Viðskipti innlent

Seðlabankinn slakar á innflæðishöftum

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Már Guðmundsson seðlaankastjóri. Á vef Seðlabankans kemur fram að nú hafi myndast aðstæður til að slaka á innflæðishöftunum með minni vaxtamun gagnvart útlöndum og lægra gengi krónunnar.
Már Guðmundsson seðlaankastjóri. Á vef Seðlabankans kemur fram að nú hafi myndast aðstæður til að slaka á innflæðishöftunum með minni vaxtamun gagnvart útlöndum og lægra gengi krónunnar. Vísir/Stefán
Seðlabanki Íslands ákvað í dag að slaka á innflæðishöftunum svokölluðu með breytingu á reglum um bindiskyldu vegna innstreymis erlends gjaldeyris.

Breytingarnar, sem eru háðar samþykki fjármála- og efnahagsráðherra, fela í sér lækkun á bindingarhlutfalli reglnanna úr 40% í 20%.

Vegna mikillar eftirspurnar erlendra aðila ætti breytingin á innflðishöftunum að leiða til styrkingar á gengi íslensku krónunnar sem mun vega upp á móti veikingu síðustu vikna en aðilar á markaði eins og starfsmenn fjármála- og verðbréfafyrirtækja hafa lengi kallað eftir því að reglunum um bindiskyldu verði breytt.

Hin sérstaka bindingarskylda á fjármagnsinnstreymi á skuldabréfamarkað og í hávaxtainnstæður, sem er oft nefnd innflæðishöft í daglegu tali, var sett á í júní 2016 með það að markmiði að tempra og hafa áhrif á samsetningu innstreymis erlends fjármagns á innlendan skuldabréfamarkað og hávaxtainnstæður og til að styrkja miðlunarferli peningastefnunnar.

Á vef Seðlabankans þar sem greint er frá ákvörðun bankans kemur fram að nú hafi myndast aðstæður til að lækka bindingarhlutfallið með minni vaxtamun gagnvart útlöndum og lægra gengi krónunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×