Ég er pólitískur fangi á Spáni Jordi Cuixart skrifar 30. október 2018 07:00 Undanfarið ár hef ég verið læstur inni í fangaklefa og horft upp á himininn í gegnum rimla. Undanfarið ár hef ég einungis fengið að sjá átján mánaða gamlan son minn í nokkrar klukkustundir á hverjum mánuði. Undanfarið ár hef ég ekki fengið að hafa farsíma eða netsamband. Undanfarið ár hef ég þurft að fylgjast með fyrirtæki mínu úr fjarska. Undanfarið ár hef ég verið í haldi án möguleika á lausn gegn tryggingu, meira að segja án réttarhalda, fyrir að hafa staðið vörð um grundvallarréttindi borgara lýðræðisríkis á borð við tjáningarfrelsið og frelsi til mótmæla. Undanfarið ár hef ég verið pólitískur fangi, gísl spænsku ríkisstjórnarinnar. Ef Spánn er lýðræðisríki, hvernig er þetta þá mögulegt? Hvernig getur ríkið haldið pólitískum föngum fyrst harðstjórn Francos á að hafa liðið undir lok fyrir meira en fjörutíu árum? Við þessum spurningum er ekkert einfalt svar. Spánn glímir nú við gríðarlegt pólitískt vandamál varðandi málefni Katalóníu. En Spánn virðist ekki geta tekist á við vandamálið á þá einu mögulegu leið sem nútímalýðræðisríki hafa, sem er að leysa málið á sviði stjórnmálanna. Þess í stað reyna þau að leysa málið með lögreglu og dómurum en átta sig ekki á því að það gerir vandann bara stærri. Ef áttatíu prósent nokkurrar þjóðar segjast vilja greiða atkvæði um stjórnmálalega framtíð sína í þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og er tilfellið í Katalóníu, geturðu ekki þóst ekki heyra ákallið. Þegar Kanada og Bretland hlustuðu á slík áköll ákváðu ríkin að semja við Quebec og Skotland um slíkar atkvæðagreiðslur. Þegar tvær milljónir Katalóna lögðu leið sína á kjörstað, líkt og gerðist þann 1. október á síðasta ári, sendirðu ekki spænska lögregluþjóna til þess að lemja á friðsælu fólki. Og ef þú vilt að ríki þitt sé álitið réttarríki sendirðu ekki saklaust fólk í fangelsi eða útlegð, líkt og gerist nú á Spáni. Þegar ég var handtekinn fyrir ári var ég sakaður um uppreisnaráróður fyrir að hafa klifrað upp á spænskan lögreglubíl (með leyfi lögregluþjónanna) og var því haldið fram að ég hefði gert það til þess að hvetja friðsamlega mótmælendur í Barcelona, sem ég var að reyna að fá til að tvístrast, til þess að beita ofbeldi. Þegar myndbönd birtust sem sýndu að ég væri að biðja mótmælendur um að fara heim breytti spænska ríkisstjórnin sökunum úr uppreisnaráróðri í uppreisn gegn spænska ríkinu. Nú er ég sakaður um að hafa hvatt fólk til þátttöku í atkvæðagreiðslu 1. október 2017 og til þess að hvetja fólk til þess að hindra för spænskra lögreglubíla á kjörstaði, þar sem þeir reyndu að stöðva atkvæðagreiðsluna með ofbeldi. Rangar sakargiftir Báðar sakargiftir eru rangar og án nokkurra sönnunargagna. Þetta er farsi. Þegar réttarhöld mín hefjast mun reynast afar erfitt að halda ákæru fyrir uppreisn á lofti. Ef ég er sakfelldur mun ég áfrýja málinu áfram til dómskerfis Evrópusambandsins. Spánn hefur nú þegar séð að hvorki Þýskaland, Bretland né Belgía hafa samþykkt evrópskar handtökuskipanir þeirra og beiðnir um framsal útlægra meðlima katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem eru á flótta undan sambærilegum ákærum, vegna þess að dómarar þeirra ríkja sáu að ákærurnar væru án grundvallar í spænskum lögum. Er Spánn eina ríkið sem vill ekki viðurkenna að eina ofbeldið sem átti sér stað í Katalóníu var á ábyrgð þeirra eigin lögreglumanna, sem börðu á friðsamlegum kjósendum um gjörvalla Katalóníu, ofbeldi sem mátti sjá á sjónvarpsstöðvum og forsíðum dagblaða um allan heim? Er virkilega svo erfitt að skilja að kjörseðlar og kjörkassar eru ekki hættuleg vopn í lýðræðisríki? Spánn lagði leið sína niður hættulegan stíg fyrir nokkrum árum. Leið sem felst í því að þrengja að réttindum einstaklingsins og almennra mannréttinda og er þessi aðför nú komin að þolmörkum. Evrópusambandið einblínir á Pólland og Ungverjaland í tengslum við slík mál en ætti líka að horfa gagnrýnum augum á vaxandi lýðræðisvanda Spánar. Um nokkurt skeið hafa ekki einungis sjálfstæðissinnar í Katalóníu verið sóttir til saka fyrir að nýta frelsi sitt heldur hefur Spánn einnig lokað á vefsíður og dagblöð, jafnvel sakfellt listamenn og brúðuleikara fyrir listaverk sín. „Katalóníukrísan“ hefur verið of lengi í sjálfheldu. Þetta er áríðandi vandamál sem krefst pólitískrar lausnar. Sjö leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar eru í útlegð, meðal annars héraðsforsetinn Carles Puigdemont, og níu okkar eru í fangelsi. Okkur er haldið án lausnar gegn tryggingu eða réttarhalda. Erlendir stjórnmálamenn úr öllum hreyfingum, friðarverðlaunahafar Nóbels, Amnesty International og Mannréttindavaktin hafa öll gagnrýnt ástandið, kallað eftir viðræðum og því að við verðum leyst úr haldi. Fyrst árangur virðist ómögulegur hjá spænsku ríkisstjórninni er kannski tími til kominn að alþjóðlegir aðilar miðli málum og Evrópusambandið eða ríkisstjórn evrópsks ríkis spili þar hlutverk. Það er einfaldlega ekki rétt að á Spáni 21. aldarinnar, eða í nokkru Evrópuríki, skuli vera til pólitískir fangar á borð við mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarið ár hef ég verið læstur inni í fangaklefa og horft upp á himininn í gegnum rimla. Undanfarið ár hef ég einungis fengið að sjá átján mánaða gamlan son minn í nokkrar klukkustundir á hverjum mánuði. Undanfarið ár hef ég ekki fengið að hafa farsíma eða netsamband. Undanfarið ár hef ég þurft að fylgjast með fyrirtæki mínu úr fjarska. Undanfarið ár hef ég verið í haldi án möguleika á lausn gegn tryggingu, meira að segja án réttarhalda, fyrir að hafa staðið vörð um grundvallarréttindi borgara lýðræðisríkis á borð við tjáningarfrelsið og frelsi til mótmæla. Undanfarið ár hef ég verið pólitískur fangi, gísl spænsku ríkisstjórnarinnar. Ef Spánn er lýðræðisríki, hvernig er þetta þá mögulegt? Hvernig getur ríkið haldið pólitískum föngum fyrst harðstjórn Francos á að hafa liðið undir lok fyrir meira en fjörutíu árum? Við þessum spurningum er ekkert einfalt svar. Spánn glímir nú við gríðarlegt pólitískt vandamál varðandi málefni Katalóníu. En Spánn virðist ekki geta tekist á við vandamálið á þá einu mögulegu leið sem nútímalýðræðisríki hafa, sem er að leysa málið á sviði stjórnmálanna. Þess í stað reyna þau að leysa málið með lögreglu og dómurum en átta sig ekki á því að það gerir vandann bara stærri. Ef áttatíu prósent nokkurrar þjóðar segjast vilja greiða atkvæði um stjórnmálalega framtíð sína í þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og er tilfellið í Katalóníu, geturðu ekki þóst ekki heyra ákallið. Þegar Kanada og Bretland hlustuðu á slík áköll ákváðu ríkin að semja við Quebec og Skotland um slíkar atkvæðagreiðslur. Þegar tvær milljónir Katalóna lögðu leið sína á kjörstað, líkt og gerðist þann 1. október á síðasta ári, sendirðu ekki spænska lögregluþjóna til þess að lemja á friðsælu fólki. Og ef þú vilt að ríki þitt sé álitið réttarríki sendirðu ekki saklaust fólk í fangelsi eða útlegð, líkt og gerist nú á Spáni. Þegar ég var handtekinn fyrir ári var ég sakaður um uppreisnaráróður fyrir að hafa klifrað upp á spænskan lögreglubíl (með leyfi lögregluþjónanna) og var því haldið fram að ég hefði gert það til þess að hvetja friðsamlega mótmælendur í Barcelona, sem ég var að reyna að fá til að tvístrast, til þess að beita ofbeldi. Þegar myndbönd birtust sem sýndu að ég væri að biðja mótmælendur um að fara heim breytti spænska ríkisstjórnin sökunum úr uppreisnaráróðri í uppreisn gegn spænska ríkinu. Nú er ég sakaður um að hafa hvatt fólk til þátttöku í atkvæðagreiðslu 1. október 2017 og til þess að hvetja fólk til þess að hindra för spænskra lögreglubíla á kjörstaði, þar sem þeir reyndu að stöðva atkvæðagreiðsluna með ofbeldi. Rangar sakargiftir Báðar sakargiftir eru rangar og án nokkurra sönnunargagna. Þetta er farsi. Þegar réttarhöld mín hefjast mun reynast afar erfitt að halda ákæru fyrir uppreisn á lofti. Ef ég er sakfelldur mun ég áfrýja málinu áfram til dómskerfis Evrópusambandsins. Spánn hefur nú þegar séð að hvorki Þýskaland, Bretland né Belgía hafa samþykkt evrópskar handtökuskipanir þeirra og beiðnir um framsal útlægra meðlima katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem eru á flótta undan sambærilegum ákærum, vegna þess að dómarar þeirra ríkja sáu að ákærurnar væru án grundvallar í spænskum lögum. Er Spánn eina ríkið sem vill ekki viðurkenna að eina ofbeldið sem átti sér stað í Katalóníu var á ábyrgð þeirra eigin lögreglumanna, sem börðu á friðsamlegum kjósendum um gjörvalla Katalóníu, ofbeldi sem mátti sjá á sjónvarpsstöðvum og forsíðum dagblaða um allan heim? Er virkilega svo erfitt að skilja að kjörseðlar og kjörkassar eru ekki hættuleg vopn í lýðræðisríki? Spánn lagði leið sína niður hættulegan stíg fyrir nokkrum árum. Leið sem felst í því að þrengja að réttindum einstaklingsins og almennra mannréttinda og er þessi aðför nú komin að þolmörkum. Evrópusambandið einblínir á Pólland og Ungverjaland í tengslum við slík mál en ætti líka að horfa gagnrýnum augum á vaxandi lýðræðisvanda Spánar. Um nokkurt skeið hafa ekki einungis sjálfstæðissinnar í Katalóníu verið sóttir til saka fyrir að nýta frelsi sitt heldur hefur Spánn einnig lokað á vefsíður og dagblöð, jafnvel sakfellt listamenn og brúðuleikara fyrir listaverk sín. „Katalóníukrísan“ hefur verið of lengi í sjálfheldu. Þetta er áríðandi vandamál sem krefst pólitískrar lausnar. Sjö leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar eru í útlegð, meðal annars héraðsforsetinn Carles Puigdemont, og níu okkar eru í fangelsi. Okkur er haldið án lausnar gegn tryggingu eða réttarhalda. Erlendir stjórnmálamenn úr öllum hreyfingum, friðarverðlaunahafar Nóbels, Amnesty International og Mannréttindavaktin hafa öll gagnrýnt ástandið, kallað eftir viðræðum og því að við verðum leyst úr haldi. Fyrst árangur virðist ómögulegur hjá spænsku ríkisstjórninni er kannski tími til kominn að alþjóðlegir aðilar miðli málum og Evrópusambandið eða ríkisstjórn evrópsks ríkis spili þar hlutverk. Það er einfaldlega ekki rétt að á Spáni 21. aldarinnar, eða í nokkru Evrópuríki, skuli vera til pólitískir fangar á borð við mig.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar