Viðskipti innlent

Gengi hinnar sveiflukenndu krónu vart haggast þrátt fyrir stórar fréttir úr viðskiptalífinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Sveiflur á gengi krónunnar í október voru miklar en gengið hefur verið stöðugt það sem af er nóvembermánuði.
Sveiflur á gengi krónunnar í október voru miklar en gengið hefur verið stöðugt það sem af er nóvembermánuði. Vísir/Getty

Gengi krónunnar hefur vart haggast þrátt fyrir að stórar fréttir hafi borist úr viðskiptalífinu undanfarna daga. Á föstudag tilkynnti Seðlabankinn að hann hefði ákveðið að slaka á innflæðishöftum, á mánudag bárust svo fréttir af kaupum Icelandair á WOW Air og í gær ákvað Seðlabankinn að hækka vexti bankans.

Á meðan þetta hefur staðið yfir hefur gengi krónunnar haldist stöðugt eftir miklar sveiflur í októbermánuði.

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir í samtali við Vísi að flæðið og kraftarnir sem virka á gjaldeyrismarkaði virðast ekki svo ýkja næmir fyrir jákvæðum fréttum.

„Mildun innflæðishafta og sameining WOW og Icelandair ættu að vera fréttir sem hafa jákvæð áhrif á stemninguna á markaði. Krónan hefur hins vegar verið mjög stöðug þessa vikuna. Það má kallað það einhverskonar árangur. Hún virðist vera býsna ónæmi fyrir fréttaflæði sem hefur að mörgu leyti verið jákvæð,“ segir Jón Bjarki.

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir

Tónn Seðlabankamanna mildaði viðbrögðin

Vaxtahækkun Seðlabankans var óvænt að margra mati en á móti kemur var tónn Seðlabankamanna ekki harður þegar ákvörðunin var rökstudd nánar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði til að mynda að með þessari ákvörðun væri Seðlabankinn kominn í hlutlausan gír gagnvart markaðinum.

„Það væntanlega hefur haft mildandi áhrif á viðbrögð vegna þessarar ákvörðunar,“ segir Jón Bjarki.

Hann segir að enn eigi áhrifin á mildun innflæðishafta eftir að koma í ljós. Um er að ræða breytingar á bindiskyldu vegna innstreymis erlends gjaldeyris. Talið er að þessi ákvörðun eigi að geta leitt til styrkingar á gengi íslensku krónunnar vegna mikillar eftirspurnar erlendra aðila.

„Það mun taka lengri tíma að bíða eftir viðbrögðum erlendra aðila. Ef áhugi þeirra eykst raunverulega tekur það einhverjar vikur eða lengur að skila sér í fjárfestingum inn í markaðinn,“ segir Jón Bjarki.

Flugfélögin tvö verða áfram rekin undir sömu vörumerkjum. Vísir/Vilhelm

Í grennd við jafnvægisgengi

Hann segist taka undir mat Seðlabankans að núverandi gengi krónunnar sé í grennd við eðlilegt jafnvægisgengi.

„Jákvæðar fréttir eru því ekki endilega til þess fallnar að skila einhverri mikilli styrkingu. Fyrst og fremst róa þær markað sem er búinn að vera órólegur og kvikur og við höfum vissulega séð merki um það. Það þarf samt greinilega meira til að snúa flæðinu á þann veg að menn fara að selja gjaldeyri í stórum stíl.“

Sveiflur á gengi krónunnar í október voru miklar en gengið hefur verið stöðugt það sem af er nóvembermánuði.

Jón Bjarki segir sameiningu Icelandair og WOW Air hafa dregið úr áhyggjum manna á skelli á framboði, sem hefði geta leitt til tímabundinnar fækkunar á ferðamönnum yfir vetrarmánuðinn.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.