Aukin þjónusta - hið lakara fyrir konur? Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 23. desember 2018 17:06 Í vikunni birti Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), grein undir eigin nafni þar sem hann fullyrðir að óþyrmilega hafi verið vegið að heilbrigðisþjónustu kvenna hér á landi vegna þess að samþykkt var á Alþingi að ljósmæður og hjúkrunarfræðingar fái leyfi til að ávísa hormónatengdum getnaðarvarnarlyfjum. Á það við um þær ljósmæður og/eða hjúkrunarfræðinga sem hafa sótt og staðist fræðilegt og klínískt námskeið um lyfjaávísanir og starfa á heilsugæslu eða þar sem kvenlækninga- og/eða fæðingarþjónusta er veitt. Með aðgerðinni telur hann að verið sé að „gefa afslátt af þekkingu, gæðum og öryggi þegar kemur að lyfjaávísunum.“ Nú neyðist konur til að að „sætta sig við að sækja lakari heilbrigðisþjónustu en læknar geta og hafa veitt.“ Hann fullyrðir að með breytingunni sé verið að innleiða sænskt kerfi sem hefur skilað lakari árangri og muni leiða til þess að fóstureyðingum fjölgi hér á landi. Sú fullyrðing byggir á tíðni fóstureyðinga í þessum tveimur löndum en ekki eru fleiri gögn tekin með í reikninginn sem gætu skýrt þennan mun. Má til dæmis nefna lifnaðarhætti og viðhorf sænskra kvenna til kynlífs, fóstureyðingarlöggjöfina þar í landi, sem og gríðarmikla fjölgun innflytjenda og hælisleitanda síðustu ár, svo fátt eitt sé nefnt. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa lengi talað fyrir því að fá auknar heimildir til að ávísa ákveðnum lyfjum þar sem þessar fagstéttir veita gjarnan ráðgjöf og sinna meðferð sem tengist þessum lyfjaávísunum. Má þar til dæmis nefna getnaðarvarnarráðgjöf eftir barnsburð og ráðgjöf varðandi brjóstasýkingu á meðan brjóstagjöf stendur yfir. Í þessum tilvikum eru ljósmæður og hjúkrunarfræðingar í beinu og reglulegu sambandi við skjólstæðinga sína á meðan heimaþjónusta ljósmæðra og heimavitjanir hjúkrunarfræðinga frá heilsugæslu standa yfir. Í stað að konur þurfi að bíða eftir tíma hjá heimilislækni í 2-3 vikur eða fara á læknavaktina til þess að fá ávísun læknis fyrir getnaðarvörn eða sýklalyfi gætu þessir fagaðilar afgreitt þessi tvö mál með persónulegri þjónustu á heimili konunnar, strax, með heimild til lyfjaávísunar. Hvað felur breytingin í sér? Í dag geta einungis læknar ávísað hormónatengdum getnaðarvörnum hér á landi. Bætist ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, sem hafa hlotið sérstaka menntun og þjálfun í ávísun slíkra lyfja, í hóp þeirra mun aðgengi að getnaðarvörnum aukast, ekki minnka. Konur þurfa ekki að „sætta sig við“ að fá ávísun á getnaðarvörn hjá ljósmóður eða hjúkrunarfræðingi heldur geta kosið það ef þær vilja. Þjónusta heimilislækna og sérfræðinga í fæðinga- og kvensjúkdómum mun áfram standa þeim til boða og munu þær áfram geta kosið þá þjónustu ef þær vilja. Að lokum segir Reynir það áhyggjuefni og að reynslan sýni að þar sem öðrum starfsstéttum hefur verið falin heimild til læknisverka án viðhlítandi sambærilegrar menntunar og þjálfunar hefur kostnaður skattborgaranna og samfélagsins að jafnaði vaxið. Þetta er einfaldlega rangt en í drögum að skýrslu OECD kemur fram að góð reynsla er af ýmsum útfærslum á víkkuðu starfsviði hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra og hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á öryggi og gæði þjónustunnar. Í skýrslunni kemur ítrekað fram að þjónustan sem hjúkrunarfræðingar veittu væri ekki síðri en sambærileg þjónusta lækna og stundum þótti hún jafnvel betri sökum þess hversu skilvirk og hagkvæm hún var. Í pistli sínum tjáir formaður Læknafélags Íslands ekki einungis vantraust í garð ýmissa heilbrigðisstétta heldur fullyrðir að óþyrmilega hafi verið vegið að heilbrigðisþjónustu kvenna hér á landi. Ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum er afar annt um velferð skjólstæðinga sinna og starfa í nánu sambandi við heimilis-, kvensjúkdóma- og fæðingarlækna. Samstarfið er að alla jafna mjög gott þar sem allir leggjast á eitt við að veita sem besta þjónustu fyrir skjólstæðinginn. Með pistli sínum sendir Reynir þau skilaboð út í samfélagið að öðrum heilbrigðisstéttum en læknum sé ekki treystandi á þessu sviði. Sem formaður félags lækna og forsvarsmaður þeirra er rödd hans sterk og hefur mikið vægi. Mikill miður er þegar aðilar sem eru í forsvari fyrir sínar fagstéttir sýna ekki virðingu gagnvart öðrum fagstéttum sem þeir eiga í nánu samstarfi við. Ég vona því af öllu hjarta að pistillinn hans Reynis lýsi hans persónulegu skoðun en sé ekki yfirlýsing af hálfu allra lækna á Íslandi.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Í vikunni birti Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), grein undir eigin nafni þar sem hann fullyrðir að óþyrmilega hafi verið vegið að heilbrigðisþjónustu kvenna hér á landi vegna þess að samþykkt var á Alþingi að ljósmæður og hjúkrunarfræðingar fái leyfi til að ávísa hormónatengdum getnaðarvarnarlyfjum. Á það við um þær ljósmæður og/eða hjúkrunarfræðinga sem hafa sótt og staðist fræðilegt og klínískt námskeið um lyfjaávísanir og starfa á heilsugæslu eða þar sem kvenlækninga- og/eða fæðingarþjónusta er veitt. Með aðgerðinni telur hann að verið sé að „gefa afslátt af þekkingu, gæðum og öryggi þegar kemur að lyfjaávísunum.“ Nú neyðist konur til að að „sætta sig við að sækja lakari heilbrigðisþjónustu en læknar geta og hafa veitt.“ Hann fullyrðir að með breytingunni sé verið að innleiða sænskt kerfi sem hefur skilað lakari árangri og muni leiða til þess að fóstureyðingum fjölgi hér á landi. Sú fullyrðing byggir á tíðni fóstureyðinga í þessum tveimur löndum en ekki eru fleiri gögn tekin með í reikninginn sem gætu skýrt þennan mun. Má til dæmis nefna lifnaðarhætti og viðhorf sænskra kvenna til kynlífs, fóstureyðingarlöggjöfina þar í landi, sem og gríðarmikla fjölgun innflytjenda og hælisleitanda síðustu ár, svo fátt eitt sé nefnt. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa lengi talað fyrir því að fá auknar heimildir til að ávísa ákveðnum lyfjum þar sem þessar fagstéttir veita gjarnan ráðgjöf og sinna meðferð sem tengist þessum lyfjaávísunum. Má þar til dæmis nefna getnaðarvarnarráðgjöf eftir barnsburð og ráðgjöf varðandi brjóstasýkingu á meðan brjóstagjöf stendur yfir. Í þessum tilvikum eru ljósmæður og hjúkrunarfræðingar í beinu og reglulegu sambandi við skjólstæðinga sína á meðan heimaþjónusta ljósmæðra og heimavitjanir hjúkrunarfræðinga frá heilsugæslu standa yfir. Í stað að konur þurfi að bíða eftir tíma hjá heimilislækni í 2-3 vikur eða fara á læknavaktina til þess að fá ávísun læknis fyrir getnaðarvörn eða sýklalyfi gætu þessir fagaðilar afgreitt þessi tvö mál með persónulegri þjónustu á heimili konunnar, strax, með heimild til lyfjaávísunar. Hvað felur breytingin í sér? Í dag geta einungis læknar ávísað hormónatengdum getnaðarvörnum hér á landi. Bætist ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, sem hafa hlotið sérstaka menntun og þjálfun í ávísun slíkra lyfja, í hóp þeirra mun aðgengi að getnaðarvörnum aukast, ekki minnka. Konur þurfa ekki að „sætta sig við“ að fá ávísun á getnaðarvörn hjá ljósmóður eða hjúkrunarfræðingi heldur geta kosið það ef þær vilja. Þjónusta heimilislækna og sérfræðinga í fæðinga- og kvensjúkdómum mun áfram standa þeim til boða og munu þær áfram geta kosið þá þjónustu ef þær vilja. Að lokum segir Reynir það áhyggjuefni og að reynslan sýni að þar sem öðrum starfsstéttum hefur verið falin heimild til læknisverka án viðhlítandi sambærilegrar menntunar og þjálfunar hefur kostnaður skattborgaranna og samfélagsins að jafnaði vaxið. Þetta er einfaldlega rangt en í drögum að skýrslu OECD kemur fram að góð reynsla er af ýmsum útfærslum á víkkuðu starfsviði hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra og hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á öryggi og gæði þjónustunnar. Í skýrslunni kemur ítrekað fram að þjónustan sem hjúkrunarfræðingar veittu væri ekki síðri en sambærileg þjónusta lækna og stundum þótti hún jafnvel betri sökum þess hversu skilvirk og hagkvæm hún var. Í pistli sínum tjáir formaður Læknafélags Íslands ekki einungis vantraust í garð ýmissa heilbrigðisstétta heldur fullyrðir að óþyrmilega hafi verið vegið að heilbrigðisþjónustu kvenna hér á landi. Ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum er afar annt um velferð skjólstæðinga sinna og starfa í nánu sambandi við heimilis-, kvensjúkdóma- og fæðingarlækna. Samstarfið er að alla jafna mjög gott þar sem allir leggjast á eitt við að veita sem besta þjónustu fyrir skjólstæðinginn. Með pistli sínum sendir Reynir þau skilaboð út í samfélagið að öðrum heilbrigðisstéttum en læknum sé ekki treystandi á þessu sviði. Sem formaður félags lækna og forsvarsmaður þeirra er rödd hans sterk og hefur mikið vægi. Mikill miður er þegar aðilar sem eru í forsvari fyrir sínar fagstéttir sýna ekki virðingu gagnvart öðrum fagstéttum sem þeir eiga í nánu samstarfi við. Ég vona því af öllu hjarta að pistillinn hans Reynis lýsi hans persónulegu skoðun en sé ekki yfirlýsing af hálfu allra lækna á Íslandi.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar