Bakkusbræður Lára G. Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2018 07:30 Myndir þú skilja barnið þitt eftir hjá dagmömmu sem angar af áfengi? Stíga upp í flugvél í umsjá flugmanns sem er orðinn léttur? ...eða leggjast undir hnífinn hjá ölvuðum skurðlækni? Hvað með að treysta blekuðum þingmanni til að stjórna landinu? Bakkus hefur lengi loðað við Alþingi en í gegnum tíðina hefur merkilega lítið verið agnúast út í það. Bakkus er jú vinsæll því hann fyllir okkur af sæluvímu enda var hann lengi vel best þekktur sem vínguð Rómverja. Bakkus karlinn er nefnilega klókur. Þegar hann sendir okkur inn í sæluheim vellíðunar er hann rétt að undirbúa vinnu sína. Það eru ekki margir jafnskæðir og hann, að eiga þátt í að valda yfir 200 kvillum sem hrjá okkur mennina. Og hann hlífir ekki heilanum. Rannsóknir sýna að heili alkóhólista skreppur saman sem hefur meðal annars í för með sér að þeir eiga erfitt með að tileinka sér nýja þekkingu og þjást af minnistruflunum. Framheilinn er aðalskotmarkið – blóðflæði þar mælist allt að 65% minna – en það er sá hluti heilans sem bremsar okkur af í að gera einhverja vitleysu sem við myndum sjá eftir, leysir flókin vandamál, skipuleggur framtíðina og tekur vitrænar ákvarðanir. Sem betur fer geta þessar breytingar gengið til baka hjá stórum hluta þeirra sem segja skilið við Bakkus. Það er fyrir neðan virðingu Alþingis, og í raun hvaða vinnustaðar sem er, að starfsmenn þess lítilsvirði samstarfsmenn sína með niðrandi baktali og kynferðislegum athugasemdum. Það er ekki hægt að skella skuldinni á boðsgestinn Bakkus. Áfengisneysla á alls ekki að líðast á vinnutíma. Hvorki hjá mér eða þér – né þingmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Myndir þú skilja barnið þitt eftir hjá dagmömmu sem angar af áfengi? Stíga upp í flugvél í umsjá flugmanns sem er orðinn léttur? ...eða leggjast undir hnífinn hjá ölvuðum skurðlækni? Hvað með að treysta blekuðum þingmanni til að stjórna landinu? Bakkus hefur lengi loðað við Alþingi en í gegnum tíðina hefur merkilega lítið verið agnúast út í það. Bakkus er jú vinsæll því hann fyllir okkur af sæluvímu enda var hann lengi vel best þekktur sem vínguð Rómverja. Bakkus karlinn er nefnilega klókur. Þegar hann sendir okkur inn í sæluheim vellíðunar er hann rétt að undirbúa vinnu sína. Það eru ekki margir jafnskæðir og hann, að eiga þátt í að valda yfir 200 kvillum sem hrjá okkur mennina. Og hann hlífir ekki heilanum. Rannsóknir sýna að heili alkóhólista skreppur saman sem hefur meðal annars í för með sér að þeir eiga erfitt með að tileinka sér nýja þekkingu og þjást af minnistruflunum. Framheilinn er aðalskotmarkið – blóðflæði þar mælist allt að 65% minna – en það er sá hluti heilans sem bremsar okkur af í að gera einhverja vitleysu sem við myndum sjá eftir, leysir flókin vandamál, skipuleggur framtíðina og tekur vitrænar ákvarðanir. Sem betur fer geta þessar breytingar gengið til baka hjá stórum hluta þeirra sem segja skilið við Bakkus. Það er fyrir neðan virðingu Alþingis, og í raun hvaða vinnustaðar sem er, að starfsmenn þess lítilsvirði samstarfsmenn sína með niðrandi baktali og kynferðislegum athugasemdum. Það er ekki hægt að skella skuldinni á boðsgestinn Bakkus. Áfengisneysla á alls ekki að líðast á vinnutíma. Hvorki hjá mér eða þér – né þingmönnum.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun