Viðskipti innlent

Vissara að lesa smáa letrið í H&M

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Neytandi sem ætlar að kaupa sér einar buxur fær ekki 20% afslátt.
Neytandi sem ætlar að kaupa sér einar buxur fær ekki 20% afslátt. Vísir

Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að verslanir um allt land hafa auglýst tilboð í vikunni í aðdraganda dagsins í dag, „Svarts föstudags“. Tískuvöruverslunin H&M er þar hvergi undanskilin.

Athygli vekur að verslunin auglýsir stórum stöfum 20% afslátt af öllum vörum á „Svörtum föstudegi“ á auglýsingaskiltum í verslunum sínum. Tilboðið er þó ekki alveg svo gott þegar smáa letrið er skoðað, sem er svo sannarlega smátt eins og sjá má á myndinni að ofan.

Í smáu letri neðarlega á auglýsingaskiltinu stendur:

„Gildir við kaup á 3 vörum eða fleiri. Tilboðið gildir föstudag og laugardag.“

Því þurfa neytendur að kaupa að lágmarki þrjár vörur í versluninni til að fá 20% afslátt „af öllum vörum“.

Vísir tekur við ábendingum er við koma neytendamálum á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
 

Það er ástæða fyrir því að smáa letrið heitir smáa letrið. Vísir


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
2,75
23
450.310
REGINN
2,19
14
342.698
ICEAIR
2,1
26
150.345
HAGA
2,02
5
64.712
SKEL
1,62
5
101.370

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-0,83
5
1.252.011
ARION
-0,66
11
179.834
KVIKA
-0,48
2
4.035
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.