Svívirða kjartan hreinn Njálsson skrifar 30. október 2018 07:15 Að ætla að leyfa fóstureyðingu þegar móðir hefur lokið meira en hálfri meðgöngu, bara því henni datt það í hug þá, er svívirðilegt.“ Þetta sagði Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, í frétt Fréttablaðsins í gær um fyrirhugað frumvarp heilbrigðisráðherra um að leyfa þungunarrof að 22. viku meðgöngu. Það er hollt að eiga stöðugt og uppbyggjandi samtal um þungunarrof. Fóstureyðingar hafa verið hluti af okkar samfélagi í 80 ár. Þær eru og verða hluti af samfélagsgerð okkar. En verði umræðan um þetta mikilvæga mál háð úr skotgröfunum og á forsendum upphrópana, þá er hún dauðadæmd. Það að einhver manneskja þurfi að taka slíka ákvörðun er hörmulegt og að baki geta legið margþættar ástæður; félagslegar, læknisfræðilegar, og persónulegar. En það ber vott um mikið skilningsleysi á aðstæðum þessara kvenna að tala um að ákvörðunin sé tekin „bara því henni datt það í hug“. Í orðum þingmannsins er að finna það viðhorf til sjálfsákvörðunarréttar verðandi mæðra sem blasir við eftir að vanþekking, vanvirðing og forneskjuleg og úrsérgengin viðhorf hafa verið soðin niður í það sótsvarta gall sem oft á tíðum einkennir alla umræðu um þungunarrof. Örfá tilfelli á ári, teljandi á fingrum annarrar handar, koma upp þar sem verðandi móðir, gengin 22 vikur, óskar þess að þungun verði rofin. Hingað til, undir núverandi og úreltum lögum, hafa þessar konur þurft að leita út fyrir landsteinana til að fá vilja sínum framgengt. Ekki er að sjá í þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið að þungunarrof sé frekar gert síðar á meðgöngu með víðari tímaramma. Á öllum Norðurlöndunum eru 90 prósent þungunarrofa framkvæmd fyrir lok 12. viku og í kringum eitt prósent eru gerð eftir 16. viku. Í fyrirhuguðu frumvarpi heilbrigðisráðherra verður höfuðáhersla lögð á þennan sjálfsákvörðunarrétt. Vilji verðandi móður ræður og gildir einu hvaða ástæður liggja að baki ákvörðuninni. Og það er þessi ákvörðun sem skiptir mestu. Samfélagið, ríkjandi viðhorf eða fordæming annarra má ekki bera sjálfsákvörðunarréttinn ofurliði. Frumvarpið virðist taka mið af fjölmörgum athugasemdum fæðingarlækna, kvensjúkdómalækna, hjúkrunarfræðinga og fleiri sérfræðinga sem ítrekuðu í athugasemdum sínum við frumvarpið í sinni upprunalegu mynd að skynsamlegast sé að setja mörkin við 22. viku vegna þess að mörg alvarleg frávik eru ekki greinanleg fyrr en eftir 18. viku. Að þeirra mati er það heppilegast að verðandi mæður og foreldrar fái sem besta mynd af stöðu mála áður en ákvörðun er tekin. Það er eðlilegt og skynsamlegt viðhorf sem sæmir upplýstu og skilningsríku samfélagi. Í stað þess að fordæma ættum við að freista þess að skilja ástæðu ákvörðunarinnar um þungunarrof. Segir hún mögulega meira um það hvernig við lítum á fötlun og hugsum um þá sem sem stríða við langvinn og mikil veikindi í samfélagi okkar, heldur en um ágæti einstaklingsins sem tekur hina erfiðu ákvörðun? Gleymum ekki því umhverfi sem ákvörðunin er tekin í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Að ætla að leyfa fóstureyðingu þegar móðir hefur lokið meira en hálfri meðgöngu, bara því henni datt það í hug þá, er svívirðilegt.“ Þetta sagði Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, í frétt Fréttablaðsins í gær um fyrirhugað frumvarp heilbrigðisráðherra um að leyfa þungunarrof að 22. viku meðgöngu. Það er hollt að eiga stöðugt og uppbyggjandi samtal um þungunarrof. Fóstureyðingar hafa verið hluti af okkar samfélagi í 80 ár. Þær eru og verða hluti af samfélagsgerð okkar. En verði umræðan um þetta mikilvæga mál háð úr skotgröfunum og á forsendum upphrópana, þá er hún dauðadæmd. Það að einhver manneskja þurfi að taka slíka ákvörðun er hörmulegt og að baki geta legið margþættar ástæður; félagslegar, læknisfræðilegar, og persónulegar. En það ber vott um mikið skilningsleysi á aðstæðum þessara kvenna að tala um að ákvörðunin sé tekin „bara því henni datt það í hug“. Í orðum þingmannsins er að finna það viðhorf til sjálfsákvörðunarréttar verðandi mæðra sem blasir við eftir að vanþekking, vanvirðing og forneskjuleg og úrsérgengin viðhorf hafa verið soðin niður í það sótsvarta gall sem oft á tíðum einkennir alla umræðu um þungunarrof. Örfá tilfelli á ári, teljandi á fingrum annarrar handar, koma upp þar sem verðandi móðir, gengin 22 vikur, óskar þess að þungun verði rofin. Hingað til, undir núverandi og úreltum lögum, hafa þessar konur þurft að leita út fyrir landsteinana til að fá vilja sínum framgengt. Ekki er að sjá í þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið að þungunarrof sé frekar gert síðar á meðgöngu með víðari tímaramma. Á öllum Norðurlöndunum eru 90 prósent þungunarrofa framkvæmd fyrir lok 12. viku og í kringum eitt prósent eru gerð eftir 16. viku. Í fyrirhuguðu frumvarpi heilbrigðisráðherra verður höfuðáhersla lögð á þennan sjálfsákvörðunarrétt. Vilji verðandi móður ræður og gildir einu hvaða ástæður liggja að baki ákvörðuninni. Og það er þessi ákvörðun sem skiptir mestu. Samfélagið, ríkjandi viðhorf eða fordæming annarra má ekki bera sjálfsákvörðunarréttinn ofurliði. Frumvarpið virðist taka mið af fjölmörgum athugasemdum fæðingarlækna, kvensjúkdómalækna, hjúkrunarfræðinga og fleiri sérfræðinga sem ítrekuðu í athugasemdum sínum við frumvarpið í sinni upprunalegu mynd að skynsamlegast sé að setja mörkin við 22. viku vegna þess að mörg alvarleg frávik eru ekki greinanleg fyrr en eftir 18. viku. Að þeirra mati er það heppilegast að verðandi mæður og foreldrar fái sem besta mynd af stöðu mála áður en ákvörðun er tekin. Það er eðlilegt og skynsamlegt viðhorf sem sæmir upplýstu og skilningsríku samfélagi. Í stað þess að fordæma ættum við að freista þess að skilja ástæðu ákvörðunarinnar um þungunarrof. Segir hún mögulega meira um það hvernig við lítum á fötlun og hugsum um þá sem sem stríða við langvinn og mikil veikindi í samfélagi okkar, heldur en um ágæti einstaklingsins sem tekur hina erfiðu ákvörðun? Gleymum ekki því umhverfi sem ákvörðunin er tekin í.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun