Skaðleg karlmennskurými afhjúpuð Stefán Elí Gunnarsson og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 11:22 Nú staldrar landinn við vegna ummæla sex þingmanna um konur og jaðarsetta þjóðfélagshópa. Kannski er tilefni til að hugsa örlítið um raunveruleg upptök þeirrar hugsunar sem býr að baki orðæðu þeirra. Fyrirbærið sem átti sér stað milli umræddra þingmanna er svolítið sem við höfum lengi átt í tilfinningalegri togstreitu við, og kannski ekki átt auðvelt með að koma í orð. Við viljum skilgreina þetta sem öruggt, skaðlegt karlmennskurými, einskonar safe-zone. Að vera meðal karlmanna sem telja sig komna á öruggan stað til að tjá með orðum hugsun sína um konur og jaðarsetta hópa, innan um aðra karlmenn. Þetta er einskonar bóla sem myndast. Mann grunar ekki að það sem fer fram í þessum rýmum geti jafnvel beinst gegn þeim konum sem þessum karlmönnum þykir vænt um, mæðrum, dætrum og systrum, enda byggja hin ljótu ummæli og orðræða á djúpstæðum og kerfislægum vanda sem er eldri en við öll. Svo gerist það sem hin öruggu rými karlmennskunnar þola svo illa; það kemst upp um þau. Fólk verður hissa, því bregður. Sumir verða sárir, aðrir vilja ekki trúa því sem á sér stað. Svo eru auðvitað ýmsir sem láta sig þetta ekki varða. Raunin er samt sú að svona rými eru til, svona lagað á sér vissulega stað og það varðar okkur öll. Skaðlegt karlmennskurými Gunnars Braga, Sigmundar Davíðs, Önnu Kolbrúnar, Bergþórs, Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta, er hátterni sem þau hafa líklega oft orðið uppvís að áður, slíkt hefur bara ekki verið fest á upptöku fyrr en nú. Þau eru svo ónæm fyrir eðli eigin orðræðu að þeim dettur ekki í hug að reyna að fela hana, þeim finnst þau örugg undir hinum falska verndarhjúpi rýmisins sem þau hafa skapað. Hlýjan varð skyndilega að nístingskulda. Óformlegur fundur téðra þingmanna lýsir ekki aðeins hugsun þeirra, heldur einnig þeim samfélagslega vanda sem við stöndum frammi fyrir. Hann raungerist í orðræðu öryggisrýma hinnar skaðlegu karlmennsku, á fleiri stöðum en við kærum okkur um að vita af. Kerfislæg mismunun viðhelst með hátterninu fyrir vikið. Hversu líklegt er að fólk, sem níðir annað fólk á grundvelli kyns, fötlunar eða kynhneigðar, sé velviljað í garð jaðarsettra hópa þegar á reynir? Veltum því fyrir okkur í ljósi þess að umræddir þingmenn eru rétt tæplega 10% kjörinna fulltrúa á þingi. Hin öruggu rými skaðlegrar karlmennsku segja okkur sannarlega hvar við stöndum. Við áttum okkur á vandanum sem við er að etja af fullri alvöru þegar rýmið afhjúpast. Afhjúpunin er sársaukafull fyrir alla aðila, en á sama tíma er hún forsenda breytinga sem við viljum að minnsta kosti mörg hver að verði að veruleika. Lærdómurinn sem draga má af þingmannafundinum á barnum Klaustri er okkar allra. Hvernig afstöðu ætlum við sjálf að taka til kvenna og jaðarsettra minnihlutahópa? Ætlum við að standa upp og segja eitthvað þegar skaðlegt karlmennskurými skapast? Viljum við þingmenn sem sýna kvenfyrirlitningu á opinberum vettvangi, en sjá ekki ástæðu til að íhuga afsögn? Viljum við þingheim þar sem fordómar fyrir fötluðu fólki viðgangast? Viljum við þingmenn sem hæðast að samfélagi hinsegin fólks? Því að slíkt eðli hefur sannarlega og rækilega komið í ljós meðal ofangreindra fulltrúa, sama hversu einlæg afsökunarbeiðni fylgir í kjölfarið. Við þurfum að spyrja okkur þessara spurninga, enda virðist eina raunhæfa leiðin til að losna við steingervinga af þingi að kjósa sig undan þeim. Ólíklegt verður að teljast að til afsagnar íslensks þingmanns komi, óháð eðli þess usla sem hann varð valdur að. Skaðleg karlmennskurými eiga upptök sín í rótgrónu kynjakerfi. Við getum sjálf komið í veg fyrir áhrifamátt þeirra, einfaldlega með því að neita því að taka þátt í þeim - fyrirlíta þau og vera meðvituð um þau. Sýnum að svona hegðun fái ekki að viðgangast í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nú staldrar landinn við vegna ummæla sex þingmanna um konur og jaðarsetta þjóðfélagshópa. Kannski er tilefni til að hugsa örlítið um raunveruleg upptök þeirrar hugsunar sem býr að baki orðæðu þeirra. Fyrirbærið sem átti sér stað milli umræddra þingmanna er svolítið sem við höfum lengi átt í tilfinningalegri togstreitu við, og kannski ekki átt auðvelt með að koma í orð. Við viljum skilgreina þetta sem öruggt, skaðlegt karlmennskurými, einskonar safe-zone. Að vera meðal karlmanna sem telja sig komna á öruggan stað til að tjá með orðum hugsun sína um konur og jaðarsetta hópa, innan um aðra karlmenn. Þetta er einskonar bóla sem myndast. Mann grunar ekki að það sem fer fram í þessum rýmum geti jafnvel beinst gegn þeim konum sem þessum karlmönnum þykir vænt um, mæðrum, dætrum og systrum, enda byggja hin ljótu ummæli og orðræða á djúpstæðum og kerfislægum vanda sem er eldri en við öll. Svo gerist það sem hin öruggu rými karlmennskunnar þola svo illa; það kemst upp um þau. Fólk verður hissa, því bregður. Sumir verða sárir, aðrir vilja ekki trúa því sem á sér stað. Svo eru auðvitað ýmsir sem láta sig þetta ekki varða. Raunin er samt sú að svona rými eru til, svona lagað á sér vissulega stað og það varðar okkur öll. Skaðlegt karlmennskurými Gunnars Braga, Sigmundar Davíðs, Önnu Kolbrúnar, Bergþórs, Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta, er hátterni sem þau hafa líklega oft orðið uppvís að áður, slíkt hefur bara ekki verið fest á upptöku fyrr en nú. Þau eru svo ónæm fyrir eðli eigin orðræðu að þeim dettur ekki í hug að reyna að fela hana, þeim finnst þau örugg undir hinum falska verndarhjúpi rýmisins sem þau hafa skapað. Hlýjan varð skyndilega að nístingskulda. Óformlegur fundur téðra þingmanna lýsir ekki aðeins hugsun þeirra, heldur einnig þeim samfélagslega vanda sem við stöndum frammi fyrir. Hann raungerist í orðræðu öryggisrýma hinnar skaðlegu karlmennsku, á fleiri stöðum en við kærum okkur um að vita af. Kerfislæg mismunun viðhelst með hátterninu fyrir vikið. Hversu líklegt er að fólk, sem níðir annað fólk á grundvelli kyns, fötlunar eða kynhneigðar, sé velviljað í garð jaðarsettra hópa þegar á reynir? Veltum því fyrir okkur í ljósi þess að umræddir þingmenn eru rétt tæplega 10% kjörinna fulltrúa á þingi. Hin öruggu rými skaðlegrar karlmennsku segja okkur sannarlega hvar við stöndum. Við áttum okkur á vandanum sem við er að etja af fullri alvöru þegar rýmið afhjúpast. Afhjúpunin er sársaukafull fyrir alla aðila, en á sama tíma er hún forsenda breytinga sem við viljum að minnsta kosti mörg hver að verði að veruleika. Lærdómurinn sem draga má af þingmannafundinum á barnum Klaustri er okkar allra. Hvernig afstöðu ætlum við sjálf að taka til kvenna og jaðarsettra minnihlutahópa? Ætlum við að standa upp og segja eitthvað þegar skaðlegt karlmennskurými skapast? Viljum við þingmenn sem sýna kvenfyrirlitningu á opinberum vettvangi, en sjá ekki ástæðu til að íhuga afsögn? Viljum við þingheim þar sem fordómar fyrir fötluðu fólki viðgangast? Viljum við þingmenn sem hæðast að samfélagi hinsegin fólks? Því að slíkt eðli hefur sannarlega og rækilega komið í ljós meðal ofangreindra fulltrúa, sama hversu einlæg afsökunarbeiðni fylgir í kjölfarið. Við þurfum að spyrja okkur þessara spurninga, enda virðist eina raunhæfa leiðin til að losna við steingervinga af þingi að kjósa sig undan þeim. Ólíklegt verður að teljast að til afsagnar íslensks þingmanns komi, óháð eðli þess usla sem hann varð valdur að. Skaðleg karlmennskurými eiga upptök sín í rótgrónu kynjakerfi. Við getum sjálf komið í veg fyrir áhrifamátt þeirra, einfaldlega með því að neita því að taka þátt í þeim - fyrirlíta þau og vera meðvituð um þau. Sýnum að svona hegðun fái ekki að viðgangast í dag.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar