Viðskipti erlent

Elliott kallar eftir breytingum hjá Hyundai

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Elliott segir að Hyundai sitji á of miklu fé sem skila eigi til hluthafa.
Elliott segir að Hyundai sitji á of miklu fé sem skila eigi til hluthafa.
Vogunarsjóðurinn Elliott Management krefst þess að Huyndai Motors greiði fjárfestum átta milljarða punda og endurskoði allir einingar sem ekki heyri undir kjarnastarfsemi. Á meðal tengdra fyrirtækja er bílaframleiðandinn Kia og varahlutasamstæðan Mobis.

Í bréfi til stjórnenda Hyundai, sem er næststærsta fyrirtæki Suður Kóreu, segir að fyrirtæki samstæðunnar séu alltof vel fjármögnuð og að arðsemi þessara þriggja fyrirtækja standist ekki samanburð við keppinautana.

Bandaríski vogunarsjóðurinn, sem upplýsti um eins milljarðs dollara stöðu í þessum tengdu fyrirtækjum, sagði að Huyndai Motors yrði að ráðast í yfirgripsmikla endurskipulagningu til að takast á við vanda félagsins sem snýr að fjármögnun og stjórnarháttum sem leitt hafa til þess að hluthafar hafi ekki uppskorið jafn ríkulega og hluthafar í öðrum bílaframleiðendum.

Varahlutasamstæðan Hyundai Mobis á 21 prósent í bílaframleiðandanum Huyndai Motors, sem á 34 prósent í Kia. Kia á 17 prósent í Hyndai Mobis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×