Ívar: Íslenskir leikmenn þurfa að taka meiri ábyrgð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 18:19 Ívar er landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta vísir/daníel Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, segir fleiri íslenska leikmenn þurfa að spila ábyrgðarhlutverk í sínum félagsliðum. Íslenska landsliðið tapaði 52-82 fyrir því slóvakíska í Laugardalshöll í dag. „Ég er svekktur með þetta stóra tap því við vorum í þrjá leikhluta að gera mjög vel. Þetta er full stórt tap, maður hefði kannski sætt sig við 10-15 stiga tap, það hefði kannski verið sanngjarnt,“ sagði Ívar í leikslok. Íslenska liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum í undankeppni EM til þessa. „Við vorum fljótar að brotna og þær skora 12-0 í byrjun fjórða, þá var leikurinn búinn.“ „Mér fannst við vera að spila vel fyrstu þrjá leikhlutana og gera vel. Vandamálið er bara það að okkur vantar fleiri leikmenn sem geta búið eitthvað til. Helena var sú eina sem var að búa til og hún var orðin þreytt í lokin.“ „Við þurfum fleiri leikmenn sem geta gert eitthvað fyrir okkur. Ég hef bent á það að þetta er erfitt fyrir okkur, þegar við horfum á íslensku deildina og 90 prósent af liðunum eru með Kana sem skorar 40-50 stig í leik. Það eru fáir íslenskir leikmenn sem bera einhverja ábyrgð í þessum liðum og því þarf að breyta. Íslenskir leikmenn þurfa að stíga upp.“ Ívar vildi þó ekki að orð sín yrðu túlkuð þannig að banna ætti Bandaríkjamenn í íslensku deildinni. „Það líka styrkir deildina og gerir aðra betri. En við þurfum samt sem áður að setja meiri ábyrgð á íslensku leikmennina. Ekki alltaf treysta á að Kanarnir klári hvern einasta leik. Við þurfum að fá fleiri íslenska leikmenn sem eru að taka ábyrgð.“ „Við erum með stelpur sem geta spottað upp og skotið og svoleiðis en þá vantar okkur leikmenn sem geta búið eitthvað til fyrir þær.“ Hvað þarf Ívar að leggja áherslu á á æfingum næstu daga fyrir lokaleikinn gegn Bosníu á miðvikudag. „Við þurfum í fyrsta lagi að lengja líftíma okkar. Við þurfum að finna lausnir í sókninni og geta búið til eitthvað meira í sókninni en það sem Helena er að búa til, það þurfa fleiri að búa til færi fyrir okkur. Við verðum svolítið einhæf að það sé bara einn maður að búa eitthvað til, það þurfa fleiri að stíga upp,“ sagði Ívar Ásgrímsson. Körfubolti Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, segir fleiri íslenska leikmenn þurfa að spila ábyrgðarhlutverk í sínum félagsliðum. Íslenska landsliðið tapaði 52-82 fyrir því slóvakíska í Laugardalshöll í dag. „Ég er svekktur með þetta stóra tap því við vorum í þrjá leikhluta að gera mjög vel. Þetta er full stórt tap, maður hefði kannski sætt sig við 10-15 stiga tap, það hefði kannski verið sanngjarnt,“ sagði Ívar í leikslok. Íslenska liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum í undankeppni EM til þessa. „Við vorum fljótar að brotna og þær skora 12-0 í byrjun fjórða, þá var leikurinn búinn.“ „Mér fannst við vera að spila vel fyrstu þrjá leikhlutana og gera vel. Vandamálið er bara það að okkur vantar fleiri leikmenn sem geta búið eitthvað til. Helena var sú eina sem var að búa til og hún var orðin þreytt í lokin.“ „Við þurfum fleiri leikmenn sem geta gert eitthvað fyrir okkur. Ég hef bent á það að þetta er erfitt fyrir okkur, þegar við horfum á íslensku deildina og 90 prósent af liðunum eru með Kana sem skorar 40-50 stig í leik. Það eru fáir íslenskir leikmenn sem bera einhverja ábyrgð í þessum liðum og því þarf að breyta. Íslenskir leikmenn þurfa að stíga upp.“ Ívar vildi þó ekki að orð sín yrðu túlkuð þannig að banna ætti Bandaríkjamenn í íslensku deildinni. „Það líka styrkir deildina og gerir aðra betri. En við þurfum samt sem áður að setja meiri ábyrgð á íslensku leikmennina. Ekki alltaf treysta á að Kanarnir klári hvern einasta leik. Við þurfum að fá fleiri íslenska leikmenn sem eru að taka ábyrgð.“ „Við erum með stelpur sem geta spottað upp og skotið og svoleiðis en þá vantar okkur leikmenn sem geta búið eitthvað til fyrir þær.“ Hvað þarf Ívar að leggja áherslu á á æfingum næstu daga fyrir lokaleikinn gegn Bosníu á miðvikudag. „Við þurfum í fyrsta lagi að lengja líftíma okkar. Við þurfum að finna lausnir í sókninni og geta búið til eitthvað meira í sókninni en það sem Helena er að búa til, það þurfa fleiri að búa til færi fyrir okkur. Við verðum svolítið einhæf að það sé bara einn maður að búa eitthvað til, það þurfa fleiri að stíga upp,“ sagði Ívar Ásgrímsson.
Körfubolti Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira