Lögmál að laun geta ekki hækkað umfram framleiðniaukningu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. október 2018 18:30 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir það lögmál að laun sem hafa verið leiðrétt fyrir verðbólgu geti til lengdar ekki hækkað umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Ef ítrustu kröfur verkalýðsfélaganna verða samþykktar er líklegt að sá kaupmáttur sem fylgir launahækkunum muni brenna inni í verðbólgu miðað við eldri dæmi úr hagsögu Íslands. Í komandi kjarasamningum fara Starfsgreinasambandið og VR fram á hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur í lok samningstímans. Þá er gerð krafa um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir án launaskerðingar. Markaður Fréttablaðsins greindi frá því í síðustu viku að kröfur Starfsgreinasambandsins fælu í sumum tilvikum í sér kröfur um allt að 98 prósent hærri laun.Hringrás launahækkana og verðbólgu Hringrás launahækkana og verðbólgu er hagsaga Íslands í hnotskurn marga áratugi aftur í tímann. Á tímabilinu 1980-1990 hækkuðu laun um 1.450 prósent samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar, en kaupmáttur launa dróst saman um 14 prósent á sama tímabili. Launahækkanir leiddi til mikilla verðlagshækkana og kaupmátturinn brann inni í verðbólgu þess tíma. Eins og sést á grafi hér neðar yfir þróun launavísitölu í bláu og kaupmáttar í rauðu frá 1989 til dagsins í dag eykst kaupmáttur ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu. Nokkuð var fjallað um þetta í skýrslu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út fyrr á þessu ári. Þar segir á bls. 25: „Það er einföld þumalfingursregla að við 2,5% verðbólgumarkmið og 1-2% framleiðnivöxt mega nafnlaun ekki hækka um meira en 4-4,5% á ári til lengri tíma litið án þess að kollvarpa stefnunni. Nafnlaunahækkun síðustu fimm ára hefur verið 8% á ári. Þetta getur ekki gengið áfram. Raunar gengur engin peningastefna upp á Íslandi svo lengi sem ofangreind stéttaólga leiðir til nafnlaunahækkana á sama hraða og verið hefur undanfarin ár og áratugi. Lág verðbólga á Íslandi verður aðeins tryggð til langframa með einhvers konar stéttasátt um launaákvarðanir – þar sem stöðugleiki á vinnumarkaði er undirstaða verðstöðugleika.“Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu.Boltinn kemur alltaf niður Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir að ekki hægt sé að segja hver áhrif launahækkana verða á verðbólgu fyrr en niðurstöður kjarasamninga liggja fyrir. „Þetta er í rauninni eins og eðlisfræðilögmál. Ef ég hendi upp bolta þá kemur hann niður. Fólk getur hugsað þetta út frá rekstri heimilisins. Ef við ákveðum allt í einu að við viljum auka útgjöld okkar og eyða umfram tekjur þá getum við gert það í einhvern tíma en til lengdar gengur dæmið ekki upp. Það er nákvæmlega þess vegna sem það skiptir máli að hafa í huga að það er eðlisfræðilögmál að raunlaun geta ekki til lengdar hækkað meira en framleiðniaukning,“ segir Rannveig. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir það lögmál að laun sem hafa verið leiðrétt fyrir verðbólgu geti til lengdar ekki hækkað umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Ef ítrustu kröfur verkalýðsfélaganna verða samþykktar er líklegt að sá kaupmáttur sem fylgir launahækkunum muni brenna inni í verðbólgu miðað við eldri dæmi úr hagsögu Íslands. Í komandi kjarasamningum fara Starfsgreinasambandið og VR fram á hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur í lok samningstímans. Þá er gerð krafa um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir án launaskerðingar. Markaður Fréttablaðsins greindi frá því í síðustu viku að kröfur Starfsgreinasambandsins fælu í sumum tilvikum í sér kröfur um allt að 98 prósent hærri laun.Hringrás launahækkana og verðbólgu Hringrás launahækkana og verðbólgu er hagsaga Íslands í hnotskurn marga áratugi aftur í tímann. Á tímabilinu 1980-1990 hækkuðu laun um 1.450 prósent samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar, en kaupmáttur launa dróst saman um 14 prósent á sama tímabili. Launahækkanir leiddi til mikilla verðlagshækkana og kaupmátturinn brann inni í verðbólgu þess tíma. Eins og sést á grafi hér neðar yfir þróun launavísitölu í bláu og kaupmáttar í rauðu frá 1989 til dagsins í dag eykst kaupmáttur ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu. Nokkuð var fjallað um þetta í skýrslu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út fyrr á þessu ári. Þar segir á bls. 25: „Það er einföld þumalfingursregla að við 2,5% verðbólgumarkmið og 1-2% framleiðnivöxt mega nafnlaun ekki hækka um meira en 4-4,5% á ári til lengri tíma litið án þess að kollvarpa stefnunni. Nafnlaunahækkun síðustu fimm ára hefur verið 8% á ári. Þetta getur ekki gengið áfram. Raunar gengur engin peningastefna upp á Íslandi svo lengi sem ofangreind stéttaólga leiðir til nafnlaunahækkana á sama hraða og verið hefur undanfarin ár og áratugi. Lág verðbólga á Íslandi verður aðeins tryggð til langframa með einhvers konar stéttasátt um launaákvarðanir – þar sem stöðugleiki á vinnumarkaði er undirstaða verðstöðugleika.“Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu.Boltinn kemur alltaf niður Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir að ekki hægt sé að segja hver áhrif launahækkana verða á verðbólgu fyrr en niðurstöður kjarasamninga liggja fyrir. „Þetta er í rauninni eins og eðlisfræðilögmál. Ef ég hendi upp bolta þá kemur hann niður. Fólk getur hugsað þetta út frá rekstri heimilisins. Ef við ákveðum allt í einu að við viljum auka útgjöld okkar og eyða umfram tekjur þá getum við gert það í einhvern tíma en til lengdar gengur dæmið ekki upp. Það er nákvæmlega þess vegna sem það skiptir máli að hafa í huga að það er eðlisfræðilögmál að raunlaun geta ekki til lengdar hækkað meira en framleiðniaukning,“ segir Rannveig.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira