Það sem þeir sögðu Árni Pétur Hilmarsson skrifar 27. nóvember 2018 07:00 Ég hef áhyggjur yfir áformum um stórfellda aukningu á laxeldi í opnum sjókvíum. Ég er fæddur og uppalinn í dreifbýli og hef mikla samúð með hagsmunum landsbyggðar og uppbyggingu og fjölgun starfa. En það má ekki vera á kostnað annarra og ekki á kostnað náttúrunnar. Ég flutti aftur heim í sveit með fjölskylduna mína vegna þess að ég hef hagsmuni af laxveiði. Ég er af sjöttu kynslóð í Nesi sem byggir afkomu sína á laxveiðihlunnindum og vinn sjálfur á sumrin við leiðsögn í laxveiði. Þetta eru verðmæti og hefðir sem ég vil gjarnan koma áfram til afkomenda minna en er nú ógnað af eldi á laxi af norskum uppruna í opnum sjókvíum við Ísland. Ég tel að áhyggjur mínar séu réttmætar í ljósi þess hvað talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna sögðu um starfsemi sína og svo þess sem hefur gerst í raun og veru. Þeir sögðu að það yrði engin lús. Lúsafárið er svo slæmt að það hefur margoft þurft að hella eitri í sjó og sár á fiski í kvíum eru svo slæm að dýralæknar óttast um velferð þeirra. Þeir sögðu að það yrði engin mengun. Arnarlax fær ekki alþjóðlega vottun um sjálfbæra sjávarvöruframleiðslu vegna ástands botndýralífs og mengunar nálægt sjókvíunum. Þetta staðfesta innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir. Þeir sögðu að kvíarnar væru svo góðar að fiskur myndi ekki sleppa. Í sumar veiddust eldisfiskar í mörg hundruð km fjarlægð frá eldissvæðum. Eldishrygna sem var að því komin að hrygna var veidd í Eyjafjarðará. Þetta er bara toppurinn á ísjakanum segir sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Arnarlax veit ekki enn hversu margir fiskar sluppu eftir að göt komu á kví með 150 þúsund fiskum í Tálknafirði í júlí. Þeir sögðu að það yrði ekki erfðablöndun. Hafró hefur nýlega staðfest erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax í laxastofnum á Vestfjörðum. Þeir sögðust ætla að hvíla eldissvæðin. Arnarlax hefur nú á fimmta mánuð verið brotlegt við starfsleyfi sitt sem segir til um að hvíla skuli eldissvæði að lágmarki sex til átta mánuði. Félagið virti þetta að vettugi og setti út fisk á svæðið þremur mánuðum eftir að slátrað var upp úr kví á því. Þeir segja að landeldi sé ekki raunhæfur valkostur í stað eldis í opnum sjókvíum. Samt er stundað umfangsmikið og arðbært landeldi hér á landi, til dæmis á vegum Matorku og Stolt Sea Farm á Reykjanesi og Samherja fiskeldis. Þeir segja að lífríkinu stafi engin hætta af laxeldi í opnum sjókvíum. Norðmenn með alla sína reynslu hafa ekki hugmynd um hvaða áhrif allt lúsaeitrið og mengunin frá kvíunum hefur á villta nytjastofna þar við land. Rækjan er hrunin við Noreg og Norðmenn voru nú í september að deila út hundruðum milljóna til rannsókna á hver áhrif laxeldis í opnum sjókvíum hefur á þorskstofninn. Það er glapræði eða fáviska að loka augunum fyrir þessum staðreyndum. Eða bara tær fyrirlitning á íslenskri náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Sjá meira
Ég hef áhyggjur yfir áformum um stórfellda aukningu á laxeldi í opnum sjókvíum. Ég er fæddur og uppalinn í dreifbýli og hef mikla samúð með hagsmunum landsbyggðar og uppbyggingu og fjölgun starfa. En það má ekki vera á kostnað annarra og ekki á kostnað náttúrunnar. Ég flutti aftur heim í sveit með fjölskylduna mína vegna þess að ég hef hagsmuni af laxveiði. Ég er af sjöttu kynslóð í Nesi sem byggir afkomu sína á laxveiðihlunnindum og vinn sjálfur á sumrin við leiðsögn í laxveiði. Þetta eru verðmæti og hefðir sem ég vil gjarnan koma áfram til afkomenda minna en er nú ógnað af eldi á laxi af norskum uppruna í opnum sjókvíum við Ísland. Ég tel að áhyggjur mínar séu réttmætar í ljósi þess hvað talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna sögðu um starfsemi sína og svo þess sem hefur gerst í raun og veru. Þeir sögðu að það yrði engin lús. Lúsafárið er svo slæmt að það hefur margoft þurft að hella eitri í sjó og sár á fiski í kvíum eru svo slæm að dýralæknar óttast um velferð þeirra. Þeir sögðu að það yrði engin mengun. Arnarlax fær ekki alþjóðlega vottun um sjálfbæra sjávarvöruframleiðslu vegna ástands botndýralífs og mengunar nálægt sjókvíunum. Þetta staðfesta innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir. Þeir sögðu að kvíarnar væru svo góðar að fiskur myndi ekki sleppa. Í sumar veiddust eldisfiskar í mörg hundruð km fjarlægð frá eldissvæðum. Eldishrygna sem var að því komin að hrygna var veidd í Eyjafjarðará. Þetta er bara toppurinn á ísjakanum segir sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Arnarlax veit ekki enn hversu margir fiskar sluppu eftir að göt komu á kví með 150 þúsund fiskum í Tálknafirði í júlí. Þeir sögðu að það yrði ekki erfðablöndun. Hafró hefur nýlega staðfest erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax í laxastofnum á Vestfjörðum. Þeir sögðust ætla að hvíla eldissvæðin. Arnarlax hefur nú á fimmta mánuð verið brotlegt við starfsleyfi sitt sem segir til um að hvíla skuli eldissvæði að lágmarki sex til átta mánuði. Félagið virti þetta að vettugi og setti út fisk á svæðið þremur mánuðum eftir að slátrað var upp úr kví á því. Þeir segja að landeldi sé ekki raunhæfur valkostur í stað eldis í opnum sjókvíum. Samt er stundað umfangsmikið og arðbært landeldi hér á landi, til dæmis á vegum Matorku og Stolt Sea Farm á Reykjanesi og Samherja fiskeldis. Þeir segja að lífríkinu stafi engin hætta af laxeldi í opnum sjókvíum. Norðmenn með alla sína reynslu hafa ekki hugmynd um hvaða áhrif allt lúsaeitrið og mengunin frá kvíunum hefur á villta nytjastofna þar við land. Rækjan er hrunin við Noreg og Norðmenn voru nú í september að deila út hundruðum milljóna til rannsókna á hver áhrif laxeldis í opnum sjókvíum hefur á þorskstofninn. Það er glapræði eða fáviska að loka augunum fyrir þessum staðreyndum. Eða bara tær fyrirlitning á íslenskri náttúru.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar