Loka Tekjur.is og eyða öllum upplýsingum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2018 09:43 Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun. Tekjur.is Persónuvernd hefur tilkynnt stjórnendum hinnar umdeildu upplýsingasíðu Tekjur.is að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám sé óheimil. Er gerð sú krafa að síðunni verði lokað og öllum gögnum verði eytt. Forsvarsmenn segjast munu tafarlaust fara að ákvörðun Persóunuverndar og því hefur síðunni verið lokað. Vefnum var hleypt af stokkunum þann 12. október en á vefnum voru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. Gátu landsmenn sótt upplýsingarnar gegn gjaldi. Hægt var að nálgast upplýsingar með greiðslu áskriftargjalds sem nemur 2.790 kr. fyrir fyrsta mánuðinn og svo 790 kr. á mánuði eftir það. Sitt sýndist hverjum um tilurð vefsins en forsvarsmenn vísuðu í lög um tekjuskatt. Þar segir í 2. mgr. 98. greinar laganna: „Skattskrá skal liggja frammi til sýnis í tvær vikur á hentugum stað. (...) Heimil er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta.“VÍSIR/VILHELM„Varhugavert fyrir tjáningarfrelsið“ Forsvarsmenn Tekjur.is segja að ákvörðun stjórnar Persónuverndar komi verulega á óvart. Hver sem er geti nálgast upplýsingarnar hjá ríkisskattstjóra. „Í ákvörðuninni er algjörlega skautað framhjá þeirri staðreynd, sem og þeim lagaákvæðum sem tilgreina að útgáfa upplýsinga úr skattskrá sé heimil, í heild eða að hluta til. Stjórn Persónuverndar túlkar skattalög þannig, að eingöngu sé heimilt að gefa skattskrána út á pappír en ekki rafrænt. Þess má geta, að skattskráin telur um 6.700 síður og því er prentuð útgáfa tæpast raunhæf,“ segir í tilkynningu til viðskiptavina. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður segir niðurstöðuna áhyggjuefni. „Sú túlkun stjórnar Persónuverndar að gagnagrunnar falli ekki undir fjölmiðlun er áhyggjuefni og er varhugaverð fyrir stöðu tjáningarfrelsisins og frjálsrar fjölmiðlunar í landinu. Í því sambandi er rétt að minna á að framkvæmdavaldið skipar meirihluta stjórnar Persónuverndar án tilnefningar.“Ingvar Smári Birgisson fór fram á að lögbann yrði sett á vefinn en hafði ekki árangur sem erfiði.Vísir/VilhelmHuldukona varð stjórnarformaður Félagið Viskubrunnur ehf. rekur vefinn Tekjur.is. Voru Jón Ragnar Arnarson og Víðir Pétursson upphaflega skráðir fyrir félaginu. Jón sem stjórnarformaður og Víðir Pétursson sem varamaður. Viku eftir að vefnum var hleypt af stokkunum urðu breytingar á stjórn. Jón Ragnar hætti í stjórninni og huldukona, Elisabeth Penelope Westhead, sem skráð er til heimilis í Blackpool á Englandi var skráður stjórnarformaður. Jón Ragnar sagðist engin deili þekkja á Elisabeth sem virðist skráð fyrir ýmsum félögum. Í framhaldinu kom í ljós að Hrannar Pétursson, forsetaframbjóðandinn fyrrverandi og bróðir Víðis, hefði að öllum líkindum haft milligöngu um að nálgast skattskrárnar hjá ríkisskattstjóra.Hrannar Pétursson fékk skattskrárnar og sagðist hafa gert það sem starfandi ráðgjafi. Hann var annar tveggja sem fékk gögnin hjá skattinum en hinn hefur fengið þau í fleiri áratugi.Að neðan má sjá tilkynningu sem vefurinn sendi viðskiptavinum sínum í morgunSíðdegis í gær barst lögmanni upplýsingasíðunnar Tekjur.is tilkynning frá stjórn Persónuverndar sem hefur haft starfsemi síðunnar til skoðunar. Stjórn Persónuverndar hefur nú tekið þá ákvörðun að birting opinberra upplýsinga úr skattskrá á vefsíðunni sé óheimil og gert þá kröfu að síðunni verði lokað. Þá er gerð sú krafa að rekstraraðili síðunnar eyði öllum tengdum gögnum. Tekjur.is mun tafarlaust fara að ákvörðun Persónuverndar og því hefur síðunni verið lokað. Ákvörðun stjórnar Persónuverndar kom verulega á óvart, enda eru á upplýsingasíðunni eingöngu birtar upplýsingar sem þegar eru opinberar samkvæmt lögum og hver sem er getur nálgast hjá ríkisskattstjóra. Í ákvörðuninni er algjörlega skautað framhjá þeirri staðreynd, sem og þeim lagaákvæðum sem tilgreina að útgáfa upplýsinga úr skattskrá sé heimil, í heild eða að hluta til. Stjórn Persónuverndar túlkar skattalög þannig, að eingöngu sé heimilt að gefa skattskrána út á pappír en ekki rafrænt. Þess má geta, að skattskráin telur um 6.700 síður og því er prentuð útgáfa tæpast raunhæf. Tekjur.is þakkar almenningi fyrir góðar viðtökur og gagnlega umræðu um tekjuskiptingu og skattlagningu í samfélaginu. Tekjur.is telur ákvörðun stjórnar Persónuverndar í andstöðu við lög og mun skoða réttarstöðu sína, enda er ljóst að ákvörðunin veldur umtalsverðu fjártjóni. Virðingarfyllst, Tekjur.is Tekjur Tengdar fréttir Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. 19. október 2018 19:15 Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00 Huldukona skyndilega orðin stjórnarformaður umtalaðs tekjuvefs Elizabeth Penelope Westhead, 53 ára kona sem aldrei hefur haft lögheimili á Íslandi, er nýr stjórnarformaður hjá félaginu Viskubrunni ehf. sem heldur utan um vefsíðuna Tekjur.is. 26. október 2018 13:30 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Persónuvernd hefur tilkynnt stjórnendum hinnar umdeildu upplýsingasíðu Tekjur.is að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám sé óheimil. Er gerð sú krafa að síðunni verði lokað og öllum gögnum verði eytt. Forsvarsmenn segjast munu tafarlaust fara að ákvörðun Persóunuverndar og því hefur síðunni verið lokað. Vefnum var hleypt af stokkunum þann 12. október en á vefnum voru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. Gátu landsmenn sótt upplýsingarnar gegn gjaldi. Hægt var að nálgast upplýsingar með greiðslu áskriftargjalds sem nemur 2.790 kr. fyrir fyrsta mánuðinn og svo 790 kr. á mánuði eftir það. Sitt sýndist hverjum um tilurð vefsins en forsvarsmenn vísuðu í lög um tekjuskatt. Þar segir í 2. mgr. 98. greinar laganna: „Skattskrá skal liggja frammi til sýnis í tvær vikur á hentugum stað. (...) Heimil er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta.“VÍSIR/VILHELM„Varhugavert fyrir tjáningarfrelsið“ Forsvarsmenn Tekjur.is segja að ákvörðun stjórnar Persónuverndar komi verulega á óvart. Hver sem er geti nálgast upplýsingarnar hjá ríkisskattstjóra. „Í ákvörðuninni er algjörlega skautað framhjá þeirri staðreynd, sem og þeim lagaákvæðum sem tilgreina að útgáfa upplýsinga úr skattskrá sé heimil, í heild eða að hluta til. Stjórn Persónuverndar túlkar skattalög þannig, að eingöngu sé heimilt að gefa skattskrána út á pappír en ekki rafrænt. Þess má geta, að skattskráin telur um 6.700 síður og því er prentuð útgáfa tæpast raunhæf,“ segir í tilkynningu til viðskiptavina. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður segir niðurstöðuna áhyggjuefni. „Sú túlkun stjórnar Persónuverndar að gagnagrunnar falli ekki undir fjölmiðlun er áhyggjuefni og er varhugaverð fyrir stöðu tjáningarfrelsisins og frjálsrar fjölmiðlunar í landinu. Í því sambandi er rétt að minna á að framkvæmdavaldið skipar meirihluta stjórnar Persónuverndar án tilnefningar.“Ingvar Smári Birgisson fór fram á að lögbann yrði sett á vefinn en hafði ekki árangur sem erfiði.Vísir/VilhelmHuldukona varð stjórnarformaður Félagið Viskubrunnur ehf. rekur vefinn Tekjur.is. Voru Jón Ragnar Arnarson og Víðir Pétursson upphaflega skráðir fyrir félaginu. Jón sem stjórnarformaður og Víðir Pétursson sem varamaður. Viku eftir að vefnum var hleypt af stokkunum urðu breytingar á stjórn. Jón Ragnar hætti í stjórninni og huldukona, Elisabeth Penelope Westhead, sem skráð er til heimilis í Blackpool á Englandi var skráður stjórnarformaður. Jón Ragnar sagðist engin deili þekkja á Elisabeth sem virðist skráð fyrir ýmsum félögum. Í framhaldinu kom í ljós að Hrannar Pétursson, forsetaframbjóðandinn fyrrverandi og bróðir Víðis, hefði að öllum líkindum haft milligöngu um að nálgast skattskrárnar hjá ríkisskattstjóra.Hrannar Pétursson fékk skattskrárnar og sagðist hafa gert það sem starfandi ráðgjafi. Hann var annar tveggja sem fékk gögnin hjá skattinum en hinn hefur fengið þau í fleiri áratugi.Að neðan má sjá tilkynningu sem vefurinn sendi viðskiptavinum sínum í morgunSíðdegis í gær barst lögmanni upplýsingasíðunnar Tekjur.is tilkynning frá stjórn Persónuverndar sem hefur haft starfsemi síðunnar til skoðunar. Stjórn Persónuverndar hefur nú tekið þá ákvörðun að birting opinberra upplýsinga úr skattskrá á vefsíðunni sé óheimil og gert þá kröfu að síðunni verði lokað. Þá er gerð sú krafa að rekstraraðili síðunnar eyði öllum tengdum gögnum. Tekjur.is mun tafarlaust fara að ákvörðun Persónuverndar og því hefur síðunni verið lokað. Ákvörðun stjórnar Persónuverndar kom verulega á óvart, enda eru á upplýsingasíðunni eingöngu birtar upplýsingar sem þegar eru opinberar samkvæmt lögum og hver sem er getur nálgast hjá ríkisskattstjóra. Í ákvörðuninni er algjörlega skautað framhjá þeirri staðreynd, sem og þeim lagaákvæðum sem tilgreina að útgáfa upplýsinga úr skattskrá sé heimil, í heild eða að hluta til. Stjórn Persónuverndar túlkar skattalög þannig, að eingöngu sé heimilt að gefa skattskrána út á pappír en ekki rafrænt. Þess má geta, að skattskráin telur um 6.700 síður og því er prentuð útgáfa tæpast raunhæf. Tekjur.is þakkar almenningi fyrir góðar viðtökur og gagnlega umræðu um tekjuskiptingu og skattlagningu í samfélaginu. Tekjur.is telur ákvörðun stjórnar Persónuverndar í andstöðu við lög og mun skoða réttarstöðu sína, enda er ljóst að ákvörðunin veldur umtalsverðu fjártjóni. Virðingarfyllst, Tekjur.is
Tekjur Tengdar fréttir Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. 19. október 2018 19:15 Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00 Huldukona skyndilega orðin stjórnarformaður umtalaðs tekjuvefs Elizabeth Penelope Westhead, 53 ára kona sem aldrei hefur haft lögheimili á Íslandi, er nýr stjórnarformaður hjá félaginu Viskubrunni ehf. sem heldur utan um vefsíðuna Tekjur.is. 26. október 2018 13:30 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. 19. október 2018 19:15
Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00
Huldukona skyndilega orðin stjórnarformaður umtalaðs tekjuvefs Elizabeth Penelope Westhead, 53 ára kona sem aldrei hefur haft lögheimili á Íslandi, er nýr stjórnarformaður hjá félaginu Viskubrunni ehf. sem heldur utan um vefsíðuna Tekjur.is. 26. október 2018 13:30