Segja komið að vatnaskilum í hagsveiflunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2018 09:09 Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verulega muni hægja á hagvexti á næstu árum eftir kröftugan vöxt undanfarin ár. Samkvæmt nýrri þjóðhags- og verðbólguspá bankans verður hagvöxtur 3,9% á þessu ári, 2,4% á næsta ári, og rúmlega 2% árin 2020 og 2021. Verðbólguhorfur eru talsvert lakari en síðustu ár og er gert ráð fyrir að verðbólgan verði komin í um 3,5% í lok þessa árs en verði að meðaltali um 3,3% á tímabilinu 2019-2021.Sjá einnig:Bein útsending: Ný hagspá Landsbankans kynnt í Hörpu Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar, sagði á morgunfundi bankans í morgun að mikil óvissa sé fólgin í spánni og þar sé stærsti óvissuþátturinn krónan en einnig komandi kjaraviðræður og ferðaþjónustan sem sé ung og óreynd atvinnugrein. Veruleg áföll þar gætu haft veruleg áhrif á efnahag landsins. Hægir á hagvexti „Efnahagsaðstæður hér á landi hafa að miklu leyti verið mjög hagfelldar síðustu ár. Verðbólga var nær viðvarandi undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans frá febrúar 2014 allt fram á mitt þetta ár og samfelldur hagvöxtur hefur mælst frá árinu 2011. Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri, atvinnuleysi er lágt og skuldir heimila og fyrirtækja lágar í sögulegu samhengi. Staða ríkissjóðs er sterk og hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins hefur aldrei verið hagstæðari,“ segir í spánni. Segir að nú virðist komið að ákveðnum vatnaskilum í hagsveiflunni. Eftir langt tímabil þar sem farið hafi saman kröftugur hagvöxtur og lág og stöðug verðbólga, sé útlit fyrir að hægja muni verulega á hagvexti á sama tíma og verðbólga eykst. Efnahagshorfurnar séu engu að síður jákvæðar því gert er ráð fyrir hóflegum en viðvarandi hagvexti á spátímanum. Meðal helstu atriða í spánni eru: Hagvöxtur verður 3,9% á þessu ári, 2,4% á næsta ári, og rúmlega 2% árin 2020 og 2021. Verðbólga verður um 3,5% í lok þessa árs, fer mest í um 3,7% á næsta ári en verður að meðaltali um 3,3% á tímabilinu 2019-2021. Heldur er líklegra að gengi krónunnar veikist á spátímanum en að það styrkist. Engar forsendur eru þó til að álykta að sú breyting verði veruleg miðað við núverandi gildi krónunnar. Í spánni er gert ráð fyrir að gengi krónu gagnvart evru verði nálægt 140 í lok spátímans. Meðalgengi krónu gagnvart evru það sem af er árinu er nú um 125. Spá hækkun stýrivaxta og fjölgun ferðamanna Veiking á gengi krónunnar síðustu vikur muni því að öllum líkindum koma fram í aukinni verðbólgu á næstu mánuðum. Ef spá Hagfræðideildar um lítilsháttar gengisveikingu næstu ár gengur eftir muni það einnig vega þungt í verðbólguþróuninni á spátímabilinu. Hagfræðideild telur líklegt að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að hækka vexti um 0,25 prósentustig seinna á þessu ári og að meginvextir bankans verði þar með 4,5%. Búast megi við frekari hækkun vaxta á næsta ári og að þeir verði þá 5,0%. Útlit er fyrir að vöxtur einkaneyslu á árinu 2018 í heild verði um 4,3%. Einkaneysla eykst um 3,2% á næsta ári, um 3,0% árið 2020 og 3,5% árið 2021. Hagfræðideild spáir því að fasteignaverð hækki um 4,3% á árinu 2018, um 4% á árinu 2019, um 6% árið 2020 og um 8% árið 2021.Gert er ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 6% á þessu ári en að fjölgunin verði 2% á árunum 2019-2021. Þetta er talsvert minni fjölgun en sem nemur sögulegum meðalvexti á fjölda ferðamanna hingað til lands en hann er tæplega 10%.Spá hagfræðideildar bankans má lesa í heild á vef Landsbankans Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verulega muni hægja á hagvexti á næstu árum eftir kröftugan vöxt undanfarin ár. Samkvæmt nýrri þjóðhags- og verðbólguspá bankans verður hagvöxtur 3,9% á þessu ári, 2,4% á næsta ári, og rúmlega 2% árin 2020 og 2021. Verðbólguhorfur eru talsvert lakari en síðustu ár og er gert ráð fyrir að verðbólgan verði komin í um 3,5% í lok þessa árs en verði að meðaltali um 3,3% á tímabilinu 2019-2021.Sjá einnig:Bein útsending: Ný hagspá Landsbankans kynnt í Hörpu Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar, sagði á morgunfundi bankans í morgun að mikil óvissa sé fólgin í spánni og þar sé stærsti óvissuþátturinn krónan en einnig komandi kjaraviðræður og ferðaþjónustan sem sé ung og óreynd atvinnugrein. Veruleg áföll þar gætu haft veruleg áhrif á efnahag landsins. Hægir á hagvexti „Efnahagsaðstæður hér á landi hafa að miklu leyti verið mjög hagfelldar síðustu ár. Verðbólga var nær viðvarandi undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans frá febrúar 2014 allt fram á mitt þetta ár og samfelldur hagvöxtur hefur mælst frá árinu 2011. Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri, atvinnuleysi er lágt og skuldir heimila og fyrirtækja lágar í sögulegu samhengi. Staða ríkissjóðs er sterk og hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins hefur aldrei verið hagstæðari,“ segir í spánni. Segir að nú virðist komið að ákveðnum vatnaskilum í hagsveiflunni. Eftir langt tímabil þar sem farið hafi saman kröftugur hagvöxtur og lág og stöðug verðbólga, sé útlit fyrir að hægja muni verulega á hagvexti á sama tíma og verðbólga eykst. Efnahagshorfurnar séu engu að síður jákvæðar því gert er ráð fyrir hóflegum en viðvarandi hagvexti á spátímanum. Meðal helstu atriða í spánni eru: Hagvöxtur verður 3,9% á þessu ári, 2,4% á næsta ári, og rúmlega 2% árin 2020 og 2021. Verðbólga verður um 3,5% í lok þessa árs, fer mest í um 3,7% á næsta ári en verður að meðaltali um 3,3% á tímabilinu 2019-2021. Heldur er líklegra að gengi krónunnar veikist á spátímanum en að það styrkist. Engar forsendur eru þó til að álykta að sú breyting verði veruleg miðað við núverandi gildi krónunnar. Í spánni er gert ráð fyrir að gengi krónu gagnvart evru verði nálægt 140 í lok spátímans. Meðalgengi krónu gagnvart evru það sem af er árinu er nú um 125. Spá hækkun stýrivaxta og fjölgun ferðamanna Veiking á gengi krónunnar síðustu vikur muni því að öllum líkindum koma fram í aukinni verðbólgu á næstu mánuðum. Ef spá Hagfræðideildar um lítilsháttar gengisveikingu næstu ár gengur eftir muni það einnig vega þungt í verðbólguþróuninni á spátímabilinu. Hagfræðideild telur líklegt að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að hækka vexti um 0,25 prósentustig seinna á þessu ári og að meginvextir bankans verði þar með 4,5%. Búast megi við frekari hækkun vaxta á næsta ári og að þeir verði þá 5,0%. Útlit er fyrir að vöxtur einkaneyslu á árinu 2018 í heild verði um 4,3%. Einkaneysla eykst um 3,2% á næsta ári, um 3,0% árið 2020 og 3,5% árið 2021. Hagfræðideild spáir því að fasteignaverð hækki um 4,3% á árinu 2018, um 4% á árinu 2019, um 6% árið 2020 og um 8% árið 2021.Gert er ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 6% á þessu ári en að fjölgunin verði 2% á árunum 2019-2021. Þetta er talsvert minni fjölgun en sem nemur sögulegum meðalvexti á fjölda ferðamanna hingað til lands en hann er tæplega 10%.Spá hagfræðideildar bankans má lesa í heild á vef Landsbankans
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira