Viðskipti innlent

Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Black Friday eða Svartur föstudagur er stærsti verslunardagur Bandaríkjanna, en hann markar jafnframt upphaf jólavertíðarinnar vestanhafs.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru kaupóðir bandaríkjamenn mættir fyrir utan verslanir áður en þær opnuðu í morgun í von um að ná bestu tilboðunum. Síðustu ár hafa verslanir á Íslandi tekið þátt í deginum og boðið afslátt af ýmsum vörum.

Á hverju ári virðast fleiri verslanir taka þátt og mynduðust raðir við sumar þeirra fyrir opnun í morgun, þó öfgarnar séu langt í frá eins miklar og í Bandaríkjunum.

Ótækt að verslanir leiki slíkan leik

Neyt­enda­sam­tök­un­um hafa borist ábend­ing­ar um að versl­an­ir hækki verð á vör­um til þess eins að veita af­slátt af þeim á svört­um föstu­degi. Breki Karls­son, formaður Neyt­enda­sam­tak­anna, seg­ir það ótækt að versl­an­ir leiki slík­an leik.

„Okkur hefur borist ábendingar um það að einhverjar búðir hafi stundað að hækka verð til þess eins að geta lækkað verð á Svörtum Föstudegi. Það er náttúrulega alveg ólíðandi“ sagði Breki í Kvöldfréttum Stöðvar 2.

Aðspurður hvað Neytendasamtökin geri við slíkar ábendingar segir Breki: „Við grennslumst fyrir um það og fáum svör frá viðkomandi verslunum sem segja að þetta hafi verið vegna krónunnar, hún hafi verið að lækka svolítið mikið og þarafleiðandi hafi erlent verð frá birgjum verið að hækka“.

Takið þið svona afsakanir trúanlegar?

Við getum ekki annað en tekið þessum svörum trúanlegum. Við höfum engin gögn um annað en við krefjumst þess að sjálfsögðu að fá þessi gögn um að innkaupsverð hafi hækkað.“


Tengdar fréttir

Vissara að lesa smáa letrið í H&M

Tuttugu prósenta afsláttur af öllum vörum gildir aðeins ef keyptar eru þrjár vörur eða fleiri, eins og segir í smáa letrinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×