Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2018 22:31 Andy Rubin árið 2013, þegar hann starfaði fyrir Google. Getty/Bloomberg Tæknirisinn Google hefur rekið 48 manns vegna ásakana um kynferðislegt áreiti á síðustu tveimur árum. Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. Pichai sendi frá sér bréfið í kjölfar fréttar New York Times um að Andy Rubin, sem bjó til Android-stýrikerfið sem er í hvað vinsælast í símum, fékk 90 milljónir dala þegar hann var látinn fara frá fyrirtækinu árið 2014 og er hann sagður hafa verið kvaddur eins og hetja. Þrátt fyrir að hann hefði verið sakaður um kynferðisbrot.Starfsmaður Google sakaði Rubin um að hafa þvingað sig til munnmaka á hótelherbergi árið 2013. Heimildarmenn New York Times sögðu Google hafa rannsakað ásökunina og metið hana trúverðuga. Pichai sagði það hafa verið erfitt að lesa fréttina og að forsvarsmönnum Google væri alvara um að stofna öruggt og fjölbreytt starfsumhverfi.Google CEO Sundar Pichai just sent out an email regarding the huge NYT story on Andy Rubin.https://t.co/1m1bJDq5K3 pic.twitter.com/azxs7rneCw— Ryan Mac (@RMac18) October 25, 2018 Google Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tæknirisinn Google hefur rekið 48 manns vegna ásakana um kynferðislegt áreiti á síðustu tveimur árum. Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. Pichai sendi frá sér bréfið í kjölfar fréttar New York Times um að Andy Rubin, sem bjó til Android-stýrikerfið sem er í hvað vinsælast í símum, fékk 90 milljónir dala þegar hann var látinn fara frá fyrirtækinu árið 2014 og er hann sagður hafa verið kvaddur eins og hetja. Þrátt fyrir að hann hefði verið sakaður um kynferðisbrot.Starfsmaður Google sakaði Rubin um að hafa þvingað sig til munnmaka á hótelherbergi árið 2013. Heimildarmenn New York Times sögðu Google hafa rannsakað ásökunina og metið hana trúverðuga. Pichai sagði það hafa verið erfitt að lesa fréttina og að forsvarsmönnum Google væri alvara um að stofna öruggt og fjölbreytt starfsumhverfi.Google CEO Sundar Pichai just sent out an email regarding the huge NYT story on Andy Rubin.https://t.co/1m1bJDq5K3 pic.twitter.com/azxs7rneCw— Ryan Mac (@RMac18) October 25, 2018
Google Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira