Formúla 1

Hamilton verður á ráspól

Dagur Lárusson skrifar
Lewis Hamilton.
Lewis Hamilton. vísisr/getty

Tímatökum Formúlu 1 var rétt í þessu að ljúka fyrir kappaksturinn í Abu Dhabi sem fer fram á morgun en það var Lewis Hamilton sem tryggði sér stöðu á ráspól.
 
Lewis Hamilton var með hraðasta hringinn, rétt eins og í síðustu æfingunni fyrir tímatökuna, en liðsfélagi Lewis Hamilton hjá Mercedes, Valtteri Bottas, var með næst besta tímann og tók því annað sætið.
 
Það voru síðan þeir Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen sem tóku þriðja og fjórða sætið í tímatökunni.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.