Kristófer: Verðum bara að fara til Belgíu og gera allt vitlaust Árni Jóhannsson skrifar 29. nóvember 2018 22:25 Gormafætur Kristófers hafa skilað ófáum troðslunum vísir/daníel Kristófer Acox skilaði ágætis framlagi komandi af bekknum í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu í forkeppni Eurobasket 2021. Hann var sammála blaðamanni að sóknarleikurinn hefði þurft að ganga betur til að Ísland hefði átt möguleika á sigri. „Við byrjuðum mjög vel og vorum að setja skotin okkar niður þá og náðum góðum sprett. Síðan vorum við að fá fullt af góðum skotum sem duttu ekki á meðan þeir hittu fáránlega vel. Við klikkuðum svo á einföldum atriðum varnarlega og Belgar eru með það gott lið að þeir sjá það strax og refsa okkur fyrir það. Við vorum samt í hörkuleik í alveg 38 mínútur en missum þetta pínulítið frá okkur í lokin en við verðum bara að finna það jákvæða úr þessum leik og halda ótrauðir áfram“. „Það var mjög erfitt að fá nánast alltaf þrist í smettið þegar við vorum að ná sprettunum okkar. Við vorum að klóra í bakkann í lokin og þá erum við að klikka á þessum atriðum sem við eigum að hafa einbeitinguna á en við erum kannski orðnir þreyttir enda búnir að elta mjög lengi. Það fer mikill kraftur og orka í það og þá gleymum við okkur varnarlega og allar skytturnar þeirra nýtta það vel að fá galopin skot þegar við vorum að hjálpa á sterku hliðinni. Það var alltaf það sem gerðist þannig að þeir náðu að slíta sig í sundur frá okkur. 13 stiga munur segir ekki alla sögu leiksins“. Kristófer var líka á því að liðið hafi saknað Martins Hermannssonar, Hauks Helga Pálsson og jafnvel Kára Jónssonar en þeir hafa verið að standa sig vel með sínum liðum en meiddust rétt fyrir landsleikjahlé. „Að sjálfsögðu, sérstaklega sóknarlega og varnarlega líka, þetta er bara sagan hans Hauks en hann hefur verið að meiðast rétt fyrir landsleikina. Við vonandi fáum þá alla bara heila í næsta verkefni“. Kristófer var þá spurður út í framhaldið í riðlinum en það er orðið erfitt fyrir Íslendinga að vinna riðilinn. „Framtíðin er klárlega björt en við erum ennþá inn í þessum riðli þannig að við eru ekki að fara í næstu leiki eins og einhverjar æfingaleiki. Við förum í leikina til að vinna upp þann mismun sem við höfum verið að tapa með í þessum tveim leikjum, við ætlum ekkert að gefast upp og höldum áfram. Við erum alls ekki þekktir fyrir að gefast upp en það getur allt gerst enn þá þó við séum komnir með bakið upp við vegginn. Það eru enn tveir leikir eftir og við getum alveg tekið Portúgal með meira en þremur stigum og svo verðum við bara að fara til Belgíu og gera allt vitlaust.“ Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Belgia 66-79 | Gekk ekki sem skyldi hjá Íslandi Strákarnir okkar sýndu á köflum hrikalega góðan varnarleik en hefðu þurft að fá körfur í kjölfarið til að halda Belgunum nær. 29. nóvember 2018 22:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Kristófer Acox skilaði ágætis framlagi komandi af bekknum í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu í forkeppni Eurobasket 2021. Hann var sammála blaðamanni að sóknarleikurinn hefði þurft að ganga betur til að Ísland hefði átt möguleika á sigri. „Við byrjuðum mjög vel og vorum að setja skotin okkar niður þá og náðum góðum sprett. Síðan vorum við að fá fullt af góðum skotum sem duttu ekki á meðan þeir hittu fáránlega vel. Við klikkuðum svo á einföldum atriðum varnarlega og Belgar eru með það gott lið að þeir sjá það strax og refsa okkur fyrir það. Við vorum samt í hörkuleik í alveg 38 mínútur en missum þetta pínulítið frá okkur í lokin en við verðum bara að finna það jákvæða úr þessum leik og halda ótrauðir áfram“. „Það var mjög erfitt að fá nánast alltaf þrist í smettið þegar við vorum að ná sprettunum okkar. Við vorum að klóra í bakkann í lokin og þá erum við að klikka á þessum atriðum sem við eigum að hafa einbeitinguna á en við erum kannski orðnir þreyttir enda búnir að elta mjög lengi. Það fer mikill kraftur og orka í það og þá gleymum við okkur varnarlega og allar skytturnar þeirra nýtta það vel að fá galopin skot þegar við vorum að hjálpa á sterku hliðinni. Það var alltaf það sem gerðist þannig að þeir náðu að slíta sig í sundur frá okkur. 13 stiga munur segir ekki alla sögu leiksins“. Kristófer var líka á því að liðið hafi saknað Martins Hermannssonar, Hauks Helga Pálsson og jafnvel Kára Jónssonar en þeir hafa verið að standa sig vel með sínum liðum en meiddust rétt fyrir landsleikjahlé. „Að sjálfsögðu, sérstaklega sóknarlega og varnarlega líka, þetta er bara sagan hans Hauks en hann hefur verið að meiðast rétt fyrir landsleikina. Við vonandi fáum þá alla bara heila í næsta verkefni“. Kristófer var þá spurður út í framhaldið í riðlinum en það er orðið erfitt fyrir Íslendinga að vinna riðilinn. „Framtíðin er klárlega björt en við erum ennþá inn í þessum riðli þannig að við eru ekki að fara í næstu leiki eins og einhverjar æfingaleiki. Við förum í leikina til að vinna upp þann mismun sem við höfum verið að tapa með í þessum tveim leikjum, við ætlum ekkert að gefast upp og höldum áfram. Við erum alls ekki þekktir fyrir að gefast upp en það getur allt gerst enn þá þó við séum komnir með bakið upp við vegginn. Það eru enn tveir leikir eftir og við getum alveg tekið Portúgal með meira en þremur stigum og svo verðum við bara að fara til Belgíu og gera allt vitlaust.“
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Belgia 66-79 | Gekk ekki sem skyldi hjá Íslandi Strákarnir okkar sýndu á köflum hrikalega góðan varnarleik en hefðu þurft að fá körfur í kjölfarið til að halda Belgunum nær. 29. nóvember 2018 22:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Belgia 66-79 | Gekk ekki sem skyldi hjá Íslandi Strákarnir okkar sýndu á köflum hrikalega góðan varnarleik en hefðu þurft að fá körfur í kjölfarið til að halda Belgunum nær. 29. nóvember 2018 22:00