Körfubolti

Ívar valdi tvo nýliða fyrir nóvemberleiki stelpnanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigrún Björg Ólafsdóttir.
Sigrún Björg Ólafsdóttir. Vísir/Bára

Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, valdi fjórtán leikmenn í hóp sinn fyrir tvo síðustu leikina í undankeppni EM 2019.

Leikirnir verða á móti Slóvakíu og Bosníu en þeir fara báðir fram í Laugardalshöllinni seinna í þessum mánuði.

Helena Sverrisdóttir kemur heim frá Ungverjalandi til þess að spila þessa tvo leiki en hún leikur sem atvinnumaður með liði CEKK Cegléd. Hildur Björg Kjartansdóttir kemur einnig heim til Íslands en hún spilar með Celta de Vigo á Spáni. Aðrir leikmenn spila í deildinni hér heima.

Í æfingahóp landsliðsins eru tveir nýliðar þær Bríet Sif Hinriksdóttir úr Stjörnunni og Sigrún Björg Ólafsdóttir úr Haukum. Sigrún Björg Ólafsdóttir er fædd árið 2001 en hún er dóttir Ólafs Rafnssonar fyrrum formanns KKÍ og forseta FIBA Europe.

Tvíburasystir Bríetar er Sara Rún Hinriksdóttir sem hefur leikið 12 leiki fyrir Ísland en er nú við nám í Bandaríkjunum og kemst ekki í þessa leiki.

Liðið hefur æfingar eftir helgi og undirbýr sig fyrir síðustu tvo leiki landsliðsins í undankeppni EuroBasket Women 2019, en lokamótið fer fram næsta sumar í Lettlandi og Serbíu.

Ísland mætir Slóvakíu laugardaginn 17. nóvember kl. 16:00 og Bosníu miðvikudaginn 21. nóvember kl. 19.45 en báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni.


Íslenski landsliðshópurinn lítur þannig út:
(Leikstöður samkvæmt fréttatilkynningu KKÍ)

Bakverðir:
Briet Sif Hinriksdóttir, Stjarnan
Embla Kristínardóttir, Keflavík
Guðbjörg Sverrisdóttir, Valur
Hallveig Jónsdóttir, Valur
Sigrún Björg Ólafsdóttir, Haukar
Sóllilja Bjarnadóttir, Breiðablik
Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukar

Framherjar:
Berglind Gunnarsdóttir, Snæfell
Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfel
Helena Sverrisdóttir, CEKK Cegléd
Hildur Björg Kjartansdóttir, Celta de Vigo
Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, Skallagrímur

Miðherjar:
Birna Valgerður Benýsdóttir, Keflavík
Ragnheiður Benónísdóttir, Stjarnan
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.