Jólalegt í Köben Guðrún Vilmundardóttir skrifar 29. nóvember 2018 07:00 Ég er að koma frá Köben. Er ekki enn nógu forfrömuð til að skella mér í julefrokost eða innkaup, það verður næst. Heimsótti átján ára dóttur mína sem flutti utan í haust. Færði henni vetrarfötin sem hún kom ekki fyrir í farangrinum. Af henni er gott að frétta og utandvölin hefur til dæmis kennt henni að það er gott að vaska upp eftir sig. Morgunkorn og hafragrautur verða hvimleið í skálum sem standa lengi óhreyfðar í vaskinum. Á þetta hef ég minnst endrum og sinnum í áratug, en eitthvað í útlandinu opnaði fyrir þessa skilningsrás. Þá hefur runnið upp fyrir henni að tómar mjólkurfernur sem eru settar fyrir aftan kranann hjá eldhúsvaskinum safnast bara saman þar. Það varð ákveðin vitrun þegar þær voru orðnar átta. Það lítur út fyrir að hún hafi fundið týnda hlekkinn í heimilisstörfum í Danmörku, mína ósýnilegu móðurhönd. Nú er svo sannarlega jólalegt í Köben. Við borðuðum á veitingastað með útsýni yfir jólatívolí og það var reglulega hátíðlegt. Einu sinni átti ég tvo samstarfsmenn sem fóru til Danaveldis í virðulegan julefrokost sem var haldinn í nágrenni höfuðborgarinnar. Þeir tóku lestina inn til Kaupmannahafnar daginn eftir, en þá voru þeir svo þreyttir, einhverra hluta vegna, að þeir komust aldrei út af lestarstöðinni heldur settust þar á írskan bar og horfðu á fótboltaleik. Fóru svo beint út á flugvöll með lest. Þegar þeir komu aftur til vinnu í Reykjavík og voru spurðir: „Er ekki orðið jólalegt í Köben?“ svöruðu þeir einfaldlega, fremur þurrlega: „Þegiði.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Ég er að koma frá Köben. Er ekki enn nógu forfrömuð til að skella mér í julefrokost eða innkaup, það verður næst. Heimsótti átján ára dóttur mína sem flutti utan í haust. Færði henni vetrarfötin sem hún kom ekki fyrir í farangrinum. Af henni er gott að frétta og utandvölin hefur til dæmis kennt henni að það er gott að vaska upp eftir sig. Morgunkorn og hafragrautur verða hvimleið í skálum sem standa lengi óhreyfðar í vaskinum. Á þetta hef ég minnst endrum og sinnum í áratug, en eitthvað í útlandinu opnaði fyrir þessa skilningsrás. Þá hefur runnið upp fyrir henni að tómar mjólkurfernur sem eru settar fyrir aftan kranann hjá eldhúsvaskinum safnast bara saman þar. Það varð ákveðin vitrun þegar þær voru orðnar átta. Það lítur út fyrir að hún hafi fundið týnda hlekkinn í heimilisstörfum í Danmörku, mína ósýnilegu móðurhönd. Nú er svo sannarlega jólalegt í Köben. Við borðuðum á veitingastað með útsýni yfir jólatívolí og það var reglulega hátíðlegt. Einu sinni átti ég tvo samstarfsmenn sem fóru til Danaveldis í virðulegan julefrokost sem var haldinn í nágrenni höfuðborgarinnar. Þeir tóku lestina inn til Kaupmannahafnar daginn eftir, en þá voru þeir svo þreyttir, einhverra hluta vegna, að þeir komust aldrei út af lestarstöðinni heldur settust þar á írskan bar og horfðu á fótboltaleik. Fóru svo beint út á flugvöll með lest. Þegar þeir komu aftur til vinnu í Reykjavík og voru spurðir: „Er ekki orðið jólalegt í Köben?“ svöruðu þeir einfaldlega, fremur þurrlega: „Þegiði.“
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun