Hús neytenda Rán Reynisdóttir og Védís Guðjónsdóttir skrifar 25. október 2018 11:19 Neytendur standa frammi fyrir ofurefli í dag. Andstæðingurinn, fyrirtækin sem selja okkur vörur og þjónustu, leigja okkur húsnæði og lána okkur pening, er vel skipulagður í fjársterkum hagsmunasamtökum með fjölda starfsmanna og sterk tengsl inn í stjórnmálaflokka, stjórnsýslu og fjölmiðla. Vegna veikrar stöðu Neytendasamtakanna og annara almannasamtaka drottna fyrirtækin yfir mörkuðum, stjórna umræðunni, semja lagafrumvörp, vaka yfir afgreiðslu þeirra á þingi og hafa mikil áhrif á stjórnsýslu og framkvæmdavald. Á móti þessum skipulagða her stillir almenningur upp Neytendasamtökunum, Samtökum leigjenda, Hagsmunasamtökum heimilanna, Félagi íslenskra bifreiðareigenda og Húseigendafélaginu, sem flest eru veik samtök. Auðvitað er gott starf unnið á vegum þessara samtaka, en þau eru samanlagt veik mótstaða gegn ægivaldi hagsmunasamtaka fyrirtækjanna. Þessi ójafna staða veldur alvarlegum lýðræðishalla í samfélaginu. Það verður aldrei góð sambúð þar sem annar aðilinn ræður öllu. Ef annar aðilinn á markaði hefur margfalt betra aðgengi að stjórnmálaflokkum, stjórnsýslu og fjölmiðlum skapar hann markað sem þjónar sér fyrst og síðast. Og þegar sá sem hefur yfirburðastöðu er fulltrúi hinna fáu sem hafa í flestum tilfellum gagnstæða hagsmuni á við fjöldann myndast hér samfélag og markaðir sem eru vinna gegn hagsmunum almennings. Það gefur auga leið. Jafnvel þótt hagsmunasamtök fyrirtækja láti í það skína að þau séu jafnframt að gæta okkar hagsmuna, þá er það auðvitað ekki svo. Ef við viljum aðlaga samfélagið og markaðina að hagsmunum fjöldans verðum við að styrkja samtök fjöldans gegn sérhagsmunasamtökum hinna fáu. Það er sú leið sem þær þjóðir hafa farið sem búa við heilbrigða markaði.Védís Guðjónsdóttir.Til að jafna lýðræðishallann viljum við ekki aðeins styrkja Neytendasamtökin heldur nýta endurnýjun þeirra til að byggja upp bandalag við önnur neytendasamtök. Við köllum þetta bandalag Hús neytenda og sjáum fyrir okkur ólík samtök sem samnýta húsnæði og starfsfólk að nokkru leyti, eigi sér samráðsvettvang til að skiptast á reynslu og skoðunum og sameinist um brýn baráttumál. Þarna gætu sameinað krafta sína Neytendasamtökin, Samtök leigjenda, Hagsmunasamtök heimilanna, Félag íslenskra bifreiðareigenda og Húseigendafélagið. Við gætum auk þess hvatt til stofnunar fleiri félaga undir regnhlíf Húss neytenda. Sameiginlega ættu þessi samtök að gera kröfu á stjórnvöld um fjármagn til að reka öfluga neytendavernd. Verkalýðsfélögin veita fyrirtækjum öflugt aðhald á vinnumarkaðu í krafti félagsgjalda af öllum launum. Án öflugra verkalýðsfélaga væri staða launafólks veik og fólk á vinnumarkaði undir hælnum á eigendum fyrirtækja. Neytendafélögin ættu að gera kröfu um sambærilega tekjustofna til að tryggja sambærilegt jafnvægi á öðrum mörkuðum þar sem fjöldinn mætir hinum fáu. Virk hagsmunagæsla neytenda er það eina sem getur lagað almennan neytendamarkað og leigumarkað, rétt ójafna stöðu almennings gagnvart lánastofnunum og tryggingafélögum og bætt stöðu neytenda gagnvart ofurefli fyrirtækja. Það fé sem lagt verður til neytendafélaga mun skila sér margfalt til baka í lægra verði, betri þjónustu og styrkari rétti almennings. Við munum óska eftir aðkomu verkalýðshreyfingarinnar að uppbyggingu Húss neytenda. Félagar í verkalýðsfélögunum eru jafnframt neytendur, leigjendur og skuldarar. Við viljum því byggja brú milli neytendasamtakanna og verkalýðshreyfingarinnar. Með samstöðu verkalýðshreyfingar og neytendasamtaka mun okkur takast að byggja upp öflugt Hús neytenda. Við sem erum í framboði til stjórnar Neytendasamtakanna og skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu undir yfirskriftinni Neytendur rísa upp! viljum nýta þau tímamót sem Neytendasamtökin standa á til að styrkja samtökin sjálf en líka til að efla neytendabaráttu á Íslandi, mynda bandalög við önnur neytendasamtök og byggja brú yfir til verkalýðshreyfingarinnar. Við óskum eftir stuðningi félaga í Neytendasamtökunum til að endurreisa samtökin og byggja upp á sama tíma Hús neytenda, breiðfylkingu til bættrar stöðu almennings og neytenda.Rán Reynisdóttir, frambjóðandi til formanns NeytendasamtakannaVédís Guðjónsdóttir, frambjóðandi til stjórnar Neytendasamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Neytendur standa frammi fyrir ofurefli í dag. Andstæðingurinn, fyrirtækin sem selja okkur vörur og þjónustu, leigja okkur húsnæði og lána okkur pening, er vel skipulagður í fjársterkum hagsmunasamtökum með fjölda starfsmanna og sterk tengsl inn í stjórnmálaflokka, stjórnsýslu og fjölmiðla. Vegna veikrar stöðu Neytendasamtakanna og annara almannasamtaka drottna fyrirtækin yfir mörkuðum, stjórna umræðunni, semja lagafrumvörp, vaka yfir afgreiðslu þeirra á þingi og hafa mikil áhrif á stjórnsýslu og framkvæmdavald. Á móti þessum skipulagða her stillir almenningur upp Neytendasamtökunum, Samtökum leigjenda, Hagsmunasamtökum heimilanna, Félagi íslenskra bifreiðareigenda og Húseigendafélaginu, sem flest eru veik samtök. Auðvitað er gott starf unnið á vegum þessara samtaka, en þau eru samanlagt veik mótstaða gegn ægivaldi hagsmunasamtaka fyrirtækjanna. Þessi ójafna staða veldur alvarlegum lýðræðishalla í samfélaginu. Það verður aldrei góð sambúð þar sem annar aðilinn ræður öllu. Ef annar aðilinn á markaði hefur margfalt betra aðgengi að stjórnmálaflokkum, stjórnsýslu og fjölmiðlum skapar hann markað sem þjónar sér fyrst og síðast. Og þegar sá sem hefur yfirburðastöðu er fulltrúi hinna fáu sem hafa í flestum tilfellum gagnstæða hagsmuni á við fjöldann myndast hér samfélag og markaðir sem eru vinna gegn hagsmunum almennings. Það gefur auga leið. Jafnvel þótt hagsmunasamtök fyrirtækja láti í það skína að þau séu jafnframt að gæta okkar hagsmuna, þá er það auðvitað ekki svo. Ef við viljum aðlaga samfélagið og markaðina að hagsmunum fjöldans verðum við að styrkja samtök fjöldans gegn sérhagsmunasamtökum hinna fáu. Það er sú leið sem þær þjóðir hafa farið sem búa við heilbrigða markaði.Védís Guðjónsdóttir.Til að jafna lýðræðishallann viljum við ekki aðeins styrkja Neytendasamtökin heldur nýta endurnýjun þeirra til að byggja upp bandalag við önnur neytendasamtök. Við köllum þetta bandalag Hús neytenda og sjáum fyrir okkur ólík samtök sem samnýta húsnæði og starfsfólk að nokkru leyti, eigi sér samráðsvettvang til að skiptast á reynslu og skoðunum og sameinist um brýn baráttumál. Þarna gætu sameinað krafta sína Neytendasamtökin, Samtök leigjenda, Hagsmunasamtök heimilanna, Félag íslenskra bifreiðareigenda og Húseigendafélagið. Við gætum auk þess hvatt til stofnunar fleiri félaga undir regnhlíf Húss neytenda. Sameiginlega ættu þessi samtök að gera kröfu á stjórnvöld um fjármagn til að reka öfluga neytendavernd. Verkalýðsfélögin veita fyrirtækjum öflugt aðhald á vinnumarkaðu í krafti félagsgjalda af öllum launum. Án öflugra verkalýðsfélaga væri staða launafólks veik og fólk á vinnumarkaði undir hælnum á eigendum fyrirtækja. Neytendafélögin ættu að gera kröfu um sambærilega tekjustofna til að tryggja sambærilegt jafnvægi á öðrum mörkuðum þar sem fjöldinn mætir hinum fáu. Virk hagsmunagæsla neytenda er það eina sem getur lagað almennan neytendamarkað og leigumarkað, rétt ójafna stöðu almennings gagnvart lánastofnunum og tryggingafélögum og bætt stöðu neytenda gagnvart ofurefli fyrirtækja. Það fé sem lagt verður til neytendafélaga mun skila sér margfalt til baka í lægra verði, betri þjónustu og styrkari rétti almennings. Við munum óska eftir aðkomu verkalýðshreyfingarinnar að uppbyggingu Húss neytenda. Félagar í verkalýðsfélögunum eru jafnframt neytendur, leigjendur og skuldarar. Við viljum því byggja brú milli neytendasamtakanna og verkalýðshreyfingarinnar. Með samstöðu verkalýðshreyfingar og neytendasamtaka mun okkur takast að byggja upp öflugt Hús neytenda. Við sem erum í framboði til stjórnar Neytendasamtakanna og skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu undir yfirskriftinni Neytendur rísa upp! viljum nýta þau tímamót sem Neytendasamtökin standa á til að styrkja samtökin sjálf en líka til að efla neytendabaráttu á Íslandi, mynda bandalög við önnur neytendasamtök og byggja brú yfir til verkalýðshreyfingarinnar. Við óskum eftir stuðningi félaga í Neytendasamtökunum til að endurreisa samtökin og byggja upp á sama tíma Hús neytenda, breiðfylkingu til bættrar stöðu almennings og neytenda.Rán Reynisdóttir, frambjóðandi til formanns NeytendasamtakannaVédís Guðjónsdóttir, frambjóðandi til stjórnar Neytendasamtakanna
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun