Sigur Verstappen setur meiri pressu á Honda Bragi Þórðarson skrifar 1. nóvember 2018 16:30 Hinn ungi Verstappen kom sá og sigraði í Mexíkó en Hamilton tók fyrirsagnirnar vísir/getty Max Verstappen stóð uppi sem sigurvegari fyrir Red Bull í mexíkóska kappakstrinum um síðustu helgi. Allt leit út fyrir að Red Bull bílarnir myndu klára keppnina í fyrsta og öðru sæti en vélarbilun hjá Daniel Ricciardo gerði hins vegar út um þær vonir þegar aðeins níu hringir voru eftir. Enginn hefur dottið úr leik oftar en Ricciardo í sumar og þar er aðalega um að kenna Renault vélinni í Red Bull bílunum. Á næsta ári mun liðið skipta yfir í Honda vélar en japanski framleiðandinn hefur verið í samstarfi við dótturlið Red Bull, Toro Rosso, í ár. Ekkert hefur gengið upp hjá Honda frá því þeir snéru aftur í Formúlu 1 árið 2015. Árangurinn með McLaren fyrstu árin var svo slæmur að enska liðið hætti samstarfinu síðasta vetur. Vélarframleiðandinn hefur lítið bætt sig á þessu ári með Toro Rosso. „Við vitum að Red Bull bíllinn getur unnið 3-5 keppnir ár hvert,“ sagði Ben Anderson, blaðamaður Autosport tímaritsins í vikunni. „Á næsta ári verður Honda í fyrsta skiptið í þeirri stöðu að geta unnið keppnir, því verður pressan mun meiri.“ Christian Horner, stjóri Red Bull, er viss um að japanski vélarframleiðandinn mun bæta gengi liðsins á næsta keppnistímabili. Daniel Ricciardo hefur alls unnið sjö keppnir með Red Bull en treystir augljóslega ekki Honda samstarfinu og ákvað því að fara yfir til Renault á næsta ári. Segja má að samstarfið sé síðasti séns fyrir vélarframleiðandann að sanna sig í Formúlu 1 og verður því áhugavert að fylgjast með Red Bull Honda á næsta tímabili. Formúla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Max Verstappen stóð uppi sem sigurvegari fyrir Red Bull í mexíkóska kappakstrinum um síðustu helgi. Allt leit út fyrir að Red Bull bílarnir myndu klára keppnina í fyrsta og öðru sæti en vélarbilun hjá Daniel Ricciardo gerði hins vegar út um þær vonir þegar aðeins níu hringir voru eftir. Enginn hefur dottið úr leik oftar en Ricciardo í sumar og þar er aðalega um að kenna Renault vélinni í Red Bull bílunum. Á næsta ári mun liðið skipta yfir í Honda vélar en japanski framleiðandinn hefur verið í samstarfi við dótturlið Red Bull, Toro Rosso, í ár. Ekkert hefur gengið upp hjá Honda frá því þeir snéru aftur í Formúlu 1 árið 2015. Árangurinn með McLaren fyrstu árin var svo slæmur að enska liðið hætti samstarfinu síðasta vetur. Vélarframleiðandinn hefur lítið bætt sig á þessu ári með Toro Rosso. „Við vitum að Red Bull bíllinn getur unnið 3-5 keppnir ár hvert,“ sagði Ben Anderson, blaðamaður Autosport tímaritsins í vikunni. „Á næsta ári verður Honda í fyrsta skiptið í þeirri stöðu að geta unnið keppnir, því verður pressan mun meiri.“ Christian Horner, stjóri Red Bull, er viss um að japanski vélarframleiðandinn mun bæta gengi liðsins á næsta keppnistímabili. Daniel Ricciardo hefur alls unnið sjö keppnir með Red Bull en treystir augljóslega ekki Honda samstarfinu og ákvað því að fara yfir til Renault á næsta ári. Segja má að samstarfið sé síðasti séns fyrir vélarframleiðandann að sanna sig í Formúlu 1 og verður því áhugavert að fylgjast með Red Bull Honda á næsta tímabili.
Formúla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira