Börn eða braggi? Davíð Þorláksson skrifar 10. október 2018 07:00 Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja til að börn í Reykjavík fái sama greitt með sér óháð því hvort leik- eða grunnskólinn sem þau eru í sé sjálfstæður eða borgarrekinn. Í dag greiðir borgin lögbundið lágmark sem er 70-75% á meðan Garðabær t.d. greiðir 100%. Um 4,9% grunnskólabarna í Reykjavík eru í sjálfstæðum skólum, en 12% í Danmörku og 15% í Svíþjóð. Rannsóknir OECD sýna að námsárangur nemenda er betri og auðveldara er að fá hæfa kennara í krefjandi bekki þar sem stjórnendur hafa meira svigrúm til að semja um ábyrgð, vinnuskilyrði og laun kennara. Slíkt svigrúm er mun meira í sjálfstæðum skólum. Lágt hlutfall barna í sjálfstæðum skólum á Íslandi gæti verið ein skýringin á lökum árangri grunnskólans. Meirihlutinn fann þessari tillögu ýmislegt til foráttu, meðal annars að kostnaðurinn yrði, miðað við óbreyttan fjölda, um 290 milljónir króna í grunnskólum og 110 milljónir í leikskólum, alls 400 milljónir. Á sama borgarstjórnarfundi var rætt um bragga nokkurn sem borgin lét gera upp fyrir svipaða fjárhæð, 415 milljónir. Það er of algengt að lögbundin verkefni sveitarfélaga sitji á hakanum á meðan fé er dælt í gæluverkefni. Leik- og grunnskólar eru auðvitað meðal lögbundinna verkefna en endurbætur á bröggum ekki. Tillögunni var vísað til borgarráðs. Það er þekkt trikk þegar meirihlutinn vill losna við mál án þess að þurfa að taka umræðu. Ég mæli alltént ekki með að þau rúmlega 700 börn sem eru í sjálfstæðum skólum í Reykjavík haldi niðri í sér andanum á meðan þau bíða eftir þessu sjálfsagða réttlætismáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Skoðun Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja til að börn í Reykjavík fái sama greitt með sér óháð því hvort leik- eða grunnskólinn sem þau eru í sé sjálfstæður eða borgarrekinn. Í dag greiðir borgin lögbundið lágmark sem er 70-75% á meðan Garðabær t.d. greiðir 100%. Um 4,9% grunnskólabarna í Reykjavík eru í sjálfstæðum skólum, en 12% í Danmörku og 15% í Svíþjóð. Rannsóknir OECD sýna að námsárangur nemenda er betri og auðveldara er að fá hæfa kennara í krefjandi bekki þar sem stjórnendur hafa meira svigrúm til að semja um ábyrgð, vinnuskilyrði og laun kennara. Slíkt svigrúm er mun meira í sjálfstæðum skólum. Lágt hlutfall barna í sjálfstæðum skólum á Íslandi gæti verið ein skýringin á lökum árangri grunnskólans. Meirihlutinn fann þessari tillögu ýmislegt til foráttu, meðal annars að kostnaðurinn yrði, miðað við óbreyttan fjölda, um 290 milljónir króna í grunnskólum og 110 milljónir í leikskólum, alls 400 milljónir. Á sama borgarstjórnarfundi var rætt um bragga nokkurn sem borgin lét gera upp fyrir svipaða fjárhæð, 415 milljónir. Það er of algengt að lögbundin verkefni sveitarfélaga sitji á hakanum á meðan fé er dælt í gæluverkefni. Leik- og grunnskólar eru auðvitað meðal lögbundinna verkefna en endurbætur á bröggum ekki. Tillögunni var vísað til borgarráðs. Það er þekkt trikk þegar meirihlutinn vill losna við mál án þess að þurfa að taka umræðu. Ég mæli alltént ekki með að þau rúmlega 700 börn sem eru í sjálfstæðum skólum í Reykjavík haldi niðri í sér andanum á meðan þau bíða eftir þessu sjálfsagða réttlætismáli.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar