Lögmál að laun geta ekki hækkað umfram framleiðniaukningu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. október 2018 18:30 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir það lögmál að laun sem hafa verið leiðrétt fyrir verðbólgu geti til lengdar ekki hækkað umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Ef ítrustu kröfur verkalýðsfélaganna verða samþykktar er líklegt að sá kaupmáttur sem fylgir launahækkunum muni brenna inni í verðbólgu miðað við eldri dæmi úr hagsögu Íslands. Í komandi kjarasamningum fara Starfsgreinasambandið og VR fram á hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur í lok samningstímans. Þá er gerð krafa um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir án launaskerðingar. Markaður Fréttablaðsins greindi frá því í síðustu viku að kröfur Starfsgreinasambandsins fælu í sumum tilvikum í sér kröfur um allt að 98 prósent hærri laun.Hringrás launahækkana og verðbólgu Hringrás launahækkana og verðbólgu er hagsaga Íslands í hnotskurn marga áratugi aftur í tímann. Á tímabilinu 1980-1990 hækkuðu laun um 1.450 prósent samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar, en kaupmáttur launa dróst saman um 14 prósent á sama tímabili. Launahækkanir leiddi til mikilla verðlagshækkana og kaupmátturinn brann inni í verðbólgu þess tíma. Eins og sést á grafi hér neðar yfir þróun launavísitölu í bláu og kaupmáttar í rauðu frá 1989 til dagsins í dag eykst kaupmáttur ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu. Nokkuð var fjallað um þetta í skýrslu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út fyrr á þessu ári. Þar segir á bls. 25: „Það er einföld þumalfingursregla að við 2,5% verðbólgumarkmið og 1-2% framleiðnivöxt mega nafnlaun ekki hækka um meira en 4-4,5% á ári til lengri tíma litið án þess að kollvarpa stefnunni. Nafnlaunahækkun síðustu fimm ára hefur verið 8% á ári. Þetta getur ekki gengið áfram. Raunar gengur engin peningastefna upp á Íslandi svo lengi sem ofangreind stéttaólga leiðir til nafnlaunahækkana á sama hraða og verið hefur undanfarin ár og áratugi. Lág verðbólga á Íslandi verður aðeins tryggð til langframa með einhvers konar stéttasátt um launaákvarðanir – þar sem stöðugleiki á vinnumarkaði er undirstaða verðstöðugleika.“Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu.Boltinn kemur alltaf niður Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir að ekki hægt sé að segja hver áhrif launahækkana verða á verðbólgu fyrr en niðurstöður kjarasamninga liggja fyrir. „Þetta er í rauninni eins og eðlisfræðilögmál. Ef ég hendi upp bolta þá kemur hann niður. Fólk getur hugsað þetta út frá rekstri heimilisins. Ef við ákveðum allt í einu að við viljum auka útgjöld okkar og eyða umfram tekjur þá getum við gert það í einhvern tíma en til lengdar gengur dæmið ekki upp. Það er nákvæmlega þess vegna sem það skiptir máli að hafa í huga að það er eðlisfræðilögmál að raunlaun geta ekki til lengdar hækkað meira en framleiðniaukning,“ segir Rannveig. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir það lögmál að laun sem hafa verið leiðrétt fyrir verðbólgu geti til lengdar ekki hækkað umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Ef ítrustu kröfur verkalýðsfélaganna verða samþykktar er líklegt að sá kaupmáttur sem fylgir launahækkunum muni brenna inni í verðbólgu miðað við eldri dæmi úr hagsögu Íslands. Í komandi kjarasamningum fara Starfsgreinasambandið og VR fram á hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur í lok samningstímans. Þá er gerð krafa um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir án launaskerðingar. Markaður Fréttablaðsins greindi frá því í síðustu viku að kröfur Starfsgreinasambandsins fælu í sumum tilvikum í sér kröfur um allt að 98 prósent hærri laun.Hringrás launahækkana og verðbólgu Hringrás launahækkana og verðbólgu er hagsaga Íslands í hnotskurn marga áratugi aftur í tímann. Á tímabilinu 1980-1990 hækkuðu laun um 1.450 prósent samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar, en kaupmáttur launa dróst saman um 14 prósent á sama tímabili. Launahækkanir leiddi til mikilla verðlagshækkana og kaupmátturinn brann inni í verðbólgu þess tíma. Eins og sést á grafi hér neðar yfir þróun launavísitölu í bláu og kaupmáttar í rauðu frá 1989 til dagsins í dag eykst kaupmáttur ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu. Nokkuð var fjallað um þetta í skýrslu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út fyrr á þessu ári. Þar segir á bls. 25: „Það er einföld þumalfingursregla að við 2,5% verðbólgumarkmið og 1-2% framleiðnivöxt mega nafnlaun ekki hækka um meira en 4-4,5% á ári til lengri tíma litið án þess að kollvarpa stefnunni. Nafnlaunahækkun síðustu fimm ára hefur verið 8% á ári. Þetta getur ekki gengið áfram. Raunar gengur engin peningastefna upp á Íslandi svo lengi sem ofangreind stéttaólga leiðir til nafnlaunahækkana á sama hraða og verið hefur undanfarin ár og áratugi. Lág verðbólga á Íslandi verður aðeins tryggð til langframa með einhvers konar stéttasátt um launaákvarðanir – þar sem stöðugleiki á vinnumarkaði er undirstaða verðstöðugleika.“Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu.Boltinn kemur alltaf niður Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir að ekki hægt sé að segja hver áhrif launahækkana verða á verðbólgu fyrr en niðurstöður kjarasamninga liggja fyrir. „Þetta er í rauninni eins og eðlisfræðilögmál. Ef ég hendi upp bolta þá kemur hann niður. Fólk getur hugsað þetta út frá rekstri heimilisins. Ef við ákveðum allt í einu að við viljum auka útgjöld okkar og eyða umfram tekjur þá getum við gert það í einhvern tíma en til lengdar gengur dæmið ekki upp. Það er nákvæmlega þess vegna sem það skiptir máli að hafa í huga að það er eðlisfræðilögmál að raunlaun geta ekki til lengdar hækkað meira en framleiðniaukning,“ segir Rannveig.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent