Körfubolti

Martin meiddist í Evrópuleik: „Ég segi ein vika en læknirinn segir fjórar til sex“

Anton Ingi Leifson skrifar
Martin í leik með Alba.
Martin í leik með Alba. vísir/getty

Martin Hermannsson meiddist í leik Alba Berlín í Evrópukeppninni í gærkvöldi er liðið hafði betur eftir framlengingu gegn Tofas frá Tyrklandi, 106-101.

Martin skoraði ellefu stig í leiknum en hann greinir frá því á Twitter-síðu sinni að hann hafi þurft að yfirgefa völlinn vegna meiðsla.

KR-ingurinn segist vera á leið í nánari skoðun á morgun en hann vonast til að vera bara frá í eina viku. Þó eru sjúkraþjálfarar og læknar Alba Berlín ekki sammála honum.

Martin segir frá því að sjúkraþjálfarinn haldi að hann verði frá í þrjár vikur en læknirinn haldi því fram að þetta séu fjögur til sex vikur. Það komi þó í ljós á morgun.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.