Origo hækkar eftir söluna á Tempo Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 10:29 Finnur Oddsson, forstjóri Origo. Origo Hlutabréfaverð upplýsingatæknifyrirtækisins Origo hf. hefur hækkað um næstum 5 prósent það sem af er morgni í rúmlega 120 milljón króna viðskiptum. Hækkunina má líklega rekja til fregna þess efnis að fyrirtækið hafi selt um 55% hlut í dótturfélagi sínu Tempo ehf. til bandaríska fjárfestingafélagsins Diversis Capital.Í tilkynningu sem send var út vegna sölunnar í gær kom fram að áætlaður söluhagnaður Origo af viðskiptunum er um þrír milljarðar króna. Auk þess segir þar að áætlað sé að tveir milljarðar króna færist til tekna, sem gangvirðisbreyting á 45% eignarhlut Origo í Tempo, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Heildaráhrif viðskiptanna á afkomu Origo í rekstrarreikningi í fjórða ársfjórðungi eiga því að vera jákvæð um fimm milljarða króna. Haft var eftir Finni Oddsynni, forstjóra Origo, að kaup Diversis á Origo verði að teljast góðar fréttir fyrir alla hlutaðeigandi. Þá hafi rekstur Tempo gengið vel undanfarin ár. Árstekjur félagsins nema ríflega 20 milljónum bandaríkjadala og viðskiptavinir eru ríflega 12.000 í yfir 120 löndum, þjónað af 100 starfsmönnum í Reykjavík og Montreal. „Með stuðningi Diversis og Origo gerum við ráð fyrir að nú fari í hönd nýr kafli þróunar og tekjuvaxtar hjá Tempo og að virði félagsins geti aukist verulega á næstu misserum. Við höfum því lagt sérstaka áherslu á að Origo haldi áfram verulegum eignarhlut í félaginu og teljum það reyndar eitt af mikilvægari hagsmunamálum hluthafa Origo,” er haft eftir Finni í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að heildarvirði Tempo í samningum er 62,5 milljónir dala. Diversis greiði Origo 34,5 milljónir dala en félögin muni sameiginlega leggja Tempo til handbært fé, 2 milljónir dala, sem greiðist í hlutfalli við eignarhlut. Jafnframt eiga báðir eigendur að hafa lýst yfir vilja til að styðja við innri og ytri vöxt félagsins á næstu árum, eftir því sem tækifæri gefast. Tækni Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Hlutabréfaverð upplýsingatæknifyrirtækisins Origo hf. hefur hækkað um næstum 5 prósent það sem af er morgni í rúmlega 120 milljón króna viðskiptum. Hækkunina má líklega rekja til fregna þess efnis að fyrirtækið hafi selt um 55% hlut í dótturfélagi sínu Tempo ehf. til bandaríska fjárfestingafélagsins Diversis Capital.Í tilkynningu sem send var út vegna sölunnar í gær kom fram að áætlaður söluhagnaður Origo af viðskiptunum er um þrír milljarðar króna. Auk þess segir þar að áætlað sé að tveir milljarðar króna færist til tekna, sem gangvirðisbreyting á 45% eignarhlut Origo í Tempo, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Heildaráhrif viðskiptanna á afkomu Origo í rekstrarreikningi í fjórða ársfjórðungi eiga því að vera jákvæð um fimm milljarða króna. Haft var eftir Finni Oddsynni, forstjóra Origo, að kaup Diversis á Origo verði að teljast góðar fréttir fyrir alla hlutaðeigandi. Þá hafi rekstur Tempo gengið vel undanfarin ár. Árstekjur félagsins nema ríflega 20 milljónum bandaríkjadala og viðskiptavinir eru ríflega 12.000 í yfir 120 löndum, þjónað af 100 starfsmönnum í Reykjavík og Montreal. „Með stuðningi Diversis og Origo gerum við ráð fyrir að nú fari í hönd nýr kafli þróunar og tekjuvaxtar hjá Tempo og að virði félagsins geti aukist verulega á næstu misserum. Við höfum því lagt sérstaka áherslu á að Origo haldi áfram verulegum eignarhlut í félaginu og teljum það reyndar eitt af mikilvægari hagsmunamálum hluthafa Origo,” er haft eftir Finni í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að heildarvirði Tempo í samningum er 62,5 milljónir dala. Diversis greiði Origo 34,5 milljónir dala en félögin muni sameiginlega leggja Tempo til handbært fé, 2 milljónir dala, sem greiðist í hlutfalli við eignarhlut. Jafnframt eiga báðir eigendur að hafa lýst yfir vilja til að styðja við innri og ytri vöxt félagsins á næstu árum, eftir því sem tækifæri gefast.
Tækni Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent