Feðraveldið María Bjarnadóttir skrifar 2. nóvember 2018 07:00 Feðraveldi er ferlegt orð. Bæði vegna þess sem það stendur fyrir, en líka vegna þess hversu illa það lýsir því sem það þýðir. Feðraveldi er þýðing á enska hugtakinu patriarchy. Það er til betri þýðing. Kynjakerfi. Kynjakerfi er kerfið sem hefur valdið því að karlar; menn og drengir, hafa ekki alist upp við að tala um tilfinningar sínar, heldur að harka af sér. Það hefur viðhaldið stöðluðum ímyndum um karlmennsku sem birtist til dæmis í því að fjölmiðill gerir lítið úr mínum uppáhalds Króla sem opinberar tilfinningar sínar þegar hann talar um ofbeldi gegn konum, í stað þess að fjalla um samfélagsmeinið sem hann táraðist yfir. Þetta kynjakerfi hefur sætt nokkrum barsmíðum, lengst af aðallega af hálfu kvenna og femínista. Megintilgangur barningsins hefur verið að búa til svigrúm fyrir konur í samfélaginu til jafns við karla, losa þær undan ofbeldi sem hefur verið samofið samfélagsgerðum og vinna að því að upplifanir kvenna verði metnar til jafns við karla. Til dæmis með að borga þeim sömu laun fyrir sömu störf. Sannarlega byltingarkennt. Kynjakerfið heldur aftur af okkur öllum og það eru ekki bara konur sem njóta ágóðans af því að það kvarnist upp úr því. Það gera þau sem finna sig ekki í hinum hefðbundna tvískipta heimi karla og kvenna sem gerir tortryggilegt að fólk upplifi sig fyrst og fremst sem einstaklinga, en ekki kyn. Konur sannarlega. En það gera líka karlar; strákar og menn. Kynjakerfið er ímyndað kerfi sem setur upp raunverulegar hindranir og óþolandi takmarkanir. Er ekki kominn tími á að smalla það bara? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Feðraveldi er ferlegt orð. Bæði vegna þess sem það stendur fyrir, en líka vegna þess hversu illa það lýsir því sem það þýðir. Feðraveldi er þýðing á enska hugtakinu patriarchy. Það er til betri þýðing. Kynjakerfi. Kynjakerfi er kerfið sem hefur valdið því að karlar; menn og drengir, hafa ekki alist upp við að tala um tilfinningar sínar, heldur að harka af sér. Það hefur viðhaldið stöðluðum ímyndum um karlmennsku sem birtist til dæmis í því að fjölmiðill gerir lítið úr mínum uppáhalds Króla sem opinberar tilfinningar sínar þegar hann talar um ofbeldi gegn konum, í stað þess að fjalla um samfélagsmeinið sem hann táraðist yfir. Þetta kynjakerfi hefur sætt nokkrum barsmíðum, lengst af aðallega af hálfu kvenna og femínista. Megintilgangur barningsins hefur verið að búa til svigrúm fyrir konur í samfélaginu til jafns við karla, losa þær undan ofbeldi sem hefur verið samofið samfélagsgerðum og vinna að því að upplifanir kvenna verði metnar til jafns við karla. Til dæmis með að borga þeim sömu laun fyrir sömu störf. Sannarlega byltingarkennt. Kynjakerfið heldur aftur af okkur öllum og það eru ekki bara konur sem njóta ágóðans af því að það kvarnist upp úr því. Það gera þau sem finna sig ekki í hinum hefðbundna tvískipta heimi karla og kvenna sem gerir tortryggilegt að fólk upplifi sig fyrst og fremst sem einstaklinga, en ekki kyn. Konur sannarlega. En það gera líka karlar; strákar og menn. Kynjakerfið er ímyndað kerfi sem setur upp raunverulegar hindranir og óþolandi takmarkanir. Er ekki kominn tími á að smalla það bara?
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun