Ólíklegt að Bandaríkjadalur gefi eftir á næstunni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 10. október 2018 06:30 Íslenska krónan hefur veikst um tæp 18 prósent gagnvart Bandaríkjadal frá lokum mars á sama tíma og krónan hefur veikst um tæp níu prósent gagnvart evru. Vísir/Getty Styrking Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni á síðustu mánuðum hefur jákvæð áhrif á ferðaþjónustu hér á landi að mati aðalhagfræðings Kviku banka sem telur ólíklegt að styrkingin gangi til baka á næstunni. Íslenska krónan hefur veikst um tæp 18 prósent gagnvart Bandaríkjadal frá lokum mars á sama tíma og krónan hefur veikst um tæp níu prósent gagnvart evru. „Stóra skýringin er sú að það hafa orðið skil í þróun peningamála beggja vegna Atlantshafsins. Bandaríski seðlabankinn hefur hækkað vexti og hætt magnbundinni íhlutun en lítið hefur gerst í Evrópu,“ segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka. Kristrún segir þróunina jákvæða fyrir útflutningsgreinar og þá sérstaklega ferðaþjónustu. „Bandaríkjamenn hafa drifið áfram ferðaþjónustuna að undanförnu. Ef krónan veikist vegna innlendra þátta, og dollarinn styrkist í ofanálag, þá eykst kaupmáttur Bandaríkjamanna á Íslandi.“ Hins vegar verði innflutningur á bandarískum vörum og ferðir til Bandaríkjanna dýrari. Þá hafi vaxtahækkanir bandaríska seðlabankans orðið til þess að draga úr vaxtamun á milli Bandaríkjanna og Íslands. „Minnkun vaxtamunar gæti dregið úr eftirsókn bandarískra fjárfesta í íslenska vexti og þar með innflæði á verðbréfamarkaðinn.“ Kristrún segir að styrkingu Bandaríkjadals megi einnig rekja til vandræða í nýmarkaðsríkjum á borð við Argentínu og Tyrkland. Þar hafi fjármagn flætt úr landi og í dollaraeignir. „Ákveðinn spírall getur skapast, þar sem fjármagn leitar í dollaraeignir vegna vanda nýmarkaðsríkja sem styrkir dollarann, en styrkingin ýtir enn frekar undir vanda ríkjanna því þau skulda að miklu leyti í dollar. Ég held að það sé ólíklegt að styrkingin á dollarnum gangi til baka á næstunni þar sem mikið fjármagn getur enn leitað frá nýmarkaðsríkjunum og vaxtahækkanir eru ekki á dagskrá í Evrópu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Styrking Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni á síðustu mánuðum hefur jákvæð áhrif á ferðaþjónustu hér á landi að mati aðalhagfræðings Kviku banka sem telur ólíklegt að styrkingin gangi til baka á næstunni. Íslenska krónan hefur veikst um tæp 18 prósent gagnvart Bandaríkjadal frá lokum mars á sama tíma og krónan hefur veikst um tæp níu prósent gagnvart evru. „Stóra skýringin er sú að það hafa orðið skil í þróun peningamála beggja vegna Atlantshafsins. Bandaríski seðlabankinn hefur hækkað vexti og hætt magnbundinni íhlutun en lítið hefur gerst í Evrópu,“ segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka. Kristrún segir þróunina jákvæða fyrir útflutningsgreinar og þá sérstaklega ferðaþjónustu. „Bandaríkjamenn hafa drifið áfram ferðaþjónustuna að undanförnu. Ef krónan veikist vegna innlendra þátta, og dollarinn styrkist í ofanálag, þá eykst kaupmáttur Bandaríkjamanna á Íslandi.“ Hins vegar verði innflutningur á bandarískum vörum og ferðir til Bandaríkjanna dýrari. Þá hafi vaxtahækkanir bandaríska seðlabankans orðið til þess að draga úr vaxtamun á milli Bandaríkjanna og Íslands. „Minnkun vaxtamunar gæti dregið úr eftirsókn bandarískra fjárfesta í íslenska vexti og þar með innflæði á verðbréfamarkaðinn.“ Kristrún segir að styrkingu Bandaríkjadals megi einnig rekja til vandræða í nýmarkaðsríkjum á borð við Argentínu og Tyrkland. Þar hafi fjármagn flætt úr landi og í dollaraeignir. „Ákveðinn spírall getur skapast, þar sem fjármagn leitar í dollaraeignir vegna vanda nýmarkaðsríkja sem styrkir dollarann, en styrkingin ýtir enn frekar undir vanda ríkjanna því þau skulda að miklu leyti í dollar. Ég held að það sé ólíklegt að styrkingin á dollarnum gangi til baka á næstunni þar sem mikið fjármagn getur enn leitað frá nýmarkaðsríkjunum og vaxtahækkanir eru ekki á dagskrá í Evrópu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira