Björgvin Skúli hættur sem framkvæmdastjóri Korta Hörður Ægisson skrifar 5. desember 2018 08:00 Björgvin Skúli Sigurðsson Björgvin Skúli Sigurðsson, sem var ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar í janúar á þessu ári, hefur látið af störfum hjá færsluhirðingarfyrirtækinu. Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Kortaþjónustunnar, staðfestir í samtali við Markaðinn að samkomulag hafi náðst um starfslok Björgvins Skúla. Aðspurð um ástæðuna segir Hildur að Björgvin Skúli hafi verið fenginn til að leiða fyrirtækið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í kjölfar þess áfalls sem Kortaþjónustan varð fyrir við gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch haustið 2017. Þeirri vinnu sé nú lokið. Leit að nýjum framkvæmdastjóra stendur yfir en Sigurhjörtur Sigfússon, fjármálastjóri Kortaþjónustunnar, gegnir tímabundið starfi framkvæmdastjóra. Áður en Björgvin Skúli tók til starfa hjá Kortaþjónustunni í ársbyrjun hafði hann verið framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar á árunum 2013 til 2017. Þá vann hann um nokkurra ára skeið hjá slitastjórn bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Kortafyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Rekstrartekjur Kortaþjónustunnar námu ríflega 4,5 milljörðum á síðasta ári og nær tvöfölduðust frá fyrra ári þegar þær voru tæpir 2,3 milljarðar. Tap félagsins nam hins vegar um 1,6 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Tengdar fréttir Kortaþjónustan gaf út 250 milljóna skuldabréf til hluthafa Bréfin, sem bera sjö prósenta fasta vexti, eru til sjö ára. 21. nóvember 2018 06:30 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Óskabein næststærsti hluthafi Korta með tíu prósenta hlut Fjárfestingafélagið Óskabein skráði sig fyrir 10 prósenta hlut þegar fjárfestar lögðu Kortaþjónustunni til nærri 1.500 milljónir króna í nýtt hlutafé. Bakkavararbræður eiga fimm prósent og Sigurður Bollason er með sex prósenta hlut. 10. janúar 2018 07:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Björgvin Skúli Sigurðsson, sem var ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar í janúar á þessu ári, hefur látið af störfum hjá færsluhirðingarfyrirtækinu. Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Kortaþjónustunnar, staðfestir í samtali við Markaðinn að samkomulag hafi náðst um starfslok Björgvins Skúla. Aðspurð um ástæðuna segir Hildur að Björgvin Skúli hafi verið fenginn til að leiða fyrirtækið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í kjölfar þess áfalls sem Kortaþjónustan varð fyrir við gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch haustið 2017. Þeirri vinnu sé nú lokið. Leit að nýjum framkvæmdastjóra stendur yfir en Sigurhjörtur Sigfússon, fjármálastjóri Kortaþjónustunnar, gegnir tímabundið starfi framkvæmdastjóra. Áður en Björgvin Skúli tók til starfa hjá Kortaþjónustunni í ársbyrjun hafði hann verið framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar á árunum 2013 til 2017. Þá vann hann um nokkurra ára skeið hjá slitastjórn bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Kortafyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Rekstrartekjur Kortaþjónustunnar námu ríflega 4,5 milljörðum á síðasta ári og nær tvöfölduðust frá fyrra ári þegar þær voru tæpir 2,3 milljarðar. Tap félagsins nam hins vegar um 1,6 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Tengdar fréttir Kortaþjónustan gaf út 250 milljóna skuldabréf til hluthafa Bréfin, sem bera sjö prósenta fasta vexti, eru til sjö ára. 21. nóvember 2018 06:30 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Óskabein næststærsti hluthafi Korta með tíu prósenta hlut Fjárfestingafélagið Óskabein skráði sig fyrir 10 prósenta hlut þegar fjárfestar lögðu Kortaþjónustunni til nærri 1.500 milljónir króna í nýtt hlutafé. Bakkavararbræður eiga fimm prósent og Sigurður Bollason er með sex prósenta hlut. 10. janúar 2018 07:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Kortaþjónustan gaf út 250 milljóna skuldabréf til hluthafa Bréfin, sem bera sjö prósenta fasta vexti, eru til sjö ára. 21. nóvember 2018 06:30
Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19
Óskabein næststærsti hluthafi Korta með tíu prósenta hlut Fjárfestingafélagið Óskabein skráði sig fyrir 10 prósenta hlut þegar fjárfestar lögðu Kortaþjónustunni til nærri 1.500 milljónir króna í nýtt hlutafé. Bakkavararbræður eiga fimm prósent og Sigurður Bollason er með sex prósenta hlut. 10. janúar 2018 07:30