Viðskipti erlent

Ólíklegt að Bandaríkjadalur gefi eftir á næstunni

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Íslenska krónan hefur veikst um tæp 18 prósent gagnvart Bandaríkjadal frá lokum mars á sama tíma og krónan hefur veikst um tæp níu prósent gagnvart evru.
Íslenska krónan hefur veikst um tæp 18 prósent gagnvart Bandaríkjadal frá lokum mars á sama tíma og krónan hefur veikst um tæp níu prósent gagnvart evru. Vísir/Getty

Styrking Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni á síðustu mánuðum hefur jákvæð áhrif á ferðaþjónustu hér á landi að mati aðalhagfræðings Kviku banka sem telur ólíklegt að styrkingin gangi til baka á næstunni.

Íslenska krónan hefur veikst um tæp 18 prósent gagnvart Bandaríkjadal frá lokum mars á sama tíma og krónan hefur veikst um tæp níu prósent gagnvart evru.

„Stóra skýringin er sú að það hafa orðið skil í þróun peningamála beggja vegna Atlantshafsins. Bandaríski seðlabankinn hefur hækkað vexti og hætt magnbundinni íhlutun en lítið hefur gerst í Evrópu,“ segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka.

Kristrún segir þróunina jákvæða fyrir útflutningsgreinar og þá sérstaklega ferðaþjónustu. „Bandaríkjamenn hafa drifið áfram ferðaþjónustuna að undanförnu. Ef krónan veikist vegna innlendra þátta, og dollarinn styrkist í ofanálag, þá eykst kaupmáttur Bandaríkjamanna á Íslandi.“

Hins vegar verði innflutningur á bandarískum vörum og ferðir til Bandaríkjanna dýrari. Þá hafi vaxtahækkanir bandaríska seðlabankans orðið til þess að draga úr vaxtamun á milli Bandaríkjanna og Íslands. „Minnkun vaxtamunar gæti dregið úr eftirsókn bandarískra fjárfesta í íslenska vexti og þar með innflæði á verðbréfamarkaðinn.“

Kristrún segir að styrkingu Bandaríkjadals megi einnig rekja til vandræða í nýmarkaðsríkjum á borð við Argentínu og Tyrkland. Þar hafi fjármagn flætt úr landi og í dollaraeignir.

„Ákveðinn spírall getur skapast, þar sem fjármagn leitar í dollaraeignir vegna vanda nýmarkaðsríkja sem styrkir dollarann, en styrkingin ýtir enn frekar undir vanda ríkjanna því þau skulda að miklu leyti í dollar. Ég held að það sé ólíklegt að styrkingin á dollarnum gangi til baka á næstunni þar sem mikið fjármagn getur enn leitað frá nýmarkaðsríkjunum og vaxtahækkanir eru ekki á dagskrá í Evrópu.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.