Ívar: Íslenskir leikmenn þurfa að taka meiri ábyrgð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 18:19 Ívar er landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta vísir/daníel Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, segir fleiri íslenska leikmenn þurfa að spila ábyrgðarhlutverk í sínum félagsliðum. Íslenska landsliðið tapaði 52-82 fyrir því slóvakíska í Laugardalshöll í dag. „Ég er svekktur með þetta stóra tap því við vorum í þrjá leikhluta að gera mjög vel. Þetta er full stórt tap, maður hefði kannski sætt sig við 10-15 stiga tap, það hefði kannski verið sanngjarnt,“ sagði Ívar í leikslok. Íslenska liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum í undankeppni EM til þessa. „Við vorum fljótar að brotna og þær skora 12-0 í byrjun fjórða, þá var leikurinn búinn.“ „Mér fannst við vera að spila vel fyrstu þrjá leikhlutana og gera vel. Vandamálið er bara það að okkur vantar fleiri leikmenn sem geta búið eitthvað til. Helena var sú eina sem var að búa til og hún var orðin þreytt í lokin.“ „Við þurfum fleiri leikmenn sem geta gert eitthvað fyrir okkur. Ég hef bent á það að þetta er erfitt fyrir okkur, þegar við horfum á íslensku deildina og 90 prósent af liðunum eru með Kana sem skorar 40-50 stig í leik. Það eru fáir íslenskir leikmenn sem bera einhverja ábyrgð í þessum liðum og því þarf að breyta. Íslenskir leikmenn þurfa að stíga upp.“ Ívar vildi þó ekki að orð sín yrðu túlkuð þannig að banna ætti Bandaríkjamenn í íslensku deildinni. „Það líka styrkir deildina og gerir aðra betri. En við þurfum samt sem áður að setja meiri ábyrgð á íslensku leikmennina. Ekki alltaf treysta á að Kanarnir klári hvern einasta leik. Við þurfum að fá fleiri íslenska leikmenn sem eru að taka ábyrgð.“ „Við erum með stelpur sem geta spottað upp og skotið og svoleiðis en þá vantar okkur leikmenn sem geta búið eitthvað til fyrir þær.“ Hvað þarf Ívar að leggja áherslu á á æfingum næstu daga fyrir lokaleikinn gegn Bosníu á miðvikudag. „Við þurfum í fyrsta lagi að lengja líftíma okkar. Við þurfum að finna lausnir í sókninni og geta búið til eitthvað meira í sókninni en það sem Helena er að búa til, það þurfa fleiri að búa til færi fyrir okkur. Við verðum svolítið einhæf að það sé bara einn maður að búa eitthvað til, það þurfa fleiri að stíga upp,“ sagði Ívar Ásgrímsson. Körfubolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, segir fleiri íslenska leikmenn þurfa að spila ábyrgðarhlutverk í sínum félagsliðum. Íslenska landsliðið tapaði 52-82 fyrir því slóvakíska í Laugardalshöll í dag. „Ég er svekktur með þetta stóra tap því við vorum í þrjá leikhluta að gera mjög vel. Þetta er full stórt tap, maður hefði kannski sætt sig við 10-15 stiga tap, það hefði kannski verið sanngjarnt,“ sagði Ívar í leikslok. Íslenska liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum í undankeppni EM til þessa. „Við vorum fljótar að brotna og þær skora 12-0 í byrjun fjórða, þá var leikurinn búinn.“ „Mér fannst við vera að spila vel fyrstu þrjá leikhlutana og gera vel. Vandamálið er bara það að okkur vantar fleiri leikmenn sem geta búið eitthvað til. Helena var sú eina sem var að búa til og hún var orðin þreytt í lokin.“ „Við þurfum fleiri leikmenn sem geta gert eitthvað fyrir okkur. Ég hef bent á það að þetta er erfitt fyrir okkur, þegar við horfum á íslensku deildina og 90 prósent af liðunum eru með Kana sem skorar 40-50 stig í leik. Það eru fáir íslenskir leikmenn sem bera einhverja ábyrgð í þessum liðum og því þarf að breyta. Íslenskir leikmenn þurfa að stíga upp.“ Ívar vildi þó ekki að orð sín yrðu túlkuð þannig að banna ætti Bandaríkjamenn í íslensku deildinni. „Það líka styrkir deildina og gerir aðra betri. En við þurfum samt sem áður að setja meiri ábyrgð á íslensku leikmennina. Ekki alltaf treysta á að Kanarnir klári hvern einasta leik. Við þurfum að fá fleiri íslenska leikmenn sem eru að taka ábyrgð.“ „Við erum með stelpur sem geta spottað upp og skotið og svoleiðis en þá vantar okkur leikmenn sem geta búið eitthvað til fyrir þær.“ Hvað þarf Ívar að leggja áherslu á á æfingum næstu daga fyrir lokaleikinn gegn Bosníu á miðvikudag. „Við þurfum í fyrsta lagi að lengja líftíma okkar. Við þurfum að finna lausnir í sókninni og geta búið til eitthvað meira í sókninni en það sem Helena er að búa til, það þurfa fleiri að búa til færi fyrir okkur. Við verðum svolítið einhæf að það sé bara einn maður að búa eitthvað til, það þurfa fleiri að stíga upp,“ sagði Ívar Ásgrímsson.
Körfubolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira