Má til dæmis nefna lifnaðarhætti og viðhorf sænskra kvenna til kynlífs, fóstureyðingarlöggjöfina þar í landi, sem og gríðarmikla fjölgun innflytjenda og hælisleitanda síðustu ár, svo fátt eitt sé nefnt. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa lengi talað fyrir því að fá auknar heimildir til að ávísa ákveðnum lyfjum þar sem þessar fagstéttir veita gjarnan ráðgjöf og sinna meðferð sem tengist þessum lyfjaávísunum. Má þar til dæmis nefna getnaðarvarnarráðgjöf eftir barnsburð og ráðgjöf varðandi brjóstasýkingu á meðan brjóstagjöf stendur yfir. Í þessum tilvikum eru ljósmæður og hjúkrunarfræðingar í beinu og reglulegu sambandi við skjólstæðinga sína á meðan heimaþjónusta ljósmæðra og heimavitjanir hjúkrunarfræðinga frá heilsugæslu standa yfir. Í stað að konur þurfi að bíða eftir tíma hjá heimilislækni í 2-3 vikur eða fara á læknavaktina til þess að fá ávísun læknis fyrir getnaðarvörn eða sýklalyfi gætu þessir fagaðilar afgreitt þessi tvö mál með persónulegri þjónustu á heimili konunnar, strax, með heimild til lyfjaávísunar. Hvað felur breytingin í sér? Í dag geta einungis læknar ávísað hormónatengdum getnaðarvörnum hér á landi. Bætist ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, sem hafa hlotið sérstaka menntun og þjálfun í ávísun slíkra lyfja, í hóp þeirra mun aðgengi að getnaðarvörnum aukast, ekki minnka. Konur þurfa ekki að „sætta sig við“ að fá ávísun á getnaðarvörn hjá ljósmóður eða hjúkrunarfræðingi heldur geta kosið það ef þær vilja. Þjónusta heimilislækna og sérfræðinga í fæðinga- og kvensjúkdómum mun áfram standa þeim til boða og munu þær áfram geta kosið þá þjónustu ef þær vilja. Að lokum segir Reynir það áhyggjuefni og að reynslan sýni að þar sem öðrum starfsstéttum hefur verið falin heimild til læknisverka án viðhlítandi sambærilegrar menntunar og þjálfunar hefur kostnaður skattborgaranna og samfélagsins að jafnaði vaxið. Þetta er einfaldlega rangt en í drögum að skýrslu OECD kemur fram að góð reynsla er af ýmsum útfærslum á víkkuðu starfsviði hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra og hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á öryggi og gæði þjónustunnar. Í skýrslunni kemur ítrekað fram að þjónustan sem hjúkrunarfræðingar veittu væri ekki síðri en sambærileg þjónusta lækna og stundum þótti hún jafnvel betri sökum þess hversu skilvirk og hagkvæm hún var. Í pistli sínum tjáir formaður Læknafélags Íslands ekki einungis vantraust í garð ýmissa heilbrigðisstétta heldur fullyrðir að óþyrmilega hafi verið vegið að heilbrigðisþjónustu kvenna hér á landi. Ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum er afar annt um velferð skjólstæðinga sinna og starfa í nánu sambandi við heimilis-, kvensjúkdóma- og fæðingarlækna. Samstarfið er að alla jafna mjög gott þar sem allir leggjast á eitt við að veita sem besta þjónustu fyrir skjólstæðinginn. Með pistli sínum sendir Reynir þau skilaboð út í samfélagið að öðrum heilbrigðisstéttum en læknum sé ekki treystandi á þessu sviði. Sem formaður félags lækna og forsvarsmaður þeirra er rödd hans sterk og hefur mikið vægi. Mikill miður er þegar aðilar sem eru í forsvari fyrir sínar fagstéttir sýna ekki virðingu gagnvart öðrum fagstéttum sem þeir eiga í nánu samstarfi við. Ég vona því af öllu hjarta að pistillinn hans Reynis lýsi hans persónulegu skoðun en sé ekki yfirlýsing af hálfu allra lækna á Íslandi.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun