Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. nóvember 2018 21:06 Black Friday eða Svartur föstudagur er stærsti verslunardagur Bandaríkjanna, en hann markar jafnframt upphaf jólavertíðarinnar vestanhafs. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru kaupóðir bandaríkjamenn mættir fyrir utan verslanir áður en þær opnuðu í morgun í von um að ná bestu tilboðunum. Síðustu ár hafa verslanir á Íslandi tekið þátt í deginum og boðið afslátt af ýmsum vörum. Á hverju ári virðast fleiri verslanir taka þátt og mynduðust raðir við sumar þeirra fyrir opnun í morgun, þó öfgarnar séu langt í frá eins miklar og í Bandaríkjunum.Ótækt að verslanir leiki slíkan leik Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hækki verð á vörum til þess eins að veita afslátt af þeim á svörtum föstudegi. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það ótækt að verslanir leiki slíkan leik. „Okkur hefur borist ábendingar um það að einhverjar búðir hafi stundað að hækka verð til þess eins að geta lækkað verð á Svörtum Föstudegi. Það er náttúrulega alveg ólíðandi“ sagði Breki í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurður hvað Neytendasamtökin geri við slíkar ábendingar segir Breki: „Við grennslumst fyrir um það og fáum svör frá viðkomandi verslunum sem segja að þetta hafi verið vegna krónunnar, hún hafi verið að lækka svolítið mikið og þarafleiðandi hafi erlent verð frá birgjum verið að hækka“.Takið þið svona afsakanir trúanlegar? „Við getum ekki annað en tekið þessum svörum trúanlegum. Við höfum engin gögn um annað en við krefjumst þess að sjálfsögðu að fá þessi gögn um að innkaupsverð hafi hækkað.“ Neytendur Tengdar fréttir Vissara að lesa smáa letrið í H&M Tuttugu prósenta afsláttur af öllum vörum gildir aðeins ef keyptar eru þrjár vörur eða fleiri, eins og segir í smáa letrinu. 23. nóvember 2018 17:26 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Black Friday eða Svartur föstudagur er stærsti verslunardagur Bandaríkjanna, en hann markar jafnframt upphaf jólavertíðarinnar vestanhafs. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru kaupóðir bandaríkjamenn mættir fyrir utan verslanir áður en þær opnuðu í morgun í von um að ná bestu tilboðunum. Síðustu ár hafa verslanir á Íslandi tekið þátt í deginum og boðið afslátt af ýmsum vörum. Á hverju ári virðast fleiri verslanir taka þátt og mynduðust raðir við sumar þeirra fyrir opnun í morgun, þó öfgarnar séu langt í frá eins miklar og í Bandaríkjunum.Ótækt að verslanir leiki slíkan leik Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hækki verð á vörum til þess eins að veita afslátt af þeim á svörtum föstudegi. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það ótækt að verslanir leiki slíkan leik. „Okkur hefur borist ábendingar um það að einhverjar búðir hafi stundað að hækka verð til þess eins að geta lækkað verð á Svörtum Föstudegi. Það er náttúrulega alveg ólíðandi“ sagði Breki í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurður hvað Neytendasamtökin geri við slíkar ábendingar segir Breki: „Við grennslumst fyrir um það og fáum svör frá viðkomandi verslunum sem segja að þetta hafi verið vegna krónunnar, hún hafi verið að lækka svolítið mikið og þarafleiðandi hafi erlent verð frá birgjum verið að hækka“.Takið þið svona afsakanir trúanlegar? „Við getum ekki annað en tekið þessum svörum trúanlegum. Við höfum engin gögn um annað en við krefjumst þess að sjálfsögðu að fá þessi gögn um að innkaupsverð hafi hækkað.“
Neytendur Tengdar fréttir Vissara að lesa smáa letrið í H&M Tuttugu prósenta afsláttur af öllum vörum gildir aðeins ef keyptar eru þrjár vörur eða fleiri, eins og segir í smáa letrinu. 23. nóvember 2018 17:26 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Vissara að lesa smáa letrið í H&M Tuttugu prósenta afsláttur af öllum vörum gildir aðeins ef keyptar eru þrjár vörur eða fleiri, eins og segir í smáa letrinu. 23. nóvember 2018 17:26