Ódýrt lífeyriskerfi Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Sú fullyrðing heyrist furðu oft að lífeyrissjóðir landsins séu illa reknir. Oft fylgir að þeir séu óskilvirkir, með allt of mikla yfirbyggingu, starfsmenn séu á ofurlaunum og að almennt sé illa haldið utan um fjármuni sjóðfélaga. Þeir sem gagnrýna sjóðina, meðal annars á þessum forsendum, eiga greiðan aðgang að eyrum og augum landsmanna í gegnum samfélagsmiðla og almenna fjölmiðla. Smám saman hefur því teiknast upp skökk mynd af raunveruleikanum, sem er að lífeyriskerfið er ekki bara vel rekið heldur er það ótrúlega ódýrt miðað við umfang.Vel rekinn sjóður Í sumar birti Fjármálaeftirlitið samantekt um rekstur lífeyrissjóða landsins árið 2017. Þar kemur fram að heildar rekstrarkostnaður sjóðanna, sem eru tuttugu og fjórir talsins, nam rétt rúmlega sjö milljörðum króna. Ef við tökum Gildi-lífeyrissjóð, sem er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins, þá nam rekstrarkostnaður sjóðsins rúmlega átta hundruð milljónum. Það er auðvitað há upphæð en þegar horft er til þeirrar staðreyndar að sjóðurinn heldur m.a. utan um réttindi 226 þúsund sjóðfélaga, greiddi rúmlega 22.200 lífeyrisþegum elli-, örorku-, barna- og makalífeyri, tók við iðgjöldum fyrir tæplega 53.000 sjóðfélaga, hélt utan um ríflega 500 milljarða króna eignasafn, veitti tæplega 900 sjóðfélagalán og hélt utan um séreignarsparnað ríflega 36.500 einstaklinga er óhætt að fullyrða að sjóðfélagar fá mikið fyrir peninginn. Í því sambandi er hægt að leggja alls konar mælikvarða á rekstrarkostnaðinn. Einn er að hver sjóðfélagi greiddi tæplega 3.600 krónur allt árið fyrir þá þjónustu sem sjóðurinn veitir. Kostnaðarhlutfall sjóðsins, sem er rekstur deilt með heildareignum sjóðsins, er einnig mjög lágt, eða 0,16%.Lífeyrissjóðir eru tryggingafélög Enn annar mælikvarði sem hægt er að leggja á rekstur lífeyrissjóða er að skoða rekstrarkostnað í tengdri starfsemi. Í raun má segja að lífeyrissjóðir landsins, þar á meðal Gildi, séu í grunninn tryggingafélög. Sjóðfélagar greiða iðgjöld til lífeyrissjóðanna sem á móti veita tryggingu við örorku, makamissi, missi foreldris og auðvitað við starfslok sökum aldurs. Ef við leggjum þann mælikvarða á sjóðina og berum þá saman við rekstur stærstu tryggingafélaga landsins er niðurstaðan aftur hagstæð. Lífeyrissjóðir landsins eru tuttugu og fjórir talsins og heildar rekstrarkostnaður þeirra nam sjö milljörðum í fyrra. Rekstrarkostnaður VÍS á sama ári nam tæplega 4,5 milljörðum, Sjóvá tæplega 3,9 milljörðum og rekstrarkostnaður TM nam rúmlega 3,4 milljörðum króna. Rekstrarkostnaður þessara þriggja tryggingafélaga nam því tæplega 11,8 milljörðum króna. Auðvitað er rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga ekki að fullu sambærilegur, enda starfsemin ólík. En samanburðurinn er engu að síður áhugaverður.Lífeyrissjóðir sem fjármálastofnanir Það má líka bera rekstur lífeyriskerfisins saman við rekstur bankanna. Þegar það er gert kemur eftirfarandi í ljós. Rekstrarkostnaður Arion banka árið 2017 nam tæplega 30 milljörðum, rekstur Íslandsbanka kostaði tæplega 27 milljarða og tæplega 24 milljarða kostaði að reka Landsbankann. Rekstrarkostnaður þessara þriggja banka á síðasta ári nam því rétt tæplega 81 milljarði króna sem er tæplega tólffaldur rekstrarkostnaður allra lífeyrissjóða landsins. Aftur er tekið fram að auðvitað er starfsemi lífeyrissjóða og bankanna ólík. Eins og rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga er ekki eins. Engu að síður er erfitt að komast að annarri niðurstöðu við þennan samanburð en að lífeyriskerfið sé ótrúlega ódýrt í rekstri miðað við stærð þess, umfang og mikilvægi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Sú fullyrðing heyrist furðu oft að lífeyrissjóðir landsins séu illa reknir. Oft fylgir að þeir séu óskilvirkir, með allt of mikla yfirbyggingu, starfsmenn séu á ofurlaunum og að almennt sé illa haldið utan um fjármuni sjóðfélaga. Þeir sem gagnrýna sjóðina, meðal annars á þessum forsendum, eiga greiðan aðgang að eyrum og augum landsmanna í gegnum samfélagsmiðla og almenna fjölmiðla. Smám saman hefur því teiknast upp skökk mynd af raunveruleikanum, sem er að lífeyriskerfið er ekki bara vel rekið heldur er það ótrúlega ódýrt miðað við umfang.Vel rekinn sjóður Í sumar birti Fjármálaeftirlitið samantekt um rekstur lífeyrissjóða landsins árið 2017. Þar kemur fram að heildar rekstrarkostnaður sjóðanna, sem eru tuttugu og fjórir talsins, nam rétt rúmlega sjö milljörðum króna. Ef við tökum Gildi-lífeyrissjóð, sem er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins, þá nam rekstrarkostnaður sjóðsins rúmlega átta hundruð milljónum. Það er auðvitað há upphæð en þegar horft er til þeirrar staðreyndar að sjóðurinn heldur m.a. utan um réttindi 226 þúsund sjóðfélaga, greiddi rúmlega 22.200 lífeyrisþegum elli-, örorku-, barna- og makalífeyri, tók við iðgjöldum fyrir tæplega 53.000 sjóðfélaga, hélt utan um ríflega 500 milljarða króna eignasafn, veitti tæplega 900 sjóðfélagalán og hélt utan um séreignarsparnað ríflega 36.500 einstaklinga er óhætt að fullyrða að sjóðfélagar fá mikið fyrir peninginn. Í því sambandi er hægt að leggja alls konar mælikvarða á rekstrarkostnaðinn. Einn er að hver sjóðfélagi greiddi tæplega 3.600 krónur allt árið fyrir þá þjónustu sem sjóðurinn veitir. Kostnaðarhlutfall sjóðsins, sem er rekstur deilt með heildareignum sjóðsins, er einnig mjög lágt, eða 0,16%.Lífeyrissjóðir eru tryggingafélög Enn annar mælikvarði sem hægt er að leggja á rekstur lífeyrissjóða er að skoða rekstrarkostnað í tengdri starfsemi. Í raun má segja að lífeyrissjóðir landsins, þar á meðal Gildi, séu í grunninn tryggingafélög. Sjóðfélagar greiða iðgjöld til lífeyrissjóðanna sem á móti veita tryggingu við örorku, makamissi, missi foreldris og auðvitað við starfslok sökum aldurs. Ef við leggjum þann mælikvarða á sjóðina og berum þá saman við rekstur stærstu tryggingafélaga landsins er niðurstaðan aftur hagstæð. Lífeyrissjóðir landsins eru tuttugu og fjórir talsins og heildar rekstrarkostnaður þeirra nam sjö milljörðum í fyrra. Rekstrarkostnaður VÍS á sama ári nam tæplega 4,5 milljörðum, Sjóvá tæplega 3,9 milljörðum og rekstrarkostnaður TM nam rúmlega 3,4 milljörðum króna. Rekstrarkostnaður þessara þriggja tryggingafélaga nam því tæplega 11,8 milljörðum króna. Auðvitað er rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga ekki að fullu sambærilegur, enda starfsemin ólík. En samanburðurinn er engu að síður áhugaverður.Lífeyrissjóðir sem fjármálastofnanir Það má líka bera rekstur lífeyriskerfisins saman við rekstur bankanna. Þegar það er gert kemur eftirfarandi í ljós. Rekstrarkostnaður Arion banka árið 2017 nam tæplega 30 milljörðum, rekstur Íslandsbanka kostaði tæplega 27 milljarða og tæplega 24 milljarða kostaði að reka Landsbankann. Rekstrarkostnaður þessara þriggja banka á síðasta ári nam því rétt tæplega 81 milljarði króna sem er tæplega tólffaldur rekstrarkostnaður allra lífeyrissjóða landsins. Aftur er tekið fram að auðvitað er starfsemi lífeyrissjóða og bankanna ólík. Eins og rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga er ekki eins. Engu að síður er erfitt að komast að annarri niðurstöðu við þennan samanburð en að lífeyriskerfið sé ótrúlega ódýrt í rekstri miðað við stærð þess, umfang og mikilvægi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun