Viðskipti innlent

„Langflestar“ flugfreyjur Icelandair völdu fullt starf

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tilboð Icelandair kom illa við margar flugfreyjur félagsins.
Tilboð Icelandair kom illa við margar flugfreyjur félagsins. Vísir/Vilhelm

Meirihluti flugfreyja og flugþjóna í hlutastarfi hjá Icelandair, sem gert var að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna, valdi fyrri kostinn. Þetta kemur fram í skriflegu svari Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa flugfélagsins, við fyrirspurn Vísis.

Alls fengu 118 flugfreyjur og þjónar þennan afarkost en Guðjón getur ekki upplýst um nákvæman fjölda þeirra sem þáðu boð um fulla vinnu. Aðeins að um „langflesta“ sé að ræða. Formaður Flugfreyjufélags Íslands, Berglind Hafsteinsdóttir, segir að félagið hafi ekki heldur nákvæmar upplýsingar um þennan fjölda. Flugfreyjufélagið hafi ekki farið þess á leit við félagsmenn sína að þeir gerðu grein fyrir ákvörðun sinni.

Sjá einnig: Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair

Berglind segir þó að upplýsingafulltrúi Icelandair fari með rétt mál. Flestir hafi þegið boðið - en þó ekki allir. Þar að auki, segir Berglind, að flestir þeirra sem þáðu boð um fulla vinnu hafi gert það „með fyrirvara um lögmæti aðgerða í þeirri von að ákvörðunin verði afturkölluð á seinni stigum máls.“

Í samtali við Vísi á sínum tíma sagði starfandi forstjóri Icelandair að gengið yrði frá starfslokum þeirra sem ekki myndu ganga að tilboði flugfélagsins. Þetta eigi þó ekki við þá sem starfað hafa hjá félaginu í þrjátíu ár eða lengur eða náð 55 ára aldri. Þeim bauðst áframhaldandi hlutastarf.


Tengdar fréttir

Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair

Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.