Feðraveldið María Bjarnadóttir skrifar 2. nóvember 2018 07:00 Feðraveldi er ferlegt orð. Bæði vegna þess sem það stendur fyrir, en líka vegna þess hversu illa það lýsir því sem það þýðir. Feðraveldi er þýðing á enska hugtakinu patriarchy. Það er til betri þýðing. Kynjakerfi. Kynjakerfi er kerfið sem hefur valdið því að karlar; menn og drengir, hafa ekki alist upp við að tala um tilfinningar sínar, heldur að harka af sér. Það hefur viðhaldið stöðluðum ímyndum um karlmennsku sem birtist til dæmis í því að fjölmiðill gerir lítið úr mínum uppáhalds Króla sem opinberar tilfinningar sínar þegar hann talar um ofbeldi gegn konum, í stað þess að fjalla um samfélagsmeinið sem hann táraðist yfir. Þetta kynjakerfi hefur sætt nokkrum barsmíðum, lengst af aðallega af hálfu kvenna og femínista. Megintilgangur barningsins hefur verið að búa til svigrúm fyrir konur í samfélaginu til jafns við karla, losa þær undan ofbeldi sem hefur verið samofið samfélagsgerðum og vinna að því að upplifanir kvenna verði metnar til jafns við karla. Til dæmis með að borga þeim sömu laun fyrir sömu störf. Sannarlega byltingarkennt. Kynjakerfið heldur aftur af okkur öllum og það eru ekki bara konur sem njóta ágóðans af því að það kvarnist upp úr því. Það gera þau sem finna sig ekki í hinum hefðbundna tvískipta heimi karla og kvenna sem gerir tortryggilegt að fólk upplifi sig fyrst og fremst sem einstaklinga, en ekki kyn. Konur sannarlega. En það gera líka karlar; strákar og menn. Kynjakerfið er ímyndað kerfi sem setur upp raunverulegar hindranir og óþolandi takmarkanir. Er ekki kominn tími á að smalla það bara? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Feðraveldi er ferlegt orð. Bæði vegna þess sem það stendur fyrir, en líka vegna þess hversu illa það lýsir því sem það þýðir. Feðraveldi er þýðing á enska hugtakinu patriarchy. Það er til betri þýðing. Kynjakerfi. Kynjakerfi er kerfið sem hefur valdið því að karlar; menn og drengir, hafa ekki alist upp við að tala um tilfinningar sínar, heldur að harka af sér. Það hefur viðhaldið stöðluðum ímyndum um karlmennsku sem birtist til dæmis í því að fjölmiðill gerir lítið úr mínum uppáhalds Króla sem opinberar tilfinningar sínar þegar hann talar um ofbeldi gegn konum, í stað þess að fjalla um samfélagsmeinið sem hann táraðist yfir. Þetta kynjakerfi hefur sætt nokkrum barsmíðum, lengst af aðallega af hálfu kvenna og femínista. Megintilgangur barningsins hefur verið að búa til svigrúm fyrir konur í samfélaginu til jafns við karla, losa þær undan ofbeldi sem hefur verið samofið samfélagsgerðum og vinna að því að upplifanir kvenna verði metnar til jafns við karla. Til dæmis með að borga þeim sömu laun fyrir sömu störf. Sannarlega byltingarkennt. Kynjakerfið heldur aftur af okkur öllum og það eru ekki bara konur sem njóta ágóðans af því að það kvarnist upp úr því. Það gera þau sem finna sig ekki í hinum hefðbundna tvískipta heimi karla og kvenna sem gerir tortryggilegt að fólk upplifi sig fyrst og fremst sem einstaklinga, en ekki kyn. Konur sannarlega. En það gera líka karlar; strákar og menn. Kynjakerfið er ímyndað kerfi sem setur upp raunverulegar hindranir og óþolandi takmarkanir. Er ekki kominn tími á að smalla það bara?
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar