Viðskipti innlent

Icelandair hrynur í Kauphöllinni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sviptingar í háloftunum.
Sviptingar í háloftunum. vísir/vilhelm

Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. Nú skömmu fyrir klukkan 10 var fallið um 10 prósent frá opnun markaða. Það sem af er degi hafa viðskipti með bréfin numið um 130 milljónum króna.

Ekki þarf að fjölyrða um ástæðuna - Icelandair féll frá kaupum á WOW Air eins og greint var frá í morgun. Bréf í Icelandair höfðu hækkað nokkuð skarpt frá upphafi mánaðar, þegar fyrst var greint frá viðræðum um WOW. Gengi bréfanna var rúmlega 6 krónur fyrir WOW-tíðindi en rauk upp í rúmlega 11 krónur. Nú standa bréfin í um 10 krónum á hlut.

Dagurinn er annars eldrauður í Kauphöllinni. Öll félög hafa lækkað í morgun, þó ekkert jafn mikið og Icelandair. Það sem næst kemur er Festi, en félagið sendi frá sér afkomutilkynningu í gær sem olli vonbrigðum. Verðlækkun bréfa í Festi nemur 9,5 prósentum.

Úrvalsvísitalan hefur fallið um rúmlega 2,6 prósent í morgun.


Uppfært klukkan 12:35
Bréfin hafa lækkað um 10,5% eftir 320 milljóna viðskipti. 


Tengdar fréttir

Þurfi að taka á sig tugprósenta afskriftir

Icelandair þrýstir á að félagið standi undir talsvert minni hluta af höfuðstól skuldabréfaeigenda WOW air. Greinandi Landsbankans segir það ekki koma á óvart ef hluthafafundi Icelandair á föstudag verði frestað.

Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð

Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,2
14
94.553
SIMINN
1,09
12
320.146
MAREL
1,08
14
155.374
EIM
0,92
7
62.684
GRND
0,9
1
506

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,72
3
6.473
SYN
-0,57
1
1.752
KVIKA
-0,35
2
51.470
SJOVA
0
2
37.100
SKEL
0
1
26.498
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.