Facebook útskýrir hvers vegna gamlir spjallþræðir skutu upp kollinum Birgir Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2018 10:52 Margir voru nokkuð hissa þegar gömlu skilaboðin birtust í gærkvöldi. Vísir/Getty Facebook hefur útskýrt hvað varð þess valdandi að gamlir spjallþræðir skutu upp kollinum í hrönnum hjá notendum samfélagsmiðilsins í gærkvöldi. Talsmaður Facebook sagði í samtali við Mashable að þessi galli hefði verið tilkominn vegna uppfærslu á hugbúnaði fyrirtækisins og er búið að leysa úr vandamálinu. Spjallþræðirnir gátu verið nokkurra ára gamlir en birtust notendum líkt og þeir væru að fá ný skilaboð.Sjá einnig: Gamlir spjallþræðir hrella Facebook-notendurÁ vef Mashable segir að þessi galli hafi komið mörgum illa sem fengu allt í einu meldingu um skilaboð frá ástvinum sem höfðu fallið frá eða frá kunningjum sem þeir höfðu ekki spjallað við lengi. Mashable tekur fram að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Facebook dragi fram minningar sem sumir vilja helst gleyma eða þykir óþægilegar. Þegar Facebook kynnti til sögunnar viðmót á samfélagsmiðlinum þar sem það minnti notendur á gamlar Facebook-færslur var fyrirtækið gagnrýnt fyrir að ýta minningum að notendum sem þeir kærðu sig ekki um og þóttu óþægilegar. Brást Facebook við því með því að bjóða notendum upp á möguleika á að breyta þessum gömlu færslu og stjórna því hvaða „minningar“ þeir sjá. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Facebook hefur útskýrt hvað varð þess valdandi að gamlir spjallþræðir skutu upp kollinum í hrönnum hjá notendum samfélagsmiðilsins í gærkvöldi. Talsmaður Facebook sagði í samtali við Mashable að þessi galli hefði verið tilkominn vegna uppfærslu á hugbúnaði fyrirtækisins og er búið að leysa úr vandamálinu. Spjallþræðirnir gátu verið nokkurra ára gamlir en birtust notendum líkt og þeir væru að fá ný skilaboð.Sjá einnig: Gamlir spjallþræðir hrella Facebook-notendurÁ vef Mashable segir að þessi galli hafi komið mörgum illa sem fengu allt í einu meldingu um skilaboð frá ástvinum sem höfðu fallið frá eða frá kunningjum sem þeir höfðu ekki spjallað við lengi. Mashable tekur fram að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Facebook dragi fram minningar sem sumir vilja helst gleyma eða þykir óþægilegar. Þegar Facebook kynnti til sögunnar viðmót á samfélagsmiðlinum þar sem það minnti notendur á gamlar Facebook-færslur var fyrirtækið gagnrýnt fyrir að ýta minningum að notendum sem þeir kærðu sig ekki um og þóttu óþægilegar. Brást Facebook við því með því að bjóða notendum upp á möguleika á að breyta þessum gömlu færslu og stjórna því hvaða „minningar“ þeir sjá.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira