Kristófer: Verðum bara að fara til Belgíu og gera allt vitlaust Árni Jóhannsson skrifar 29. nóvember 2018 22:25 Gormafætur Kristófers hafa skilað ófáum troðslunum vísir/daníel Kristófer Acox skilaði ágætis framlagi komandi af bekknum í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu í forkeppni Eurobasket 2021. Hann var sammála blaðamanni að sóknarleikurinn hefði þurft að ganga betur til að Ísland hefði átt möguleika á sigri. „Við byrjuðum mjög vel og vorum að setja skotin okkar niður þá og náðum góðum sprett. Síðan vorum við að fá fullt af góðum skotum sem duttu ekki á meðan þeir hittu fáránlega vel. Við klikkuðum svo á einföldum atriðum varnarlega og Belgar eru með það gott lið að þeir sjá það strax og refsa okkur fyrir það. Við vorum samt í hörkuleik í alveg 38 mínútur en missum þetta pínulítið frá okkur í lokin en við verðum bara að finna það jákvæða úr þessum leik og halda ótrauðir áfram“. „Það var mjög erfitt að fá nánast alltaf þrist í smettið þegar við vorum að ná sprettunum okkar. Við vorum að klóra í bakkann í lokin og þá erum við að klikka á þessum atriðum sem við eigum að hafa einbeitinguna á en við erum kannski orðnir þreyttir enda búnir að elta mjög lengi. Það fer mikill kraftur og orka í það og þá gleymum við okkur varnarlega og allar skytturnar þeirra nýtta það vel að fá galopin skot þegar við vorum að hjálpa á sterku hliðinni. Það var alltaf það sem gerðist þannig að þeir náðu að slíta sig í sundur frá okkur. 13 stiga munur segir ekki alla sögu leiksins“. Kristófer var líka á því að liðið hafi saknað Martins Hermannssonar, Hauks Helga Pálsson og jafnvel Kára Jónssonar en þeir hafa verið að standa sig vel með sínum liðum en meiddust rétt fyrir landsleikjahlé. „Að sjálfsögðu, sérstaklega sóknarlega og varnarlega líka, þetta er bara sagan hans Hauks en hann hefur verið að meiðast rétt fyrir landsleikina. Við vonandi fáum þá alla bara heila í næsta verkefni“. Kristófer var þá spurður út í framhaldið í riðlinum en það er orðið erfitt fyrir Íslendinga að vinna riðilinn. „Framtíðin er klárlega björt en við erum ennþá inn í þessum riðli þannig að við eru ekki að fara í næstu leiki eins og einhverjar æfingaleiki. Við förum í leikina til að vinna upp þann mismun sem við höfum verið að tapa með í þessum tveim leikjum, við ætlum ekkert að gefast upp og höldum áfram. Við erum alls ekki þekktir fyrir að gefast upp en það getur allt gerst enn þá þó við séum komnir með bakið upp við vegginn. Það eru enn tveir leikir eftir og við getum alveg tekið Portúgal með meira en þremur stigum og svo verðum við bara að fara til Belgíu og gera allt vitlaust.“ Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Belgia 66-79 | Gekk ekki sem skyldi hjá Íslandi Strákarnir okkar sýndu á köflum hrikalega góðan varnarleik en hefðu þurft að fá körfur í kjölfarið til að halda Belgunum nær. 29. nóvember 2018 22:00 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Sjá meira
Kristófer Acox skilaði ágætis framlagi komandi af bekknum í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu í forkeppni Eurobasket 2021. Hann var sammála blaðamanni að sóknarleikurinn hefði þurft að ganga betur til að Ísland hefði átt möguleika á sigri. „Við byrjuðum mjög vel og vorum að setja skotin okkar niður þá og náðum góðum sprett. Síðan vorum við að fá fullt af góðum skotum sem duttu ekki á meðan þeir hittu fáránlega vel. Við klikkuðum svo á einföldum atriðum varnarlega og Belgar eru með það gott lið að þeir sjá það strax og refsa okkur fyrir það. Við vorum samt í hörkuleik í alveg 38 mínútur en missum þetta pínulítið frá okkur í lokin en við verðum bara að finna það jákvæða úr þessum leik og halda ótrauðir áfram“. „Það var mjög erfitt að fá nánast alltaf þrist í smettið þegar við vorum að ná sprettunum okkar. Við vorum að klóra í bakkann í lokin og þá erum við að klikka á þessum atriðum sem við eigum að hafa einbeitinguna á en við erum kannski orðnir þreyttir enda búnir að elta mjög lengi. Það fer mikill kraftur og orka í það og þá gleymum við okkur varnarlega og allar skytturnar þeirra nýtta það vel að fá galopin skot þegar við vorum að hjálpa á sterku hliðinni. Það var alltaf það sem gerðist þannig að þeir náðu að slíta sig í sundur frá okkur. 13 stiga munur segir ekki alla sögu leiksins“. Kristófer var líka á því að liðið hafi saknað Martins Hermannssonar, Hauks Helga Pálsson og jafnvel Kára Jónssonar en þeir hafa verið að standa sig vel með sínum liðum en meiddust rétt fyrir landsleikjahlé. „Að sjálfsögðu, sérstaklega sóknarlega og varnarlega líka, þetta er bara sagan hans Hauks en hann hefur verið að meiðast rétt fyrir landsleikina. Við vonandi fáum þá alla bara heila í næsta verkefni“. Kristófer var þá spurður út í framhaldið í riðlinum en það er orðið erfitt fyrir Íslendinga að vinna riðilinn. „Framtíðin er klárlega björt en við erum ennþá inn í þessum riðli þannig að við eru ekki að fara í næstu leiki eins og einhverjar æfingaleiki. Við förum í leikina til að vinna upp þann mismun sem við höfum verið að tapa með í þessum tveim leikjum, við ætlum ekkert að gefast upp og höldum áfram. Við erum alls ekki þekktir fyrir að gefast upp en það getur allt gerst enn þá þó við séum komnir með bakið upp við vegginn. Það eru enn tveir leikir eftir og við getum alveg tekið Portúgal með meira en þremur stigum og svo verðum við bara að fara til Belgíu og gera allt vitlaust.“
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Belgia 66-79 | Gekk ekki sem skyldi hjá Íslandi Strákarnir okkar sýndu á köflum hrikalega góðan varnarleik en hefðu þurft að fá körfur í kjölfarið til að halda Belgunum nær. 29. nóvember 2018 22:00 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Belgia 66-79 | Gekk ekki sem skyldi hjá Íslandi Strákarnir okkar sýndu á köflum hrikalega góðan varnarleik en hefðu þurft að fá körfur í kjölfarið til að halda Belgunum nær. 29. nóvember 2018 22:00