Déjà vu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 20. október 2018 09:00 Svo virðist sem vetur sé að skella á bæði í efnahags- og veðurfarslegu tilliti. Fyrir okkur sem upplifað höfum tímana tvenna í þjóðarbúskapnum er stefið kunnuglegt. Krónan veikist skarpt. Laun þeirra sem verst eru settir hafa setið eftir á þensluskeiðinu. Verkalýðsfulltrúar vakna fyrst til lífsins nú, og krefjast launahækkana umfram það sem atvinnulífið getur borið. Heildsalar og birgjar tilkynna um verðhækkanir til smásala. Verðbólgan vaknar. Seðlabankinn grípur inn í gjaldeyrismarkaðinn til að koma í veg fyrir frekara fall krónunnar. Þeir sem geta færa sparnað sinn í öruggt skjól. Lífskjör fjölskyldna sem hafa getað tamið sér reglulegar utanlandsferðir og uppgrip í erlendum verslunum versna. Hagkerfið er að lenda eftir uppsveiflu síðustu ára. Á sama tíma kvarta neytendur undan háu verðlagi, og lærðir prófessorar saka alþjóðlegar stórverslanakeðjur um að níðast sérstaklega á Íslendingum. Grátkór útflutningsgreinanna, einkum sjávarútvegs, þagnar skyndilega, enda gósentíð fram undan með veikri krónu og ódýru vinnuafli. Nú þarf að fiska og fylla kisturnar áður en dansinn hefst á ný. Ferðamannageirinn hugsar á sömu nótum. Nú fer Ísland aftur að verða samkeppnishæfur áfangastaður eftir smávægilegt hikst. Uppsveiflan, sem nú virðist nýlokið, var auðvitað drifin áfram af sömu kröftum. Hún var hin hlið krónunnar, afsakið líkingamálið. Ísland varð ferðamannaland á einni nóttu. Hér var tiltölulega ódýrt vinnuafl, ódýrt að ferðast og ekki sérstaklega dýrt að vera. Frumkvöðlar í ferðaiðnaði böðuðu sig í erlendum gjaldeyri. Ferðamannaflaumurinn, ásamt öðrum kröftum, hafði hins vegar þau áhrif að krónan styrktist skyndilega. Allt í einu var Ísland orðið með dýrari áfangastöðum. Gamanið tók að kárna og skyndilega rann upp fyrir mörgum að þeir hefðu látið kappið bera skynsemina ofurliði. Sem fyrr, þegar rætt er um íslensk efnahagsmál, er hins vegar risastór uppvakningur staddur í herberginu miðju. Íslenska krónan. Ef Íslendingar byggju við annan og stöðugri gjaldmiðil þá væri hér engin verðtrygging. Vöxtur í ferðamannaiðnaði hefði getað verið stöðugur og sjálfbær. Útvegsmenn og -konur þyrftu ekki að búa við eilífar sveiflur. Laun hefðu hreyfst nokkurn veginn í takt við verðlag, eða að minnsta kosti þannig að hægt væri að gera hóflegri kröfur í kjarabaráttunni. Og síðast en ekki síst þá myndi H&M kosta nokkurn veginn það sama og í öðrum löndum. Krónuálag á neytendavarning væri óþarft. Ef fólk vill raunverulega kjarabót til langs tíma og stöðugt efnahagsástand ætti kröfugerðin að snúast um að hér verði tekinn upp alvöru gjaldmiðill. Þeir sem hæst hafa virðast hins vegar ekki hafa getu, eða vilja, til að líta upp úr hversdagsþrasinu og horfa á stóru myndina. Þangað til slík hreyfing skapast hér á landi munum við áfram búa við sveifluhagkerfi krónunnar. Upp og niður endalaust. Ár og dagar líða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Svo virðist sem vetur sé að skella á bæði í efnahags- og veðurfarslegu tilliti. Fyrir okkur sem upplifað höfum tímana tvenna í þjóðarbúskapnum er stefið kunnuglegt. Krónan veikist skarpt. Laun þeirra sem verst eru settir hafa setið eftir á þensluskeiðinu. Verkalýðsfulltrúar vakna fyrst til lífsins nú, og krefjast launahækkana umfram það sem atvinnulífið getur borið. Heildsalar og birgjar tilkynna um verðhækkanir til smásala. Verðbólgan vaknar. Seðlabankinn grípur inn í gjaldeyrismarkaðinn til að koma í veg fyrir frekara fall krónunnar. Þeir sem geta færa sparnað sinn í öruggt skjól. Lífskjör fjölskyldna sem hafa getað tamið sér reglulegar utanlandsferðir og uppgrip í erlendum verslunum versna. Hagkerfið er að lenda eftir uppsveiflu síðustu ára. Á sama tíma kvarta neytendur undan háu verðlagi, og lærðir prófessorar saka alþjóðlegar stórverslanakeðjur um að níðast sérstaklega á Íslendingum. Grátkór útflutningsgreinanna, einkum sjávarútvegs, þagnar skyndilega, enda gósentíð fram undan með veikri krónu og ódýru vinnuafli. Nú þarf að fiska og fylla kisturnar áður en dansinn hefst á ný. Ferðamannageirinn hugsar á sömu nótum. Nú fer Ísland aftur að verða samkeppnishæfur áfangastaður eftir smávægilegt hikst. Uppsveiflan, sem nú virðist nýlokið, var auðvitað drifin áfram af sömu kröftum. Hún var hin hlið krónunnar, afsakið líkingamálið. Ísland varð ferðamannaland á einni nóttu. Hér var tiltölulega ódýrt vinnuafl, ódýrt að ferðast og ekki sérstaklega dýrt að vera. Frumkvöðlar í ferðaiðnaði böðuðu sig í erlendum gjaldeyri. Ferðamannaflaumurinn, ásamt öðrum kröftum, hafði hins vegar þau áhrif að krónan styrktist skyndilega. Allt í einu var Ísland orðið með dýrari áfangastöðum. Gamanið tók að kárna og skyndilega rann upp fyrir mörgum að þeir hefðu látið kappið bera skynsemina ofurliði. Sem fyrr, þegar rætt er um íslensk efnahagsmál, er hins vegar risastór uppvakningur staddur í herberginu miðju. Íslenska krónan. Ef Íslendingar byggju við annan og stöðugri gjaldmiðil þá væri hér engin verðtrygging. Vöxtur í ferðamannaiðnaði hefði getað verið stöðugur og sjálfbær. Útvegsmenn og -konur þyrftu ekki að búa við eilífar sveiflur. Laun hefðu hreyfst nokkurn veginn í takt við verðlag, eða að minnsta kosti þannig að hægt væri að gera hóflegri kröfur í kjarabaráttunni. Og síðast en ekki síst þá myndi H&M kosta nokkurn veginn það sama og í öðrum löndum. Krónuálag á neytendavarning væri óþarft. Ef fólk vill raunverulega kjarabót til langs tíma og stöðugt efnahagsástand ætti kröfugerðin að snúast um að hér verði tekinn upp alvöru gjaldmiðill. Þeir sem hæst hafa virðast hins vegar ekki hafa getu, eða vilja, til að líta upp úr hversdagsþrasinu og horfa á stóru myndina. Þangað til slík hreyfing skapast hér á landi munum við áfram búa við sveifluhagkerfi krónunnar. Upp og niður endalaust. Ár og dagar líða.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun