Formúla 1

Fimm ár frá hræðilegu skíðaslysi Michael Schumacher

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Schumacher er sigursælasti formúlukappi sögunnar
Schumacher er sigursælasti formúlukappi sögunnar vísir/getty

Í dag eru fimm ár frá skíðaslysinu hræðilega sem formúlukappinn Michael Schumacher lenti í og slasaðist alvarlega.

Schumacher slasaðist alvarlega á höfði og lengi var óttast um líf hans. Fjölskylda Schumacher hefur lítið gefið út hvernig líðan ökuþórsins er, en hann er í stöðugri endurhæfingu á heimili sínu í Sviss.

Schumacher er af mörgum talinn einhver besti formúlukappi sögunnar, ef ekki besti ökuþór sögunnar.

Þjóðverjinn er eini maðurinn í sögunni til þess að vinna sjö heimsmeistaratitla í Formúlu 1 en fimm af þeim titlum vann hann í röð.

Þá er Schumacher einnig á toppnum yfir flesta formúlusigra, eða 91, flesta hröðustu hringi, eða 77 og flesta sigra á einu tímabili, eða 13.

Á heimasíðu Formúlu 1 er Schumacher sagður vera tölfræðilega besti ökumaður í sögu íþróttarinnar.

Schumacher verður fimmtugur núna 3. janúar, en hann ók lengst af með Ferrari á ferli sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.